Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 22:19 Elísa Elíasdóttir hefur jafnað sig á axlarmeiðslum og kom inn í íslenska hópinn fyrir leik kvöldsins. sýn sport Elísa Elíasdóttir kom inn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Serbíu á HM. Hann tapaðist naumlega, 27-26. Elísu fannst línumaðurinn sterki, Dragana Cvijic, afar leiðinlegur mótherji. „Það er ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega sárt,“ sagði Elísa í samtali við Ágúst Orra Arnarson, aðspurð hvernig væri að heyra sigursöngva serbnesku leikmannanna óma eftir leikinn. Klippa: Elísu fannst Serbinn algjör tuddi „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég er mjög pirruð. En ég er ógeðslega ánægð með árangurinn okkar í seinni hálfleiknum og stolt af okkur. Við vorum svo nálægt því.“ Elísa barðist við hina stóru og öflugu Cvijic í leiknum í kvöld. „Það var ógeðslega leiðinlegt að eiga við hana. Hún er grófur leikmaður, notar olnbogann, er að fiska og fagnar í andlitið á manni. Maður verður trítilóður á henni. En það var bara gaman að fá nýja áskorun,“ sagði Elísa. „Þetta er bara reynsla í henni. Hún hefur örugglega fimmtán ár á mig þannig ég verð vonandi orðin svona mikill tuddi þegar ég verð kominn á þennan aldur.“ Íslendingar lentu mest sjö mörkum undir, 24-17, en með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu komu íslensku stelpurnar til baka og voru hársbreidd frá því að ná í stig. „Ég get varla komið því í orð hvað ég er stolt af liðinu. Fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp,“ sagði Elísa. „Þessi hópur er búinn að æfa lengi saman og við erum að ná þessum árangri á móti gífurlega sterku liði. Ég er spennt fyrir komandi tímum og full af stolti.“ Elísa hefur glímt við axlarmeiðsli en segir þau heyra sögunni til. „Ég hef aldrei verið betri,“ sagði Eyjakonan ákveðin að endingu. Viðtalið við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. 28. nóvember 2025 22:01 „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Úff, við fundum lyktina af sigrinum, þetta var mjög svekkjandi“ sagði landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir, sem sýndi hetjulega frammistöðu í grátlegu 27-26 tapi Íslands gegn Serbíu á HM. 28. nóvember 2025 22:01 „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
„Það er ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega sárt,“ sagði Elísa í samtali við Ágúst Orra Arnarson, aðspurð hvernig væri að heyra sigursöngva serbnesku leikmannanna óma eftir leikinn. Klippa: Elísu fannst Serbinn algjör tuddi „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég er mjög pirruð. En ég er ógeðslega ánægð með árangurinn okkar í seinni hálfleiknum og stolt af okkur. Við vorum svo nálægt því.“ Elísa barðist við hina stóru og öflugu Cvijic í leiknum í kvöld. „Það var ógeðslega leiðinlegt að eiga við hana. Hún er grófur leikmaður, notar olnbogann, er að fiska og fagnar í andlitið á manni. Maður verður trítilóður á henni. En það var bara gaman að fá nýja áskorun,“ sagði Elísa. „Þetta er bara reynsla í henni. Hún hefur örugglega fimmtán ár á mig þannig ég verð vonandi orðin svona mikill tuddi þegar ég verð kominn á þennan aldur.“ Íslendingar lentu mest sjö mörkum undir, 24-17, en með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu komu íslensku stelpurnar til baka og voru hársbreidd frá því að ná í stig. „Ég get varla komið því í orð hvað ég er stolt af liðinu. Fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp,“ sagði Elísa. „Þessi hópur er búinn að æfa lengi saman og við erum að ná þessum árangri á móti gífurlega sterku liði. Ég er spennt fyrir komandi tímum og full af stolti.“ Elísa hefur glímt við axlarmeiðsli en segir þau heyra sögunni til. „Ég hef aldrei verið betri,“ sagði Eyjakonan ákveðin að endingu. Viðtalið við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. 28. nóvember 2025 22:01 „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Úff, við fundum lyktina af sigrinum, þetta var mjög svekkjandi“ sagði landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir, sem sýndi hetjulega frammistöðu í grátlegu 27-26 tapi Íslands gegn Serbíu á HM. 28. nóvember 2025 22:01 „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
„Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. 28. nóvember 2025 22:01
„Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Úff, við fundum lyktina af sigrinum, þetta var mjög svekkjandi“ sagði landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir, sem sýndi hetjulega frammistöðu í grátlegu 27-26 tapi Íslands gegn Serbíu á HM. 28. nóvember 2025 22:01
„Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44