Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:39 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður. Vísir/Vilhelm „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista. Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista.
Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira