Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 1. desember 2025 06:48 Við upphaf aðventunnar voru ákveðin tímamót í Þjóðkirkjunni er ný heimasíða var opnuð. Þetta hljómar ef til vill ekki sem stór frétt í hugum allra því heimasíður eru nú alltaf að opna, en þessi síða markar þó ákveðið upphaf fyrir Þjóðkirkjuna. Kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. Þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé mikilvægur og fullt af fólki mæti nú þegar í kirkju er nauðsynlegt fyrir öfluga Þjóðkirkju í sókn að nýta enn fleiri miðla en kirkjurýmið. Því hef ég, ásamt breiðum hópi kirkjufólks, lagt áherslu á að efla alla okkar miðla sem og að láta teikna nýtt merki kirkjunnar og hanna samræmt útlit fyrir allt efni sem frá henni kemur. Við vinnu heimasíðunnar var unnið með mörgum og ólíkum hópum fólks þar sem lagt var upp með að skoða hvað það er sem sameinar okkur. Nóg er um sundrung og skautun í samfélaginu og mikilvægt að Þjóðkirkjan sé sameinandi og bjóði skjól. Að þessari vinnu kom fjölbreyttur hópur fólks úr ólíkum áttum og í ferlinu rákumst við ítrekað á EN:ið þegar fólk var spurt hvort það væri trúað. Þ.e. fólk svaraði gjarnan: „Ég trúi alveg... EN“ eða „Ég er ekki trúuð... EN“. Við sáum því smám saman að í þessu EN:i fælist eitthvað sem ef til vill sameinar fólk, hvort sem það telur sig vera trúað eður ei. Eftir mikla vinnu, rýnihópa, samtöl og vangaveltur komumst við að því að það sem sameinar okkur eru gildi. Þar má nefna gildi eins og kærleika, örlæti, samkennd og von. Allar manneskjur fylgja ákveðnum gildum, hvort sem við erum trúuð eða ekki, og þessi gildi eru í grunninn kristin. Því er nú í boði, á nýrri heimasíðu kirkjunnar, að raða þeim gildum sem þér þykir mikilvægust inn í sjálfan krossinn, tákn kristinnar trúar. Þar með getur þú sameinað trúna og gildin þín. Nýtt merki Nýtt merki kirkjunnar er alls ekki nýtt því það er einfaldlega krossinn, tákn upprisunnar. Merkið er einfalt, kross og nafn Þjóðkirkjunnar á einlitum grunni. Hægt er að birta merkið í nokkrum mismunandi litasamsetningum og möguleiki er á að raða inn í hann þínum persónulegu gildum. Þannig getur þú búið til þinn eigin kross, og hann verður að öllum líkindum þinn eigin um alla tíð – því hægt er að búa til yfir 200 milljónir ólíkar samsetningar. Þjónustan í forgrunni Lagt var upp með að þjónusta kirkjunnar væri í forgrunni þ.e. hvað kirkjan getur gert fyrir þig. Snertifletir almennings við kirkjuna eru í forgrunni s.s. helgihald, athafnir (hjónavígslur, skírnir o.s.frv.), sálgæsla, viðburðir og safnaðarstarf. Þá er á síðunni að finna upplýsingar og fróðleik um kristna trú, skipulag kirkjunnar, upplýsingar um kirkjubyggingar, lýsingu á skrúða og margt fleira. Kirkjur landsins Í fyrsta skipti er heildstæð samantekt á öllum kirkjum, kapellum og bænhúsum safnaða Þjóðkirkjunnar tiltæk á einum stað. Þær eru 360 talsins. Á síðunni eru myndir af öllum þessum byggingum sem og upplýsingar um allar kirkjunnar. Þar má t.d. lesa um hver teiknaði kirkjuna og hverjir smíðuðu, hvað hún tekur margt fólk í sæti, hljóðkerfi, aðgengi og annað er skiptir máli. Á síðu hverrar kirkju má svo sjá hvað er að gerast þar á næstunni. Viðburðadagatal Í kirkjum landsins eru þúsundir viðburða á hverju ári. Fyrir utan helgihald, eldriborgarastarf og barna- og æskulýðsstarf er þar að m.a. að finna öflugt kórstarf, bæna- og leshópa, vina- og prjónahópa, sorgarhópa, einbúakaffi, karlakaffi og kvenfélög og svo mætti lengi telja. Afar öflugt gervigreindardrifið viðburðadagatal Þjóðkirkjunnar er að finna á nýju vefsíðunni. Vélmennið virkar þannig að það les allar heimasíður safnaða Þjóðkirkjunnar, sem og Facebook síður, oft á dag og býr til viðburði inn í dagatalið okkar. Hér er um að ræða byltingu í notkun gervigreindar við kynningarmál hjá kirkju og mun stórbæta aðgengi að upplýsingum um viðburði á vegum kirkjunnar. Verður nú, svo dæmi sé tekið, hægt að finna upplýsingar um allt helgihald yfir hátíðirnar á einum stað. Ekki allt nýtt Þrátt fyrir nýjar áherslur er áfram að finna flest það sem var á gömlu síðunni s.s. sálmarbókarvefinn, upplýsingar um kirkjuárið og yfirskrift Þjóðkirkjunnar er enn: Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þessi yfirskrift lýsir hlutverki Þjóðkirkjunnar jafn vel nú sem fyrr. Vinnan við þessa nýju heimasíðu og aðra miðla kirkjunnar hefur tekið um það bil eitt ár og hefur gefið okkur snertifleti við svo ótal margt fólk. Markmiðið með þessari vinnu er að sýna betur hve öflug Þjóðkirkjan er og hversu margt fólk kemur þar við sögu. Að fólk finni að Þjóðkirkjan sameinar okkur þrátt fyrir að við séum á ólíkum stöðum í okkar persónulega trúarlífi. Þjóðkirkja sem er til staðar fyrir þig verður að vera sýnileg. Það er hún nú þökk sé öllu því fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma þessari síðu í loftið og lagt sitt af mörkum til þess að gera kirkjuna sýnilega í sýndarheimum – sem og í raunheimum. Það er mín von að þú upplifir þig velkomna/velkominn í Þjóðkirkjuna hvar sem þú ert í þinni vegferð og hvort sem snertifletir þínir við kirkjuna eru í gegnum miðla hennar eða við persónulega nálgun. Ég trúi því að öll séum við elskuð börn Guðs og því er kirkja Guðs staður þar sem við öll erum velkomin. Höfundur er biskup Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við upphaf aðventunnar voru ákveðin tímamót í Þjóðkirkjunni er ný heimasíða var opnuð. Þetta hljómar ef til vill ekki sem stór frétt í hugum allra því heimasíður eru nú alltaf að opna, en þessi síða markar þó ákveðið upphaf fyrir Þjóðkirkjuna. Kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. Þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé mikilvægur og fullt af fólki mæti nú þegar í kirkju er nauðsynlegt fyrir öfluga Þjóðkirkju í sókn að nýta enn fleiri miðla en kirkjurýmið. Því hef ég, ásamt breiðum hópi kirkjufólks, lagt áherslu á að efla alla okkar miðla sem og að láta teikna nýtt merki kirkjunnar og hanna samræmt útlit fyrir allt efni sem frá henni kemur. Við vinnu heimasíðunnar var unnið með mörgum og ólíkum hópum fólks þar sem lagt var upp með að skoða hvað það er sem sameinar okkur. Nóg er um sundrung og skautun í samfélaginu og mikilvægt að Þjóðkirkjan sé sameinandi og bjóði skjól. Að þessari vinnu kom fjölbreyttur hópur fólks úr ólíkum áttum og í ferlinu rákumst við ítrekað á EN:ið þegar fólk var spurt hvort það væri trúað. Þ.e. fólk svaraði gjarnan: „Ég trúi alveg... EN“ eða „Ég er ekki trúuð... EN“. Við sáum því smám saman að í þessu EN:i fælist eitthvað sem ef til vill sameinar fólk, hvort sem það telur sig vera trúað eður ei. Eftir mikla vinnu, rýnihópa, samtöl og vangaveltur komumst við að því að það sem sameinar okkur eru gildi. Þar má nefna gildi eins og kærleika, örlæti, samkennd og von. Allar manneskjur fylgja ákveðnum gildum, hvort sem við erum trúuð eða ekki, og þessi gildi eru í grunninn kristin. Því er nú í boði, á nýrri heimasíðu kirkjunnar, að raða þeim gildum sem þér þykir mikilvægust inn í sjálfan krossinn, tákn kristinnar trúar. Þar með getur þú sameinað trúna og gildin þín. Nýtt merki Nýtt merki kirkjunnar er alls ekki nýtt því það er einfaldlega krossinn, tákn upprisunnar. Merkið er einfalt, kross og nafn Þjóðkirkjunnar á einlitum grunni. Hægt er að birta merkið í nokkrum mismunandi litasamsetningum og möguleiki er á að raða inn í hann þínum persónulegu gildum. Þannig getur þú búið til þinn eigin kross, og hann verður að öllum líkindum þinn eigin um alla tíð – því hægt er að búa til yfir 200 milljónir ólíkar samsetningar. Þjónustan í forgrunni Lagt var upp með að þjónusta kirkjunnar væri í forgrunni þ.e. hvað kirkjan getur gert fyrir þig. Snertifletir almennings við kirkjuna eru í forgrunni s.s. helgihald, athafnir (hjónavígslur, skírnir o.s.frv.), sálgæsla, viðburðir og safnaðarstarf. Þá er á síðunni að finna upplýsingar og fróðleik um kristna trú, skipulag kirkjunnar, upplýsingar um kirkjubyggingar, lýsingu á skrúða og margt fleira. Kirkjur landsins Í fyrsta skipti er heildstæð samantekt á öllum kirkjum, kapellum og bænhúsum safnaða Þjóðkirkjunnar tiltæk á einum stað. Þær eru 360 talsins. Á síðunni eru myndir af öllum þessum byggingum sem og upplýsingar um allar kirkjunnar. Þar má t.d. lesa um hver teiknaði kirkjuna og hverjir smíðuðu, hvað hún tekur margt fólk í sæti, hljóðkerfi, aðgengi og annað er skiptir máli. Á síðu hverrar kirkju má svo sjá hvað er að gerast þar á næstunni. Viðburðadagatal Í kirkjum landsins eru þúsundir viðburða á hverju ári. Fyrir utan helgihald, eldriborgarastarf og barna- og æskulýðsstarf er þar að m.a. að finna öflugt kórstarf, bæna- og leshópa, vina- og prjónahópa, sorgarhópa, einbúakaffi, karlakaffi og kvenfélög og svo mætti lengi telja. Afar öflugt gervigreindardrifið viðburðadagatal Þjóðkirkjunnar er að finna á nýju vefsíðunni. Vélmennið virkar þannig að það les allar heimasíður safnaða Þjóðkirkjunnar, sem og Facebook síður, oft á dag og býr til viðburði inn í dagatalið okkar. Hér er um að ræða byltingu í notkun gervigreindar við kynningarmál hjá kirkju og mun stórbæta aðgengi að upplýsingum um viðburði á vegum kirkjunnar. Verður nú, svo dæmi sé tekið, hægt að finna upplýsingar um allt helgihald yfir hátíðirnar á einum stað. Ekki allt nýtt Þrátt fyrir nýjar áherslur er áfram að finna flest það sem var á gömlu síðunni s.s. sálmarbókarvefinn, upplýsingar um kirkjuárið og yfirskrift Þjóðkirkjunnar er enn: Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þessi yfirskrift lýsir hlutverki Þjóðkirkjunnar jafn vel nú sem fyrr. Vinnan við þessa nýju heimasíðu og aðra miðla kirkjunnar hefur tekið um það bil eitt ár og hefur gefið okkur snertifleti við svo ótal margt fólk. Markmiðið með þessari vinnu er að sýna betur hve öflug Þjóðkirkjan er og hversu margt fólk kemur þar við sögu. Að fólk finni að Þjóðkirkjan sameinar okkur þrátt fyrir að við séum á ólíkum stöðum í okkar persónulega trúarlífi. Þjóðkirkja sem er til staðar fyrir þig verður að vera sýnileg. Það er hún nú þökk sé öllu því fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma þessari síðu í loftið og lagt sitt af mörkum til þess að gera kirkjuna sýnilega í sýndarheimum – sem og í raunheimum. Það er mín von að þú upplifir þig velkomna/velkominn í Þjóðkirkjuna hvar sem þú ert í þinni vegferð og hvort sem snertifletir þínir við kirkjuna eru í gegnum miðla hennar eða við persónulega nálgun. Ég trúi því að öll séum við elskuð börn Guðs og því er kirkja Guðs staður þar sem við öll erum velkomin. Höfundur er biskup Íslands
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar