Handbolti

Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson var í stuði í leiknum í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson var í stuði í leiknum í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Arnór Viðarsson átti stórleik í sænska handboltanum í kvöld og eldri bróðir hans Elliði Snær Viðarsson var líka að spila mjög vel í þýsku bundesligunni.

Hvorugur bróðirinn náði þó að fagna sigri því lið þeirra gerðu bæði jafntefli.

Elliði Snær Viðarsson og félagar í Gummersbach gerðu jafntefli í íslenskum þjálfaraslag á móti Bergischer HC.

Lærisveinar Arnórs Þórs Gunnarssonar í Bergischer HC heimsóttu Guðjón Val og hans menn í Gummersbach. Gummersback var 29-28 yfir en leikmönnum Bergischer HC tókst að jafna og tryggja sér stig.

Bergischer HC var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, en heimamenn komu til baka í þeim síðari.

Elliði Snær var frábær með átta mörk úr aðeins níu skotum en hann var markahæstur í sínu liði. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað en fékk einn brottrekstur.

Johannes Wasielewski tryggði mönnum Arnórs jafntefli í blálokin en Sören Steinhaus var markahæstur með tíu mörk.

Gummersbach er í fimmta sæti eftir tvö jafntefli í röð og Bergischer HC er í fimmtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×