Handbolti

Vals­menn með fimmta sigurleikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorgils Jón Svölu Baldursson var flottur í kvöld.
Þorgils Jón Svölu Baldursson var flottur í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Valsmenn komust upp að hlið Hauka í toppsæti Olís-deildar karla í handbolta eftir sjö marka sigur á Stjörnunni í kvöld.

Valur vann leikinn 31-24 eftir að hafa verið 16-12 yfir í hálfleik.

Þetta var fimmti sigur Valsliðsins í röð í deildinni eða síðan liðið tapaði á móti KA á Akureyri um miðjan október.

Valur og Haukar eru bæði með átján stig en Valsmenn hafa leikið einum leik meira.

Þorgils Jón Svölu Baldursson var markahæstur hjá Val með sjö mörk úr sjö skotum en Arnór Snær Óskarsson var með fimm mörk og sex stoðsendingar og Allan Norðberg skoraði fimm mörk.

Daníel Örn Guðmundsson og Dagur Árni Heimisson voru báðir með fjögur mörk en Dagur átti einnig fjórar stoðsendingar.

Björgvin Páll Gústavsson var líka í miklu stuði í markinu og varði sautján skot, þar af tvö víti.

Pétur Árni Hauksson skoraði mest hjá Stjörnunni eða fimm mörk en Benedikt Marinó Herdísarson var með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×