Körfubolti

Hilmar með fínan leik í bikarsigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson fór beint af EM til Litháen eftir að hafa gengið til liðs við Jonava frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í sumar.
Hilmar Smári Henningsson fór beint af EM til Litháen eftir að hafa gengið til liðs við Jonava frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í sumar. Getty/Marcin Golba

Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava unnu sannfærandi sigur í litháska Kónungsbikarnum í körfubolta í kvöld.

Jonava vann leikinn á endanum með fimmtán stigum, 97-82, og hefur nú unnið tvo leiki í röð í bikarkeppninni sem byrjar með riðlakeppni. Jonava er með fjóra sigra í átta leikjum og deilir þriðja sætinu í riðlinum.

Íslenski landsliðsbakvörðurinn skilaði sínu í leiknum.

Hilmar var með 10 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann hitti úr 3 af 8 skotum sínum, þar af tveimur af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna.

Hilmar skilaði þessum tölum á aðeins átján mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×