Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. desember 2025 09:02 Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega þegar það fékk smá frí í gær. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira