Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 19:30 Tom Aspinall er enn að glíma við afleiðingar þess að potað var í bæði augun hans í síðasta bardaga. Getty/ Chris Unger Bardagakappanum Tom Aspinall hefur verið bannað af læknum sínum að snúa aftur í hringinn. Þetta er komið til vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta bardaga. Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira
Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira