Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2025 13:56 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórn hennar sé einhuga með samgönguáætlun. Framkvæmdir verði ekki boðaðar nema búið sé að fjármagna þær. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt var á blaðamannafundi innviða-, fjármála- og forsætisráðherra í dag í tilefni nýrrar samgönguáætlunar. Fyrst verður ráðist í Fljótagöng og eiga framkvæmdir að hefjast árið 2026. Upptöku af fundinum má sjá neðar í fréttinni. Ríkisstjórnin kynnti samhliða samgönguáætluninni stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Þannig eigi að flýta stærri framkvæmdum með því að hraða fjárfestingum í þeim samgöngumannvirkjum sem séu þjóðhagslega mikilvæg. Félagið verður að fullu í eigu ríkisins og frumvarp um stofnun þess lagt fram á vorþingi. Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. „Ríkisstjórnin er einhuga um þessa samgönguáætlun. Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli með svona stór verkefni, svona stór plön að við séum samstíga í þessu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun hjá innviðaráðherra að taka og hjá ríkisstjórninni að taka og ef fram fer sem horfir meirihluta í þinginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Teikning Vegagerðarinnar af fyrirhuguðum jarðgöngum milli Fljóta og Siglufjarðar. Tveir möguleikar, táknaðir með blárri og rauðri punktalínu, eru sýndir á legu ganganna og vegtengingum. Vísaði hún þar til þess að Fjarðarheiðargöng, sem voru efst á blaði í samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar, séu ekki lengur á dagskrá. „Ég átta mig alveg á því og við erum mjög meðvituð um það að þetta er högg fyrir suma á Íslandi og það eru aðilar á Austfjörðum sérstaklega sem hafa lagt mikla áherslu á Fjarðarheiðargöng og við höfum borið mikla virðingu fyrir þeim í þeim samtölum sem við höfum átt og við höfum hlustað á þau sjónarmið og við áttum okkur alveg á því að það er erfitt að heyra þessar fréttir,” sagði Kristrún. Ástæða fyrir að ekkert hafi verið gert Síðustu samgönguáætlanir hafi ekki verið fjárhagslega burðugar. Það hafi verið auðvelt að leggja fram forgangsröðun sem þurfi ekki að standa undir. Það sé einhver ástæða fyrir því að ekki hafi verið ráðist í þau jarðgöng sem lagt hafi verið upp með. „Þessi ríkisstjórn ætlar að láta verkin tala. Við metum það sem svo að við séum að styrkja Austfirði verulega með tilkomu Fjarðarganga og fleiri framkvæmda á svæðinu. Við munum standa með Austfirðingum. Þetta er að tryggja hringtengingu á svæðinu. Það var einfaldlega ekki fjárhagslega forsvaranlegt að fara áfram með Fjarðarheiðargöng. “ Ríkisstjórnin þurfi að standa með ákvörðun sinni og tryggja að hægt verði að hefja framkvæmdir á ný í landinu. „Því þetta jarðgangnastopp og stórframkvæmdastopp, það gengur ekki til lengdar.“ Efst á lista en ekkert fjármagnað Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra snerti á mikilvægi þess að gera hagkvæmiskröfur og hver ábatinn af hverri framkvæmd væri. Kristrún sagði þennan punkt gríðarlega mikilvægan. „Það kann að vera að á ákveðnum tímapunkti hafi þessi göng verið efst á lista. En það er ekki búið að ráðast í þessi göng, það er ekki búið að fjármagna þessi gögn. Það sem þjóðin þarf að heyra núna er að ríkisstjórnin geti fjármagnað og staðið undir því sem hún leggur fram á borðið. Hér hefur skapast sátt og náðst samkomulag um að gera það sem við ætlum að segjast gera. Það liggur fyrir að þau göng sem voru nærtækust til að fara í bæði út af öryggissjónarmiðinu en líka út af undirbúningi voru Fljótagöng,“ sagði Kristrún. „Hér er ekki um neina hyglingu að ræða. Það er ekki verið að taka neinn fram yfir af einhverjum ófaglegum forsendum. Þetta er einmitt mjög faglega unnið. Það er ríkur vilji til að ráðast í Fjarðargöng. Það verður farið í undirbúning þess um leið og mögulegt er núna. Ef það gengur vel með innviðafélagið, sem ég vona sannarlega að gangi vel, þá mun fjöldi gangna renna þar í gegn. Þetta er sögulegur tímapunktur fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Vegna þess að nú er raunverulegur hiti á ríkisstjórninni og þinginu að gera þetta og áður var hægt að segja hluti án þess að framkvæma.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Alþingi Samgönguáætlun Tengdar fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. 3. desember 2025 12:57 Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja samgönguáætlun sem kynnt var nú fyrir hádegið. 3. desember 2025 11:39 Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt var á blaðamannafundi innviða-, fjármála- og forsætisráðherra í dag í tilefni nýrrar samgönguáætlunar. Fyrst verður ráðist í Fljótagöng og eiga framkvæmdir að hefjast árið 2026. Upptöku af fundinum má sjá neðar í fréttinni. Ríkisstjórnin kynnti samhliða samgönguáætluninni stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Þannig eigi að flýta stærri framkvæmdum með því að hraða fjárfestingum í þeim samgöngumannvirkjum sem séu þjóðhagslega mikilvæg. Félagið verður að fullu í eigu ríkisins og frumvarp um stofnun þess lagt fram á vorþingi. Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. „Ríkisstjórnin er einhuga um þessa samgönguáætlun. Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli með svona stór verkefni, svona stór plön að við séum samstíga í þessu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun hjá innviðaráðherra að taka og hjá ríkisstjórninni að taka og ef fram fer sem horfir meirihluta í þinginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Teikning Vegagerðarinnar af fyrirhuguðum jarðgöngum milli Fljóta og Siglufjarðar. Tveir möguleikar, táknaðir með blárri og rauðri punktalínu, eru sýndir á legu ganganna og vegtengingum. Vísaði hún þar til þess að Fjarðarheiðargöng, sem voru efst á blaði í samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar, séu ekki lengur á dagskrá. „Ég átta mig alveg á því og við erum mjög meðvituð um það að þetta er högg fyrir suma á Íslandi og það eru aðilar á Austfjörðum sérstaklega sem hafa lagt mikla áherslu á Fjarðarheiðargöng og við höfum borið mikla virðingu fyrir þeim í þeim samtölum sem við höfum átt og við höfum hlustað á þau sjónarmið og við áttum okkur alveg á því að það er erfitt að heyra þessar fréttir,” sagði Kristrún. Ástæða fyrir að ekkert hafi verið gert Síðustu samgönguáætlanir hafi ekki verið fjárhagslega burðugar. Það hafi verið auðvelt að leggja fram forgangsröðun sem þurfi ekki að standa undir. Það sé einhver ástæða fyrir því að ekki hafi verið ráðist í þau jarðgöng sem lagt hafi verið upp með. „Þessi ríkisstjórn ætlar að láta verkin tala. Við metum það sem svo að við séum að styrkja Austfirði verulega með tilkomu Fjarðarganga og fleiri framkvæmda á svæðinu. Við munum standa með Austfirðingum. Þetta er að tryggja hringtengingu á svæðinu. Það var einfaldlega ekki fjárhagslega forsvaranlegt að fara áfram með Fjarðarheiðargöng. “ Ríkisstjórnin þurfi að standa með ákvörðun sinni og tryggja að hægt verði að hefja framkvæmdir á ný í landinu. „Því þetta jarðgangnastopp og stórframkvæmdastopp, það gengur ekki til lengdar.“ Efst á lista en ekkert fjármagnað Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra snerti á mikilvægi þess að gera hagkvæmiskröfur og hver ábatinn af hverri framkvæmd væri. Kristrún sagði þennan punkt gríðarlega mikilvægan. „Það kann að vera að á ákveðnum tímapunkti hafi þessi göng verið efst á lista. En það er ekki búið að ráðast í þessi göng, það er ekki búið að fjármagna þessi gögn. Það sem þjóðin þarf að heyra núna er að ríkisstjórnin geti fjármagnað og staðið undir því sem hún leggur fram á borðið. Hér hefur skapast sátt og náðst samkomulag um að gera það sem við ætlum að segjast gera. Það liggur fyrir að þau göng sem voru nærtækust til að fara í bæði út af öryggissjónarmiðinu en líka út af undirbúningi voru Fljótagöng,“ sagði Kristrún. „Hér er ekki um neina hyglingu að ræða. Það er ekki verið að taka neinn fram yfir af einhverjum ófaglegum forsendum. Þetta er einmitt mjög faglega unnið. Það er ríkur vilji til að ráðast í Fjarðargöng. Það verður farið í undirbúning þess um leið og mögulegt er núna. Ef það gengur vel með innviðafélagið, sem ég vona sannarlega að gangi vel, þá mun fjöldi gangna renna þar í gegn. Þetta er sögulegur tímapunktur fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Vegna þess að nú er raunverulegur hiti á ríkisstjórninni og þinginu að gera þetta og áður var hægt að segja hluti án þess að framkvæma.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Alþingi Samgönguáætlun Tengdar fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. 3. desember 2025 12:57 Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja samgönguáætlun sem kynnt var nú fyrir hádegið. 3. desember 2025 11:39 Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. 3. desember 2025 12:57
Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja samgönguáætlun sem kynnt var nú fyrir hádegið. 3. desember 2025 11:39
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30