„Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2025 08:46 Anna Bergljót lék Þöll í Hróa hetti í sumar. Hún er hér í rauðu lengst til vinstri. Með henni á myndinni eru Andrea Ösp Karlsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Aðsend Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón greitt árlega frá Spotify fyrir spilanir. Hópurinn er með um 35 þúsund hlustendur á síðasta ári og tæpar þrjár milljónir spilana á Spotify þar hægt er að hlusta á öll leikrit hópsins. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu síðustu ár og hefur þess í stað endurnýtt eldri leikrit. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega. Leikhópurinn Lotta var stofnaður fyrir um tuttugu árum og setur árlega upp barnasýningu í Elliðaárdalnum auk þess sem meðlimir hópsins sýna allan ársins hring í skólum, leikskólum og vinnustöðum. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu frá því fyrir heimsfaraldur Covid og hefur þess í stað endurnýtt þau leikrit sem þau hafa sett upp áður. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega. Það vanti um fimm til sjö milljónir upp á að hægt sé að setja upp nýtt leikrit. Hópurinn bíður þess nú að tilkynnt verði um listamannalaun fyrir sviðslistamenn en ávallt er tilkynnt um það í janúar. Hópurinn hefur einu sinni fengið listamannalaun, það var árið 2018 þegar þau fengu tuttugu mánuði. Andrea Ösp Karlsdóttir og Anna Bergljót Thorarensen með nýja bók sína um Skjóðu. Aðsend Tekjur hópsins koma aðallega frá sumarsýningum en Anna Bergljót segir hópinn einnig fá styrki frá fjölmörgum sveitarfélögum. Þau greiði til dæmis ferðakostnað eða gistingu fyrir leikhópinn þegar þau ferðast um landið. „Við vorum rosalega sterk í útgáfu á geisladiskum, miklu lengur heldur en geisladiskar , en svo hættu framleiðendur geislaspilara að selja þá á Íslandi þannig sá markaður dó eiginlega bara við það. Eftir það erum við alveg komin inn á Spotify,“ segir hún en margir foreldrar leikskólabarna urðu ef til vill varir við það í síðustu viku þegar streymisveitan birti topplista notenda að Leikhópurinn Lotta var þar ofarlega á lista. Storytel greiði betur en Spotify Hún segir leikritin einnig inni á Storytel en það sé miklu meira hlustað á þau á Spotify. Storytel greiði þó betur fyrir hverja hlustun. „Það er náttúrulega stórmerkilegt að tala um hvað leikritin hafa mikla hlustun, því að Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón árlega frá Spotify fyrir hlustanir,“ segir hún og að þeim peningum sé deilt á milli leikaranna og samanlagt séu það um tuttugu leikarar sem eigi efnið sem er inni á streymisveitunni. Allur hópurinn samankominn á tilnefningahátíð Grímunnar í ár. Aðsend „Þannig að þetta hljómar eins og þetta sé eitthvað geggjað, en það er það þá ekki. Það er alveg merkilega lítið sem kemur út úr hverri spilun.“ Hún segir þetta mjög ólíkt því sem var þegar geisladiskasalan var. Þá hafi þau verið að fá árlega um sjö milljónir bara út úr því. „Þá var þetta upphæð sem skipti máli en núna, eftir að þetta er komið stafrænt inn, þá er þetta bara skammarlega lítill peningur. Þannig þetta er gríðarleg tekjuskerðing og ein af ástæðum þess að það er miklu erfiðara að halda úti leikhópnum Lottu heldur en það var áður.“ Gott gamalt efni en langar að gera nýtt Hún segir svo ægilega dýrt að setja upp nýtt leikrit og því hafi þau, allt frá heimsfaraldri Covid, endurnýtt leikrit. „Sem betur fer er þetta gott efni, sem við erum ánægð með, og auðvitað endurnýjast alltaf markhópurinn. Það koma alltaf ný börn sem okkur finnst eiga skilið að sjá þessi verk. En auðvitað langar okkur að gera það sem við vorum að gera í gamla daga, að framleiða alltaf nýtt verk á hverju ári.“ Hópurinn á Þórbergssetri í sumar. Aðsend Síðasta sumar setti hópurinn upp Hróa Hött og sumarið fyrir það Bangsímon, sem var nýtt. Anna Bergljót segir að það sumar hafi þau vonast til þess að vera búin að koma hópnum á réttan kjöl en hafi svo endað á því að fara út úr sumrinu með frekar léleg laun. „Þannig að núna hefur í rauninni bara verið tekin ákvörðun um að þangað til við fáum einhvers konar styrk til þess að halda, þá verðum við bara að vera í endurnýtingunni. Við getum látið Excel-skjalið ganga upp með því að setja upp gömul verk. Þannig að við getum annaðhvort verið að nýta upptökurnar af lögunum sem við erum með og jafnvel einhverja búninga.“ Anna Bergljót segir þetta auðvitað ekkert einsdæmi í leikhúsi á Íslandi. Það sé í raun allt styrkt með einhverjum hætti. Þjóðleikhúsið af ríkinu, Borgarleikhúsið af borginni og svo séu sjálfstæðir leikhópar á styrkjum í gegnum listamannalaun og sviðslistasjóð. „Fæstir geta farið af stað í framleiðslu nema fá þetta. Almennt séð þá rekur íslenskt leikhús sig ekki. Það er bara þannig, þú sérð varla leikhús nema það sé ríkisstyrkt.“ Hún segir leikhópinn hafa fengið góða styrki frá sveitarfélögum víða um land með því að greiða ferðakostnað, gistingu eða jafnvel kaupa sýninguna og bjóði íbúum og gestum á til dæmis bæjarhátíðum. Leikhópurinn gæti til dæmis aldrei ferðast um landið án þess að fá þessa styrki. „Það er í rauninni bara forsenda fyrir því að við getum starfað. Við erum að fá styrk frá sveitarfélögunum og þá vil ég því að minni sveitarfélögum, því að Reykjavík og Kópavogur til dæmis, þau hafa aldrei styrkt okkur,“ segir hún og að til dæmis sé það Orkuveita Reykjavíkur sem leyfi þeim að nýta svæðið í Elliðaárdalnum á sumrin án þess að þau greiði fyrir það. „Þannig að þær eru í rauninni ekki í gegnum Reykjavíkurborg, þó að borgin eigi Orkuveituna.“ Leikararnir í Hróa Hetti á ferð og flugi í sumar. Aðsend Anna Bergljót segir tvær sýningar koma til greina fyrir sýningu næsta sumar. „Við erum að hoppa á milli tveggja sem við getum ekki valið á milli. Þær hafa báðar verið áður og það ræðst kannski dálítið af því hverjir ætla að vera með. Það er alltaf pínulítið breytilegt á milli ára.“ Stundum detti fólk út vegna annarrar vinnu en svo hafi barneignir einnig áhrif. „Þetta getur verið ansi erfitt með pínulítil börn, en ég var einmitt sjálf með á síðasta ári. Og þá þakkaði ég bara mínum þremur, fjögurra, sex og níu ára í hérna hjólhýsið, tók þau með allan hringinn,“ segir hún en Anna Bergljót lék Þöll í sumar. Hún segir þó alveg skýrt að þó svo að hópurinn fái styrk í janúar geti það aldrei nýst þeim fyrir leikrit sem er sýnt næsta sumar. Það sé mikil vinna að setja saman svona leikrit og því yrði sá styrkur til að setja upp nýtt leikrit sumarið 2027. „Við getum ekki svona seint farið af stað með alla framleiðsluna. Þetta er ekki bara leikrit heldur eru það líka öll lögin, textarnir og leikmynd, sem sagt allt er komið. Hún þarf að vera tilbúin 1. apríl þegar við byrjum að æfa. Þá er þetta orðið allt of stuttur tími til þess að fara í nýja framleiðslu. En við erum bara að krossa fingur og vona að við fáum styrk til þess að halda áfram að búa til eitthvað nýtt „Við erum einn af mjög fáum leikhópum sem hafa verið starfandi í svona mörg ár. Einmitt vegna þess að rekstrarumhverfið er mjög erfitt, og það gerir þetta að mörgu leyti ennþá meira svekkjandi af því að það er svo lítill peningur sem við þurfum til að þetta gangi upp. Okkur vantar á milli fimm til sjö milljónir til þess að þetta gangi upp. Það er ekki það sem þetta kostar, þetta kostar í kringum 40. En okkur vantar bara fimm til sjö milljónir til að geta borgað listamönnunum okkar mannsæmandi laun,“ segir hún og heldur áfram: „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum, enda erum við öll í öðrum vinnum og vinnum mikið meðfram því sem við erum að gera. Það er allt glamúrlífið.“ Hún segir svo jólin aðra vertíð. Þá sé hópurinn með skemmtanir á jólaböllum en það sé ekki sett inn í verkefni sumarsins heldur sé leikurum greitt fyrir hvert verkefni sem þau taka að sér. Mikilvægt að börn upplifi ævintýrin á íslensku Anna Bergljót telur einnig mikilvægt þegar sífellt er talað um mikilvægi þess að halda íslensku á lofti að styðja við barnasýningar eins og þeirra. „Það skiptir miklu máli að börnin okkar séu að hlusta á íslensku og séu að nota íslensku, séu að upplifa ævintýrin og sögurnar á sínu móðurmáli, á íslenskunni. Í því samhengi finnst okkur þetta kannski vera lítill styrkur sem að skilar sér margfalt.