Handbolti

Orri var flottur í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson fagnar í leik með íslenska landsliðinu.
Orri Freyr Þorkelsson fagnar í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Harry Langer

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting fögnuðu öruggum sigri í Íslendingaslag í Meistaradeildinni í kvöld.

Sporting vann þá þrettán marka heimasigur á norska félaginu Kolstad, 44-31.

Sporting var 22-15 yfir í hálfleik og bætti við forskotið í seinni hálfleiknum.

Orri Freyr átti flottan leik og var markahæstur í sínu liði með xx mörk.

Sigurinn þýðir að Sporting hefur unnið fimm af níu leikjum sínum í Meistaradeildinni en Kolstad er aðeins með einn sigur í níu leikjum.

Martim Mota Costa var næstmarkahæstur hjá Sporting með sjö mörk.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad en Benedikt Gunnar Óskarsson náði ekki að skora. Sigurjón Guðmundsson stóð í markinu hjá norska félaginu og varði tíu skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×