Fótbolti

Siggi Raggi fetar í fót­spor Gauja Þórðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson boðinn velkominn til Runavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson boðinn velkominn til Runavíkur. NSÍ

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er kominn með nýtt þjálfarastarf en hann hefur tekið við þjálfun færeyska liðsins NSÍ úr Runavík.

NSÍ segir frá ráðningu sinni á miðlum sínum og að um eins árs samning sé að ræða.

NSÍ endaði í þriðja sæti deildarinnar í ár og komst í Evrópukeppni. Liðið átti einnig markakóng deildarinnar í Klæmint Andrasson Olsen, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks. Klæmint skorai 26 mörk í 27 leikjum.

NSÍ vann færeyska meistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2007 en síðasti stóri bikar félagsins kom í hús árið 2017 þegar liðið var færeyskur bikarmeistari.

Sigurður Ragnar verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá NSÍ því Guðjón Þórðarson þjálfaði liðið árið 2019.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf Sigurðar síðan hann hætti sem þjálfari Keflavíkur árið 2023. Hann hafði áður þjálfað karlalið ÍBV og verið aðstoðarþjálfari hjá norska félaginu Lilleström.

Sigurður þjálfaði einnig íslenska kvennalandsliðið í sjö ár og var þjálfari hjá bæði kínverska kvennaliðinu Jiangsu Suning sem og kínverska kvennalandsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×