Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 12:31 Annika ætlaði sér að vera með á fyrsta HM færeyska liðsins og það tókst. Skjáskot/kvf.fo Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Annika Fríðheim Petersen spilar á HM í handbolta í Þýskalandi þrátt fyrir að vera með tæplega tveggja og hálfs mánaðar gamalt barn á brjósti. Annika, sem gæti því mætt Íslandi í lokaleik stelpnanna okkar á mótinu í kvöld, hafði snemma sett sér það markmið að spila á HM enda um að ræða fyrsta heimsmeistaramót færeyska kvennalandsliðsins. Annika þekkir til á Íslandi en hún varði mark Hauka á árunum 2020 til 2022. Hún var meðvituð um að vissulega þyrfti allt að ganga upp en það gekk eftir og hún mætti með dóttur sína og mann á mótið. „Það er öðruvísi. Ég hef vanist því með landsliðinu að geta einbeitt mér algjörlega að verkefninu og geta gert það sem ég vildi. Mætt á fundi án þess að þurfa að spá í næstu brjóstagjöf,“ sagði Annika hress við Kringvarpið í Færeyjum fyrir viku. Annika segir það vissulega sérstakt að þurfa að huga að brjóstagjöf eftir leiki á HM.Skjáskot/kvf.fo Hún hefur spilað þrjá leiki af fimm til þessa á HM og varið 15 af 51 skotum, samkvæmt tölfræði IHF, sem gerir 29% markvörslu. Hún þarf hins vegar hvíld á milli leikja og óvíst að hún spili gegn Íslandi í kvöld, klukkan 19:30. „Ég var meðvituð um það á meðgöngunni að gera styrktaræfingar. Þannig gekk það hraðar að komast aftur í líkamlegt form. Svo hef ég beint áhuganum í þetta og einbeitt mér að markmiðinu, að stefna að HM strax eftir fæðingu. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en um leið og ég var búin að ná mér fór ég aftur að æfa Ég er kannski ekki komin í mitt besta form, ég hef minna úthald og líkaminn er ekki alveg eins og hann var. Stundum virkar líkaminn ekki í takt við hugann og því þarf ég að vera enn klókari á vellinum,“ sagði Annika. HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Hafdís Renötudóttir er hæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Hún prófaði einu sinni að vera skytta en var send strax aftur í markið. 6. desember 2025 10:01 Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. 6. desember 2025 09:02 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Annika, sem gæti því mætt Íslandi í lokaleik stelpnanna okkar á mótinu í kvöld, hafði snemma sett sér það markmið að spila á HM enda um að ræða fyrsta heimsmeistaramót færeyska kvennalandsliðsins. Annika þekkir til á Íslandi en hún varði mark Hauka á árunum 2020 til 2022. Hún var meðvituð um að vissulega þyrfti allt að ganga upp en það gekk eftir og hún mætti með dóttur sína og mann á mótið. „Það er öðruvísi. Ég hef vanist því með landsliðinu að geta einbeitt mér algjörlega að verkefninu og geta gert það sem ég vildi. Mætt á fundi án þess að þurfa að spá í næstu brjóstagjöf,“ sagði Annika hress við Kringvarpið í Færeyjum fyrir viku. Annika segir það vissulega sérstakt að þurfa að huga að brjóstagjöf eftir leiki á HM.Skjáskot/kvf.fo Hún hefur spilað þrjá leiki af fimm til þessa á HM og varið 15 af 51 skotum, samkvæmt tölfræði IHF, sem gerir 29% markvörslu. Hún þarf hins vegar hvíld á milli leikja og óvíst að hún spili gegn Íslandi í kvöld, klukkan 19:30. „Ég var meðvituð um það á meðgöngunni að gera styrktaræfingar. Þannig gekk það hraðar að komast aftur í líkamlegt form. Svo hef ég beint áhuganum í þetta og einbeitt mér að markmiðinu, að stefna að HM strax eftir fæðingu. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en um leið og ég var búin að ná mér fór ég aftur að æfa Ég er kannski ekki komin í mitt besta form, ég hef minna úthald og líkaminn er ekki alveg eins og hann var. Stundum virkar líkaminn ekki í takt við hugann og því þarf ég að vera enn klókari á vellinum,“ sagði Annika.
HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Hafdís Renötudóttir er hæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Hún prófaði einu sinni að vera skytta en var send strax aftur í markið. 6. desember 2025 10:01 Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. 6. desember 2025 09:02 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
„Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Hafdís Renötudóttir er hæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Hún prófaði einu sinni að vera skytta en var send strax aftur í markið. 6. desember 2025 10:01
Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. 6. desember 2025 09:02