Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 22:33 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, situr mögulega í heitasta stjórastólnum í dag. Getty/Carl Recine Þrjú stór töp í röð og níu töp í síðustu tólf leikjum. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur sagt að hann hafi ekki áhyggjur af stöðu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir afhroð liðsins gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 4-1 fyrir toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar á Anfield á miðvikudag og hefur nú tapað níu af síðustu 12 leikjum sínum í öllum keppnum. Ensku meistararnir eru nú í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þrettánda sæti í Meistaradeildinni og pressan á Slot að snúa genginu við eykst. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af framtíð sinni hjá félaginu sagði Slot á blaðamannafundi: „Ég hef ekki áhyggjur. Það sem ég á við með því er að ég einbeiti mér að öðru en að hafa áhyggjur af minni eigin stöðu.“ Slot var að ræða komandi leik á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi þar sem hann reynir að enda þriggja leikja taphrinu liðsins með þremur mörkum eða meira. Jamie Carragher says Arne Slot has a week to save his job 🔴 pic.twitter.com/UwOiXyLr1S— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 27, 2025 „Ég reyni að greina, reyni að hjálpa leikmönnunum eins mikið og ég get og það er augljóst að ég geri það ekki á sama hátt og á síðasta tímabili, því þegar talað er um einstaklingsmistök, þá held ég að það sé líka eitthvað sem kemur frá liðsheildinni,“ sagði Slot. „Þannig að, aftur, ég þarf að gera betur og það er það sem ég reyni að gera á hverjum einasta degi til að bæta liðið og það er það sem ég einbeiti mér að,“ sagði Slot. Liverpool hefur nú fengið á sig þrjú eða fleiri mörk í þremur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan í september 1992 og er búið að tapa þremur leikjum með þriggja marka mun í fyrsta sinn síðan 1953. Aðspurður hvort hann finni fyrir stuðningi frá stjórn Liverpool bætti Slot við: „Já, en ekki í þeim skilningi að þeir segi við mig á hverri einustu mínútu: ‚Við styðjum þig, við styðjum þig, við styðjum þig‘,“ sagði Slot. „En við tölum mikið saman, hvort sem við erum að vinna eins og á síðasta tímabili eða að tapa, þá eru þeir hjálplegir mér og liðinu. Svo já, við eigum þessi samtöl, en þeir hringja ekki í mig á hverri einustu mínútu dagsins til að segja mér að þeir treysti mér enn,“ sagði Slot. „En við eigum eðlileg samtöl og í þeim samtölum finn ég fyrir trausti, en ég hef ekki talað við þá eftir þennan leik enn þá. Svo við skulum sjá til,“ sagði Slot. Is the clock ticking on Arne Slot at Liverpool? ⏳ pic.twitter.com/YXJi24mEAk— B/R Football (@brfootball) November 26, 2025 Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Liverpool tapaði 4-1 fyrir toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar á Anfield á miðvikudag og hefur nú tapað níu af síðustu 12 leikjum sínum í öllum keppnum. Ensku meistararnir eru nú í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þrettánda sæti í Meistaradeildinni og pressan á Slot að snúa genginu við eykst. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af framtíð sinni hjá félaginu sagði Slot á blaðamannafundi: „Ég hef ekki áhyggjur. Það sem ég á við með því er að ég einbeiti mér að öðru en að hafa áhyggjur af minni eigin stöðu.“ Slot var að ræða komandi leik á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi þar sem hann reynir að enda þriggja leikja taphrinu liðsins með þremur mörkum eða meira. Jamie Carragher says Arne Slot has a week to save his job 🔴 pic.twitter.com/UwOiXyLr1S— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 27, 2025 „Ég reyni að greina, reyni að hjálpa leikmönnunum eins mikið og ég get og það er augljóst að ég geri það ekki á sama hátt og á síðasta tímabili, því þegar talað er um einstaklingsmistök, þá held ég að það sé líka eitthvað sem kemur frá liðsheildinni,“ sagði Slot. „Þannig að, aftur, ég þarf að gera betur og það er það sem ég reyni að gera á hverjum einasta degi til að bæta liðið og það er það sem ég einbeiti mér að,“ sagði Slot. Liverpool hefur nú fengið á sig þrjú eða fleiri mörk í þremur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan í september 1992 og er búið að tapa þremur leikjum með þriggja marka mun í fyrsta sinn síðan 1953. Aðspurður hvort hann finni fyrir stuðningi frá stjórn Liverpool bætti Slot við: „Já, en ekki í þeim skilningi að þeir segi við mig á hverri einustu mínútu: ‚Við styðjum þig, við styðjum þig, við styðjum þig‘,“ sagði Slot. „En við tölum mikið saman, hvort sem við erum að vinna eins og á síðasta tímabili eða að tapa, þá eru þeir hjálplegir mér og liðinu. Svo já, við eigum þessi samtöl, en þeir hringja ekki í mig á hverri einustu mínútu dagsins til að segja mér að þeir treysti mér enn,“ sagði Slot. „En við eigum eðlileg samtöl og í þeim samtölum finn ég fyrir trausti, en ég hef ekki talað við þá eftir þennan leik enn þá. Svo við skulum sjá til,“ sagði Slot. Is the clock ticking on Arne Slot at Liverpool? ⏳ pic.twitter.com/YXJi24mEAk— B/R Football (@brfootball) November 26, 2025
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira