„Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. desember 2025 11:47 Diljá Valsdóttir fer með eitt aðalhlutverkanna í tónlistarmyndbandinu við „She Knows“ sem er eins konar stutt-hasarmynd í leikstjórn Tómasar Nóa Emilssonar. Eftir að hafa vakið athygli í Hjartasteini fyrir níu árum síðan dofnaði áhugi Diljár Valsdóttur á leiklist og hætti hún svo að leika. Þegar hún sá tónlistarmyndband sem fyrrverandi mótleikari hennar, Theodór Pálsson, gerði með leikstjóranum Tómasi Nóa Emilssyni heillaðist hún af drifkraftinum og metnaðinum. Hún bað um að fá að vera með næst og úr urðu fallegir endurfundir krakkanna úr Hjartasteini. Söngvarinn Theodór Pálsson keppti í Idol fyrir nokkrum árum en datt út í milliriðli. Hann lét það ekki stoppa sig og hefur undanfarin ár gefið út tónlist undir listamannsnöfnunum Theo Paula og Paula's. Fyrir tveimur árum gaf hann út lagið „Devil Never Killed“ með gríðarmetnaðarfullu tónlistarmyndbandi innblásnu af Fight Club sem var leikstýrt af Tómasi Nóa Emilssyni og innihélt marga bestu áhættuleikara landsins. Á dögunum gaf Theodór síðan út lagið „She Knows“ og ákváðu þeir Tómas að gera aftur saman tónlistarmyndband nema enn metnaðarfyllra. Theodór hóaði í fyrrverandi mótleikara sína úr Hjartasteini, Blæ Hinriksson og Diljá Valsdóttur, til að fara með stór hlutverk í myndbandinu. Tónlistarmyndbandið við „She Knows“ má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega níutíu þúsund spilanir þegar þetta er skrifað. Jafnframt frumsýnir Vísir nú stutta heimildarmynd um ferlið að baki myndbandinu sem var langt og strangt. Myndast tenging til lífstíðar Blaðamaður heyrði hljóðið í Diljá Valsdóttur til að forvitnast út í leiklistina, tímann eftir Hjartastein, tónlistarmyndbandið og tökurnar og æfingaferlið í kringum það. Hvað kemur til að það sé ráðist í svona metnaðarfullt tónlistarmyndband, er það bara ástríðunnar vegna? „Að miklu leyti fyrir ástríðuna. Tómas Nói Emilsson skrifaði handritið og leikstýrði verkefninu, ásamt því að reyna að fjármagna það og redda öllu. Hann er einstaklega heillandi í framkomu og ástríða hans er smitandi. Það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef maður finnur rétta fólkið,“ segir Diljá. Diljá hafði gaman af því að rifja upp gamla takta. „Það fannst öllum gaman að mæta og skapa í þessu verkefni. Þetta voru langar nætur og mjög óhefðbundinn vinnutími þar sem við flestöll vorum á sama tíma í annarri vinnu. Þrátt fyrir það lögðu allir sig 150 prósent fram og það svo sannarlega skilaði sér.“ Hvernig kemur þú inn í þetta? „Ég lék í Hjartasteini með Theó fyrir næstum tíu árum síðan, og þegar maður tekur þátt í svona stóru verkefni, sérstaklega á þessum aldri, þá myndast tenging sem verður til lífstíðar,“ segir hún. Theodór og Diljá fara með aðalhlutverk í myndbandinu. „Ég mætti á frumsýningu fyrsta tónlistarmyndbands Theó og Tómasar og ég fékk vægast sagt mikið FOMO [e. fear of missing out]. Ég sá bara metnaðinn sem var lagður í myndbandið og hvað Tómas ætlaði sér að sýna að það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi, á skala sem tíðkast ekki hér heima,“ segir Diljá. „Fyrir tilviljun hitti ég Theó svo á Auto og sagði við hann: „Ég mun taka þátt í næsta verkefni“. Ég sá bara strax að þarna væri verið að ögra norminu í íslenskri kvikmyndagerð og vildi ekki missa af. Og viti menn...“ Töfrandi að leika aftur með gömlu félögunum Myndbandið markar líka endurfundi hjá Diljá, Theodóri og Blæ sem unnu náið saman við gerð Hjartasteins. Þrátt fyrir að hafa ekki sést lengi þá smullu þau strax saman. „Það voru algjörir töfrar að fá að leika aftur með Theó og Blæ, þá sérstaklega í byrjunarsenunni í Perlunni. Við krakkarnir í Hjartasteini fórum í gegnum langt æfingarferli fyrir myndina og það var ótrúlegt hvað það var auðvelt að komast í sama tempó og hlustun eins og við vorum vön fyrir tíu árum,“ segir Diljá. Tónlistarmyndbandið var tekið upp í Perlunni. „Svo má ekki gleyma að Daniel Hans sem fór með hlutverk Hauks í myndinni er á fullu með Icelandic Stunts og hann hjálpaði mér með stóra stökkið í myndbandinu sem við æfðum saman,“ segir hún. „Við höfum öll farið mismunandi leiðir, hvort sem það sé í tónlist, leiklist eða háskólanámi. Við erum því miður ekki í miklu sambandi en eins og á settinu fyrir þetta myndband þá eigum við þessa sameiginlegu upplifun sem erfitt er að gleyma eða slíta. Ég gæti ekki verið ánægðari með þau og allt sem þau eru að brillera í!“ Myndbandið er eins og lítil hasarmynd. Kvikmyndabransinn auðmýkjandi og menntaskólaárin erfið Diljá byrjaði aðeins ellefu ára að leika í kvikmyndum og var það hennar mesti draumur. Eftir röð góðra hlutverka tók þó við erfiðara tímabil og missti hún áhugann á leiklistinni. „Kvikmyndabransinn er mjög auðmýkjandi, sérstaklega fyrir ungt fólk. Menntaskólaárin voru erfið því ég var of gömul til að leika krakka en of ung til að leika unga manneskju. Ég henti mér því í leikfélagið í MH og auglýsingar hér og þar,“ segir Diljá um leiklistina. Diljá mundar byssuna út um gluggann. „Í Covid var ég bara orðin dálítið þreytt og áhuginn minn var ekki svona einhliða eins og áður. Mér fannst ég líka þurfa vinna aðeins í sambandinu mínu við kvikmyndagerð og leiklist. Áður tamdi ég mér það að vera undirgefin og vera sem minnst fyrir en það hentar mér bara alls ekki neitt,“ segir hún. Diljá segir það fallega við samstarf sitt og Tómasar vera hvað það einkenndist af mikilli samvinnu. Tómas fagnaði tillögum leikara. „Þetta ferli er líka í fyrsta sinn sem nánast allir eru mínir jafnaldrar. Sú dýnamík var mér óþekkt og hún bjó til annars konar öryggi. Ástríðan mín fyrir kvikmyndaleik, sem lá í dvala öll þessi ár, vaknaði við þessa upplifun og ég er strax farin að leitast eftir verkefnum,“ segir hún. Hoppuðu af Mjölnishúsinu til að undirbúa sig „Ég fór á mína fyrstu „stunt-æfingu“ hjá Jóni Viðari í lok desember 2024. Það var langt í land hjá mér og ég lagði mig alla fram frá byrjun. Þau í „stunt crewinu“ eru öll algjörir fagmenn í þessari bardagalist,“ segir Diljá um tökuferlið sem tók ágætis tíma. Diljá fór á æfingar hjá Icelandic Stunts. „Síðan vorum við að æfa áhættuatriðin, stóra hoppið og bílaeltingaleikinn alveg fram að tökum sem hófust í lok maí,“ segir hún. „Okkur tókst að gera tónlistarmann og dansara að algjörum töffurum. Stelpurnar í „stunt crewinu“ voru mér algjörar fyrirmyndir og hjálpuðu mér ótrúlega mikið. Fyrir stóra hoppið, byrjuðum við að æfa í Parkour Skúrnum og síðan tókum við æfingu þar sem við hoppuðum af Mjölnishúsinu. Það reyndi mikið á andlega, en stunt-teymið sá til þess að allt væri fullkomlega öruggt og framkvæmdin alveg í samræmi við ströngustu öryggisstaðla.“ Stóra hoppið var mjög ógnvekjandi og reyndi andlega á. Hvað kom mest á óvart og hvað var mest krefjandi? „Ég vissi að tökurnar og ferlið væri að fara vera krefjandi, svo samhliða „stunt-æfingunum“ þá var ég líka dugleg að fara í ræktina, stunda yoga og horfa á hasarmyndir,“ segir Diljá. „Það var fátt sem kom mér sérstaklega á óvart. Þetta var svo langt æfingaferli og við vorum öll með metnað og ástríðu og það eitt og sér er ekki létt að innleiða. Mér fannst hins vegar aðdáunarvert hvað allir voru til í þetta ferðalag, allir tilbúnir að vera alla nóttina og mæta svo í vinnu að morgni til. Það var bara ung og björt orka á settinu,“ segir hún að lokum. Hér að neðan má sjá stutta heimildarmynd sem sýnir bak við tjöldin frá tökunum og allan hasarinn sem fylgir slíku. Vert er þó að taka fram að myndin er á ensku. Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Söngvarinn Theodór Pálsson keppti í Idol fyrir nokkrum árum en datt út í milliriðli. Hann lét það ekki stoppa sig og hefur undanfarin ár gefið út tónlist undir listamannsnöfnunum Theo Paula og Paula's. Fyrir tveimur árum gaf hann út lagið „Devil Never Killed“ með gríðarmetnaðarfullu tónlistarmyndbandi innblásnu af Fight Club sem var leikstýrt af Tómasi Nóa Emilssyni og innihélt marga bestu áhættuleikara landsins. Á dögunum gaf Theodór síðan út lagið „She Knows“ og ákváðu þeir Tómas að gera aftur saman tónlistarmyndband nema enn metnaðarfyllra. Theodór hóaði í fyrrverandi mótleikara sína úr Hjartasteini, Blæ Hinriksson og Diljá Valsdóttur, til að fara með stór hlutverk í myndbandinu. Tónlistarmyndbandið við „She Knows“ má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega níutíu þúsund spilanir þegar þetta er skrifað. Jafnframt frumsýnir Vísir nú stutta heimildarmynd um ferlið að baki myndbandinu sem var langt og strangt. Myndast tenging til lífstíðar Blaðamaður heyrði hljóðið í Diljá Valsdóttur til að forvitnast út í leiklistina, tímann eftir Hjartastein, tónlistarmyndbandið og tökurnar og æfingaferlið í kringum það. Hvað kemur til að það sé ráðist í svona metnaðarfullt tónlistarmyndband, er það bara ástríðunnar vegna? „Að miklu leyti fyrir ástríðuna. Tómas Nói Emilsson skrifaði handritið og leikstýrði verkefninu, ásamt því að reyna að fjármagna það og redda öllu. Hann er einstaklega heillandi í framkomu og ástríða hans er smitandi. Það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef maður finnur rétta fólkið,“ segir Diljá. Diljá hafði gaman af því að rifja upp gamla takta. „Það fannst öllum gaman að mæta og skapa í þessu verkefni. Þetta voru langar nætur og mjög óhefðbundinn vinnutími þar sem við flestöll vorum á sama tíma í annarri vinnu. Þrátt fyrir það lögðu allir sig 150 prósent fram og það svo sannarlega skilaði sér.“ Hvernig kemur þú inn í þetta? „Ég lék í Hjartasteini með Theó fyrir næstum tíu árum síðan, og þegar maður tekur þátt í svona stóru verkefni, sérstaklega á þessum aldri, þá myndast tenging sem verður til lífstíðar,“ segir hún. Theodór og Diljá fara með aðalhlutverk í myndbandinu. „Ég mætti á frumsýningu fyrsta tónlistarmyndbands Theó og Tómasar og ég fékk vægast sagt mikið FOMO [e. fear of missing out]. Ég sá bara metnaðinn sem var lagður í myndbandið og hvað Tómas ætlaði sér að sýna að það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi, á skala sem tíðkast ekki hér heima,“ segir Diljá. „Fyrir tilviljun hitti ég Theó svo á Auto og sagði við hann: „Ég mun taka þátt í næsta verkefni“. Ég sá bara strax að þarna væri verið að ögra norminu í íslenskri kvikmyndagerð og vildi ekki missa af. Og viti menn...“ Töfrandi að leika aftur með gömlu félögunum Myndbandið markar líka endurfundi hjá Diljá, Theodóri og Blæ sem unnu náið saman við gerð Hjartasteins. Þrátt fyrir að hafa ekki sést lengi þá smullu þau strax saman. „Það voru algjörir töfrar að fá að leika aftur með Theó og Blæ, þá sérstaklega í byrjunarsenunni í Perlunni. Við krakkarnir í Hjartasteini fórum í gegnum langt æfingarferli fyrir myndina og það var ótrúlegt hvað það var auðvelt að komast í sama tempó og hlustun eins og við vorum vön fyrir tíu árum,“ segir Diljá. Tónlistarmyndbandið var tekið upp í Perlunni. „Svo má ekki gleyma að Daniel Hans sem fór með hlutverk Hauks í myndinni er á fullu með Icelandic Stunts og hann hjálpaði mér með stóra stökkið í myndbandinu sem við æfðum saman,“ segir hún. „Við höfum öll farið mismunandi leiðir, hvort sem það sé í tónlist, leiklist eða háskólanámi. Við erum því miður ekki í miklu sambandi en eins og á settinu fyrir þetta myndband þá eigum við þessa sameiginlegu upplifun sem erfitt er að gleyma eða slíta. Ég gæti ekki verið ánægðari með þau og allt sem þau eru að brillera í!“ Myndbandið er eins og lítil hasarmynd. Kvikmyndabransinn auðmýkjandi og menntaskólaárin erfið Diljá byrjaði aðeins ellefu ára að leika í kvikmyndum og var það hennar mesti draumur. Eftir röð góðra hlutverka tók þó við erfiðara tímabil og missti hún áhugann á leiklistinni. „Kvikmyndabransinn er mjög auðmýkjandi, sérstaklega fyrir ungt fólk. Menntaskólaárin voru erfið því ég var of gömul til að leika krakka en of ung til að leika unga manneskju. Ég henti mér því í leikfélagið í MH og auglýsingar hér og þar,“ segir Diljá um leiklistina. Diljá mundar byssuna út um gluggann. „Í Covid var ég bara orðin dálítið þreytt og áhuginn minn var ekki svona einhliða eins og áður. Mér fannst ég líka þurfa vinna aðeins í sambandinu mínu við kvikmyndagerð og leiklist. Áður tamdi ég mér það að vera undirgefin og vera sem minnst fyrir en það hentar mér bara alls ekki neitt,“ segir hún. Diljá segir það fallega við samstarf sitt og Tómasar vera hvað það einkenndist af mikilli samvinnu. Tómas fagnaði tillögum leikara. „Þetta ferli er líka í fyrsta sinn sem nánast allir eru mínir jafnaldrar. Sú dýnamík var mér óþekkt og hún bjó til annars konar öryggi. Ástríðan mín fyrir kvikmyndaleik, sem lá í dvala öll þessi ár, vaknaði við þessa upplifun og ég er strax farin að leitast eftir verkefnum,“ segir hún. Hoppuðu af Mjölnishúsinu til að undirbúa sig „Ég fór á mína fyrstu „stunt-æfingu“ hjá Jóni Viðari í lok desember 2024. Það var langt í land hjá mér og ég lagði mig alla fram frá byrjun. Þau í „stunt crewinu“ eru öll algjörir fagmenn í þessari bardagalist,“ segir Diljá um tökuferlið sem tók ágætis tíma. Diljá fór á æfingar hjá Icelandic Stunts. „Síðan vorum við að æfa áhættuatriðin, stóra hoppið og bílaeltingaleikinn alveg fram að tökum sem hófust í lok maí,“ segir hún. „Okkur tókst að gera tónlistarmann og dansara að algjörum töffurum. Stelpurnar í „stunt crewinu“ voru mér algjörar fyrirmyndir og hjálpuðu mér ótrúlega mikið. Fyrir stóra hoppið, byrjuðum við að æfa í Parkour Skúrnum og síðan tókum við æfingu þar sem við hoppuðum af Mjölnishúsinu. Það reyndi mikið á andlega, en stunt-teymið sá til þess að allt væri fullkomlega öruggt og framkvæmdin alveg í samræmi við ströngustu öryggisstaðla.“ Stóra hoppið var mjög ógnvekjandi og reyndi andlega á. Hvað kom mest á óvart og hvað var mest krefjandi? „Ég vissi að tökurnar og ferlið væri að fara vera krefjandi, svo samhliða „stunt-æfingunum“ þá var ég líka dugleg að fara í ræktina, stunda yoga og horfa á hasarmyndir,“ segir Diljá. „Það var fátt sem kom mér sérstaklega á óvart. Þetta var svo langt æfingaferli og við vorum öll með metnað og ástríðu og það eitt og sér er ekki létt að innleiða. Mér fannst hins vegar aðdáunarvert hvað allir voru til í þetta ferðalag, allir tilbúnir að vera alla nóttina og mæta svo í vinnu að morgni til. Það var bara ung og björt orka á settinu,“ segir hún að lokum. Hér að neðan má sjá stutta heimildarmynd sem sýnir bak við tjöldin frá tökunum og allan hasarinn sem fylgir slíku. Vert er þó að taka fram að myndin er á ensku.
Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira