„Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 22:01 Arnar Pétursson fær að líta gula spjaldið. getty/Marijan Murat Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. „Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44