“ Leikhús Menning Börn og uppeldi Streymisveitur Spotify Tónlist Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Leikhópurinn Lotta var stofnaður fyrir um tuttugu árum og setur árlega upp barnasýningu í Elliðaárdalnum auk þess sem meðlimir hópsins sýna allan ársins hring í skólum, leikskólum og vinnustöðum. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu frá því fyrir heimsfaraldur Covid og hefur þess í stað endurnýtt þau leikrit sem þau hafa sett upp áður. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega. Það vanti um fimm til sjö milljónir upp á að hægt sé að setja upp nýtt leikrit. Hópurinn bíður þess nú að tilkynnt verði um listamannalaun fyrir sviðslistamenn en ávallt er tilkynnt um það í janúar. Hópurinn hefur einu sinni fengið listamannalaun, það var árið 2018 þegar þau fengu tuttugu mánuði. Andrea Ösp Karlsdóttir og Anna Bergljót Thorarensen með nýja bók sína um Skjóðu. Aðsend Tekjur hópsins koma aðallega frá sumarsýningum en Anna Bergljót segir hópinn einnig fá styrki frá fjölmörgum sveitarfélögum. Þau greiði til dæmis ferðakostnað eða gistingu fyrir leikhópinn þegar þau ferðast um landið. „Við vorum rosalega sterk í útgáfu á geisladiskum, miklu lengur heldur en geisladiskar , en svo hættu framleiðendur geislaspilara að selja þá á Íslandi þannig sá markaður dó eiginlega bara við það. Eftir það erum við alveg komin inn á Spotify,“ segir hún en margir foreldrar leikskólabarna urðu ef til vill varir við það í síðustu viku þegar streymisveitan birti topplista notenda að Leikhópurinn Lotta var þar ofarlega á lista. Storytel greiði betur en Spotify Hún segir leikritin einnig inni á Storytel en það sé miklu meira hlustað á þau á Spotify. Storytel greiði þó betur fyrir hverja hlustun. „Það er náttúrulega stórmerkilegt að tala um hvað leikritin hafa mikla hlustun, því að Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón árlega frá Spotify fyrir hlustanir,“ segir hún og að þeim peningum sé deilt á milli leikaranna og samanlagt séu það um tuttugu leikarar sem eigi efnið sem er inni á streymisveitunni. Allur hópurinn samankominn á tilnefningahátíð Grímunnar í ár. Aðsend „Þannig að þetta hljómar eins og þetta sé eitthvað geggjað, en það er það þá ekki. Það er alveg merkilega lítið sem kemur út úr hverri spilun.“ Hún segir þetta mjög ólíkt því sem var þegar geisladiskasalan var. Þá hafi þau verið að fá árlega um sjö milljónir bara út úr því. „Þá var þetta upphæð sem skipti máli en núna, eftir að þetta er komið stafrænt inn, þá er þetta bara skammarlega lítill peningur. Þannig þetta er gríðarleg tekjuskerðing og ein af ástæðum þess að það er miklu erfiðara að halda úti leikhópnum Lottu heldur en það var áður.“ Gott gamalt efni en langar að gera nýtt Hún segir svo ægilega dýrt að setja upp nýtt leikrit og því hafi þau, allt frá heimsfaraldri Covid, endurnýtt leikrit. „Sem betur fer er þetta gott efni, sem við erum ánægð með, og auðvitað endurnýjast alltaf markhópurinn. Það koma alltaf ný börn sem okkur finnst eiga skilið að sjá þessi verk. En auðvitað langar okkur að gera það sem við vorum að gera í gamla daga, að framleiða alltaf nýtt verk á hverju ári.“ Hópurinn á Þórbergssetri í sumar. Aðsend Síðasta sumar setti hópurinn upp Hróa Hött og sumarið fyrir það Bangsímon, sem var nýtt. Anna Bergljót segir að það sumar hafi þau vonast til þess að vera búin að koma hópnum á réttan kjöl en hafi svo endað á því að fara út úr sumrinu með frekar léleg laun. „Þannig að núna hefur í rauninni bara verið tekin ákvörðun um að þangað til við fáum einhvers konar styrk til þess að halda, þá verðum við bara að vera í endurnýtingunni. Við getum látið Excel-skjalið ganga upp með því að setja upp gömul verk. Þannig að við getum annaðhvort verið að nýta upptökurnar af lögunum sem við erum með og jafnvel einhverja búninga.“ Anna Bergljót segir þetta auðvitað ekkert einsdæmi í leikhúsi á Íslandi. Það sé í raun allt styrkt með einhverjum hætti. Þjóðleikhúsið af ríkinu, Borgarleikhúsið af borginni og svo séu sjálfstæðir leikhópar á styrkjum í gegnum listamannalaun og sviðslistasjóð. „Fæstir geta farið af stað í framleiðslu nema fá þetta. Almennt séð þá rekur íslenskt leikhús sig ekki. Það er bara þannig, þú sérð varla leikhús nema það sé ríkisstyrkt.“ Hún segir leikhópinn hafa fengið góða styrki frá sveitarfélögum víða um land með því að greiða ferðakostnað, gistingu eða jafnvel kaupa sýninguna og bjóði íbúum og gestum á til dæmis bæjarhátíðum. Leikhópurinn gæti til dæmis aldrei ferðast um landið án þess að fá þessa styrki. „Það er í rauninni bara forsenda fyrir því að við getum starfað. Við erum að fá styrk frá sveitarfélögunum og þá vil ég því að minni sveitarfélögum, því að Reykjavík og Kópavogur til dæmis, þau hafa aldrei styrkt okkur,“ segir hún og að til dæmis sé það Orkuveita Reykjavíkur sem leyfi þeim að nýta svæðið í Elliðaárdalnum á sumrin án þess að þau greiði fyrir það. „Þannig að þær eru í rauninni ekki í gegnum Reykjavíkurborg, þó að borgin eigi Orkuveituna.“ Leikararnir í Hróa Hetti á ferð og flugi í sumar. Aðsend Anna Bergljót segir tvær sýningar koma til greina fyrir sýningu næsta sumar. „Við erum að hoppa á milli tveggja sem við getum ekki valið á milli. Þær hafa báðar verið áður og það ræðst kannski dálítið af því hverjir ætla að vera með. Það er alltaf pínulítið breytilegt á milli ára.“ Stundum detti fólk út vegna annarrar vinnu en svo hafi barneignir einnig áhrif. „Þetta getur verið ansi erfitt með pínulítil börn, en ég var einmitt sjálf með á síðasta ári. Og þá þakkaði ég bara mínum þremur, fjögurra, sex og níu ára í hérna hjólhýsið, tók þau með allan hringinn,“ segir hún en Anna Bergljót lék Þöll í sumar. Hún segir þó alveg skýrt að þó svo að hópurinn fái styrk í janúar geti það aldrei nýst þeim fyrir leikrit sem er sýnt næsta sumar. Það sé mikil vinna að setja saman svona leikrit og því yrði sá styrkur til að setja upp nýtt leikrit sumarið 2027. „Við getum ekki svona seint farið af stað með alla framleiðsluna. Þetta er ekki bara leikrit heldur eru það líka öll lögin, textarnir og leikmynd, sem sagt allt er komið. Hún þarf að vera tilbúin 1. apríl þegar við byrjum að æfa. Þá er þetta orðið allt of stuttur tími til þess að fara í nýja framleiðslu. En við erum bara að krossa fingur og vona að við fáum styrk til þess að halda áfram að búa til eitthvað nýtt „Við erum einn af mjög fáum leikhópum sem hafa verið starfandi í svona mörg ár. Einmitt vegna þess að rekstrarumhverfið er mjög erfitt, og það gerir þetta að mörgu leyti ennþá meira svekkjandi af því að það er svo lítill peningur sem við þurfum til að þetta gangi upp. Okkur vantar á milli fimm til sjö milljónir til þess að þetta gangi upp. Það er ekki það sem þetta kostar, þetta kostar í kringum 40. En okkur vantar bara fimm til sjö milljónir til að geta borgað listamönnunum okkar mannsæmandi laun,“ segir hún og heldur áfram: „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum, enda erum við öll í öðrum vinnum og vinnum mikið meðfram því sem við erum að gera. Það er allt glamúrlífið.“ Hún segir svo jólin aðra vertíð. Þá sé hópurinn með skemmtanir á jólaböllum en það sé ekki sett inn í verkefni sumarsins heldur sé leikurum greitt fyrir hvert verkefni sem þau taka að sér. Mikilvægt að börn upplifi ævintýrin á íslensku Anna Bergljót telur einnig mikilvægt þegar sífellt er talað um mikilvægi þess að halda íslensku á lofti að styðja við barnasýningar eins og þeirra. „Það skiptir miklu máli að börnin okkar séu að hlusta á íslensku og séu að nota íslensku, séu að upplifa ævintýrin og sögurnar á sínu móðurmáli, á íslenskunni. Í því samhengi finnst okkur þetta kannski vera lítill styrkur sem að skilar sér margfalt.“
Leikhús Menning Börn og uppeldi Streymisveitur Spotify Tónlist Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira