Handbolti

Matt­hildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Matthildur Lilja og Katrín Tinna hafa verið helsta tvíeykið í vörn Íslands hingað til. 
Matthildur Lilja og Katrín Tinna hafa verið helsta tvíeykið í vörn Íslands hingað til.  Tom Weller/Getty Images

Matthildur Lilja Jónsdóttir er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á HM í Þýskalandi.

Ákvörðun Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara kemur nokkuð á óvart þar Matthildur Lilja hefur verið í stóru hlutverki hingað til á HM. 

Hún tekið þátt í öllum leikjum liðsins og staðið vaktina í vörninni með liðsfélaga sínum úr ÍR; Katrínu Tinnu Jensdóttur. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagðist hún spennt fyrir leiknum. 

Matthildur er hins vegar utan hóps í dag, líkt og Andrea Jacobsen sem er að glíma við meiðsli. 

Alexandra Líf Arnarsdóttir kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa hvílt síðustu tvo leiki. 

Leikmannahópur Íslands gegn Svartfjallalandi. 

Markmenn

Hafdís Renötudóttir, Valur (74/5)

Sara Sif Helgadóttir, Haukar (18/0)

Aðrir leikmenn

Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (4/3)

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (13/11)

Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (16/35)



Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (69/92)

Elín Klara Þorkelsdóttir, Sävehof (30/106)



Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (35/66)

Elísa Elíasdóttir, Valur (26/23)

Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (17/27)

Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (31/27)

Lovísa Thompson, Valur (34/70)

Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (7/5)

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (42/175)

Thea Imani Sturludóttir, Valur (95/213)

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (51/78)

Andrea Jacobsen og Matthildur Lilja Jónsdóttir hvíla í dag.

Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan fimm. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×