Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 07:31 Troy Parrott var skiljanlega mjög svekktur eftir að hafa klúðrað víti sem hefði tryggt AZ Alkmaar stig á móti FC Twente. Getty/ANP Troy Parrott skoraði öll fimm mörkin í sigrunum tveimur þegar lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu tryggðu sér sæti í HM-umspilinu. Hann var engin hetja í hollenska boltanum um helgina heldur þvert á móti. Parrott var að spila með AZ Alkmaar og gat tryggt liði sínu stig undir lok leiksins. Þegar Twente leiddi í uppbótartíma steig Parrott fram til að taka vítaspyrnu sem hefði tryggt liði hans 1-1 jafntefli. Írinn reyndi Panenka-vítaspyrnu en mistókst hrapallega og sendi boltann hátt yfir þverslána, leikmönnum Twente til mikillar gleði sem gerðu óspart grín að honum fyrir það sem þeir töldu vera hroka. Stjóri hans var heldur ekki mildur í dómum og gagnrýndi val hans á vítaspyrnutækni. Það má sjá vítið hér fyrir neðan. A moment to forget for Troy Parrott 🫣The Irish striker attempted a panenka penalty in the 99th minute as AZ Alkmaar chased an equaliser against FC Twente... pic.twitter.com/Lr2FL2CxiU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 1, 2025 „Þetta var léleg afgreiðsla. Ef hann hefði vippað boltanum þarna og skorað, hefði hann staðið sig vel,“ sagði knattspyrnustjórinn Maarten Martens eftir leikinn. „Troy tók ábyrgð; hann lagði allt í sölurnar í dag en kláraði ekki vel. Hann hefur þegar tekið ábyrgð á því gagnvart restinni af liðinu,“ sagði Martens. „Hann tók ábyrgð á stigatapinu, og réttilega. Hann getur gert mun betur en þetta, hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Þetta var ekki nógu gott í dag. Hann er samt framherji og hann er skapandi. Við munum örugglega ræða þetta,“ sagði Martens. Parrott setti höfuðið í hendurnar strax eftir klúðrið og var sýnilega vonsvikinn þegar leiknum lauk. Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði úr vítaspyrnu fyrir Írland gegn Ungverjalandi í Búdapest áður en hann skoraði þrennu í hinum fræga 3-2 sigri í undankeppni HM í síðasta mánuði, en árangur hans af vítapunktinum með Alkmaar er ekki glæsilegur. Hann er núna búinn að klúðra þremur vítaspyrnum í röð fyrir félagslið sitt, og þótt hann hafi skorað 19 mörk samtals á tímabilinu fyrir félagslið og landslið, hefur hann aðeins skorað einu sinni í síðustu sex leikjum sínum fyrir AZ. Performances don't get better than Troy Parrott's vs Hungary 👏🇮🇪#EQPOTR | @CarlsbergGroup pic.twitter.com/BGZOkKUUdp— UEFA EURO (@UEFAEURO) November 20, 2025 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Hollenski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Parrott var að spila með AZ Alkmaar og gat tryggt liði sínu stig undir lok leiksins. Þegar Twente leiddi í uppbótartíma steig Parrott fram til að taka vítaspyrnu sem hefði tryggt liði hans 1-1 jafntefli. Írinn reyndi Panenka-vítaspyrnu en mistókst hrapallega og sendi boltann hátt yfir þverslána, leikmönnum Twente til mikillar gleði sem gerðu óspart grín að honum fyrir það sem þeir töldu vera hroka. Stjóri hans var heldur ekki mildur í dómum og gagnrýndi val hans á vítaspyrnutækni. Það má sjá vítið hér fyrir neðan. A moment to forget for Troy Parrott 🫣The Irish striker attempted a panenka penalty in the 99th minute as AZ Alkmaar chased an equaliser against FC Twente... pic.twitter.com/Lr2FL2CxiU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 1, 2025 „Þetta var léleg afgreiðsla. Ef hann hefði vippað boltanum þarna og skorað, hefði hann staðið sig vel,“ sagði knattspyrnustjórinn Maarten Martens eftir leikinn. „Troy tók ábyrgð; hann lagði allt í sölurnar í dag en kláraði ekki vel. Hann hefur þegar tekið ábyrgð á því gagnvart restinni af liðinu,“ sagði Martens. „Hann tók ábyrgð á stigatapinu, og réttilega. Hann getur gert mun betur en þetta, hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Þetta var ekki nógu gott í dag. Hann er samt framherji og hann er skapandi. Við munum örugglega ræða þetta,“ sagði Martens. Parrott setti höfuðið í hendurnar strax eftir klúðrið og var sýnilega vonsvikinn þegar leiknum lauk. Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði úr vítaspyrnu fyrir Írland gegn Ungverjalandi í Búdapest áður en hann skoraði þrennu í hinum fræga 3-2 sigri í undankeppni HM í síðasta mánuði, en árangur hans af vítapunktinum með Alkmaar er ekki glæsilegur. Hann er núna búinn að klúðra þremur vítaspyrnum í röð fyrir félagslið sitt, og þótt hann hafi skorað 19 mörk samtals á tímabilinu fyrir félagslið og landslið, hefur hann aðeins skorað einu sinni í síðustu sex leikjum sínum fyrir AZ. Performances don't get better than Troy Parrott's vs Hungary 👏🇮🇪#EQPOTR | @CarlsbergGroup pic.twitter.com/BGZOkKUUdp— UEFA EURO (@UEFAEURO) November 20, 2025
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Hollenski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira