Enski boltinn

Salah enn á bekknum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mohamed Salah byrjar á bekknum þriðja leikinn í röð.
Mohamed Salah byrjar á bekknum þriðja leikinn í röð. Getty/Justin Setterfield

Mohamed Salah situr áfram á varamannabekk Liverpool, þriðja leikinn í röð, er liðið sækir Leeds United heim í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.

Arne Slot, þjálfari Liverpool, gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Liverpool frá 1-1 jafntefli við Sunderland í miðri viku. Salah er þó ekki þar á meðal og verður að gera sér sæti á bekknum að góðu.

Milos Kerkez og Conor Bradley manna bakvarðastöðurnar í stað þeirra Andy Robertson og Joe Gomez. Curtis Jones er á miðjunni í stað Alexis Mac Allister og Hugo Ekitike byrjar fremstur í stað Alexanders Isak.

Leedsarar mæta til leiks fullir sjálfstrausts eftir frábæran sigur á Chelsea í miðri viku á meðan Poolarar hafa átt í miklum vandræðum.

Leikur liðanna hefst klukkan 17:30 og er sýndur beint á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×