Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2025 17:18 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar einu af átján mörkum sínum á heimsmeistaramótinu. Getty/Marco Wolf Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir er ein af tólf leikmönnum sem hafa verið tilefndir til verðlaunanna „Besti ungi leikmaðurinn á HM í handbolta 2025.“ Alþjóðahandboltasambandið greinir frá þessu á miðlum sínum en þessi verðlaun eru ætluð bestu keppendum undir 21 árs aldri og beina kastljósinu að ungum afburðaleikmönnum. Að lokinni forkeppni mótsins hafa sérfræðingar í þjálfara- og aðferðanefnd IHF valið tólf leikmenn sem koma til greina til verðlaunanna. Sigurvegarinn verður valinn í úrvalslið heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2025. Elín Klara hlaut náð fyrir augum dómnefndarinnar en Hafnfirðingurinn kraftmikli er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og öðru stórmóti. Hún missti grátlega af síðasta heimsmeistaramóti en hefur verið í risastóru hlutverki hjá íslenska liðinu á þessu móti. „Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur leikið með öllum yngri landsliðum þjóðar sinnar og keppt á mörgum heimsmeistaramótum unglinga og yngri flokka hjá IHF. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2022 og tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna 2023, sem veitti henni dýrmæta alþjóðlega reynslu fyrir mótið í Þýskalandi/Hollandi 2025,“ segir í umfjöllun um val hennar en það er þó alveg rétt því Elín Klara missti af HM 2023 vegna meiðsla. Hún spilaði aftur á móti á EM í fyrra og fékk þá mjög dýrmæta reynslu sem nýtist henni á þessu móti. „Þessi lágvaxni miðjumaður, sem er aðeins 1,69 m á hæð, hefur skorað 12 mörk í forkeppninni og verið burðarásinn í sóknarleik íslenska liðsins,“ segir um Elínu á heimasíðu IHF. Elín Klara er með átján mörk og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu fimm leikjum íslenska liðsins sem gera 3,6 mörk að meðaltali í leik. Hún hefur gefið fjórar stoðsendingar og þar með komið með beinum hætti að 22 mörkum íslenska liðsins. Danmörk, Spánn, Frakkland, Þýskaland (2 leikmenn), Ungverjaland, Holland, Rúmenía, Svíþjóð og Sviss (2 leikmenn) eiga öll leikmann sem eru á lista með Elínu Klöru en það má lesa meira um það hér. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Alþjóðahandboltasambandið greinir frá þessu á miðlum sínum en þessi verðlaun eru ætluð bestu keppendum undir 21 árs aldri og beina kastljósinu að ungum afburðaleikmönnum. Að lokinni forkeppni mótsins hafa sérfræðingar í þjálfara- og aðferðanefnd IHF valið tólf leikmenn sem koma til greina til verðlaunanna. Sigurvegarinn verður valinn í úrvalslið heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2025. Elín Klara hlaut náð fyrir augum dómnefndarinnar en Hafnfirðingurinn kraftmikli er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og öðru stórmóti. Hún missti grátlega af síðasta heimsmeistaramóti en hefur verið í risastóru hlutverki hjá íslenska liðinu á þessu móti. „Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur leikið með öllum yngri landsliðum þjóðar sinnar og keppt á mörgum heimsmeistaramótum unglinga og yngri flokka hjá IHF. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2022 og tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna 2023, sem veitti henni dýrmæta alþjóðlega reynslu fyrir mótið í Þýskalandi/Hollandi 2025,“ segir í umfjöllun um val hennar en það er þó alveg rétt því Elín Klara missti af HM 2023 vegna meiðsla. Hún spilaði aftur á móti á EM í fyrra og fékk þá mjög dýrmæta reynslu sem nýtist henni á þessu móti. „Þessi lágvaxni miðjumaður, sem er aðeins 1,69 m á hæð, hefur skorað 12 mörk í forkeppninni og verið burðarásinn í sóknarleik íslenska liðsins,“ segir um Elínu á heimasíðu IHF. Elín Klara er með átján mörk og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu fimm leikjum íslenska liðsins sem gera 3,6 mörk að meðaltali í leik. Hún hefur gefið fjórar stoðsendingar og þar með komið með beinum hætti að 22 mörkum íslenska liðsins. Danmörk, Spánn, Frakkland, Þýskaland (2 leikmenn), Ungverjaland, Holland, Rúmenía, Svíþjóð og Sviss (2 leikmenn) eiga öll leikmann sem eru á lista með Elínu Klöru en það má lesa meira um það hér.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira