Íslenski boltinn

Vestramenn sækja son sinn suður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórður Gunnar Hafþórsson í leik með Aftureldingu í Bestu deildinni í sumar.
Þórður Gunnar Hafþórsson í leik með Aftureldingu í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Anton Brink

Þórður Gunnar Hafþórsson verður með Vestra í Lengjudeildinni í fótbolta næsta sumar en þetta kemur fram á miðlum Vestra í kvöld.

Vestri varð bikarmeistari í sumar en féll úr Bestu deildinni. Liðið spilar því í Lengjudeildinni næsta sumar en tekur einnig þátt í Evrópukeppni.

Þórður Gunnar hefur fallið úr Bestu deildinni undanfarin tvö tímabil, með Aftureldingu í sumar og með Fylkismönnum sumarið á undan. Nú tekur hann slaginn í Lengjudeildinni.

Þórður Gunnar er að vestan og lék síðast með Vestra sumarið 2019 þegar hann var aðeins átján ára gamall.

Þórður skoraði þrjú mörk með Aftureldingu í Bestu deildinni í sumar en hefur skorað átta mörk í 108 leikjum í efstu deild.

Vestrafólk hefur dreymt um að fá einn af sonum sínum aftur heim og verður nú að þeirri ósk sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×