Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:09 Heilt yfir segjast fleiri konur en karlar leggja sig á daginn samkvæmt nýrri könnun Prósents. Getty Um fjórðungur þjóðarinnar leggur sig vikulega eða oftar og þeir sem eru einhleypir eru líklegri til að taka lúr á daginn en fólk sem er í sambúð eða hjónabandi. Þá eru tekjulægri líklegri til að leggja sig en þau sem hafa hærri tekjur og yngra fólk er einnig líklegra en eldra til að fá sér blund á daginn. Hins vegar segjast 36% þjóðarinnar aldrei leggja sig á daginn. Þetta er meðal niðurstaðna netkönnunar Prósents sem gerð var dagana 3. til 17. nóvember, en spurt var „hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn?“ Nítján hundruð einstaklingar voru í úrtaki og var svarhlutfall 51%. „24% þjóðarinnar segist leggja sig vikulega eða oftar, 18% mánaðarlega eða nokkrum sinnum á mánuði, 22% sjaldnar en mánaðarlega og 36% leggja sig aldrei á daginn,“ segir meðal annars um niðurstöður könnunarinnar í tilkynningu frá Prósent. Athygli vekur einnig að samkvæmt niðurstöðum leggja þau sig frekar sem eiga fá eða engin börn. Þau sem eiga tvö eða fleiri börn leggja sig síður á daginn en þau sem eiga ekkert eða eitt barn. Myndirnar hér að neðan sýna betur hvernig svör dreifðust eftir ólíkum breytum, svo sem aldri, hjúskaparstöðu og tekjum. Svona dreifðust öll svör í heildina. 24% prósent þjóðarinnar segjast leggja sig í hverri viku.Prósent Karlar eru líklegri en konur til að segjast aldrei leggja sig. Lítill munur var á svörum kynjanna, fyrir utan að karlar eru öllu líklegri til að leggja sig aldrei.Prósent Svona dreifðust svörin eftir hjúskaparstöðu. Nokkur munur var á svörum eftir því hvort fólk er í sambúð eða hjónabandi eða ekki.Prósent Næsta mynd sýnir hvernig svör dreifðust eftir tekjum. Fólk í hópi hinna tekjuhærri virðist leggja sig sjaldnar.Prósent Og svona dreifðust svörin eftir aldri fólks og fjölda barna. 34 ára og yngri leggja sig ögn meira en hinir eldri.Prósent Fólk sem á aðeins eitt barn virðist leggja sig oftar en aðrir.Prósent Skoðanakannanir Svefn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna netkönnunar Prósents sem gerð var dagana 3. til 17. nóvember, en spurt var „hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn?“ Nítján hundruð einstaklingar voru í úrtaki og var svarhlutfall 51%. „24% þjóðarinnar segist leggja sig vikulega eða oftar, 18% mánaðarlega eða nokkrum sinnum á mánuði, 22% sjaldnar en mánaðarlega og 36% leggja sig aldrei á daginn,“ segir meðal annars um niðurstöður könnunarinnar í tilkynningu frá Prósent. Athygli vekur einnig að samkvæmt niðurstöðum leggja þau sig frekar sem eiga fá eða engin börn. Þau sem eiga tvö eða fleiri börn leggja sig síður á daginn en þau sem eiga ekkert eða eitt barn. Myndirnar hér að neðan sýna betur hvernig svör dreifðust eftir ólíkum breytum, svo sem aldri, hjúskaparstöðu og tekjum. Svona dreifðust öll svör í heildina. 24% prósent þjóðarinnar segjast leggja sig í hverri viku.Prósent Karlar eru líklegri en konur til að segjast aldrei leggja sig. Lítill munur var á svörum kynjanna, fyrir utan að karlar eru öllu líklegri til að leggja sig aldrei.Prósent Svona dreifðust svörin eftir hjúskaparstöðu. Nokkur munur var á svörum eftir því hvort fólk er í sambúð eða hjónabandi eða ekki.Prósent Næsta mynd sýnir hvernig svör dreifðust eftir tekjum. Fólk í hópi hinna tekjuhærri virðist leggja sig sjaldnar.Prósent Og svona dreifðust svörin eftir aldri fólks og fjölda barna. 34 ára og yngri leggja sig ögn meira en hinir eldri.Prósent Fólk sem á aðeins eitt barn virðist leggja sig oftar en aðrir.Prósent
Skoðanakannanir Svefn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira