Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Valur Páll Eiríksson skrifar 6. desember 2025 17:02 Andri Lucas gat ekki klárað leik dagsins, frekar en aðrir leikmenn. Getty/Alex Dodd Andri Lucas Guðjohnsen var að venju í byrjunarliði Blackburn Rovers þegar liðið mætti Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag. Ekki tókst að klára leik dagsins. Andri Lucas byrjaði leikinn og Blackburn leiddi hann 1-0 þökk sé marki félaga hans í framlínunni, Japanans Yuki Ohashi, þegar dró til tíðinda. Mikil rigning hefur verið í Blackburn og var Ewood Park hreinlega orðinn óleikhæfur eftir um 60 mínútna leik. Dómari leiksins stöðvaði hann í um korter til að meta ástand vallarins. For the second time this season, Blackburn Rovers have had a match abandoned at Ewood Park due to a waterlogged pitch. ☔Blackburn were leading Sheffield Wednesday 1-0 - the same scoreline as when it happened against Ipswich Town. pic.twitter.com/p8rqIb4vez— Match of the Day (@BBCMOTD) December 6, 2025 Gert var að grasinu en það dugði skammt. Dómari leiksins gerði tilraun til að láta bolta skoppa á grasinu en hann steindrapst á gegndrepa grasinu. Flöturinn á Ewood Park virðist drena illa þar sem þetta er í annað skipti á leiktíðinni sem flauta þarf leik af vegna bleytu. Það gerðist einnig í leik við Ipswich í lok september. Sá var flautaður af þegar 10 mínútur voru eftir en þurfti hins vegar að spila hann allan aftur. Óljóst er hvernig tekist verður á við leik dagsins - hvort spilaður verði síðasti hálftíminn þegar aðstæður leyfa eða hvort leika þurfi allan leikinn upp á nýtt. Stefán Teitur Þórðarson spilaði fyrstu 60 mínúturnar fyrir Preston sem tók á móti Wrexham á Deepdale. Þeim leik lauk 1-1. Willum Þór Willumsson er enn meiddur og spilaði ekki í 3-1 tapi Birmingham City fyrir Southampton á St. Mary's. Jason Daði Svanþórsson var ekki í leikmannahópi Grimsby sem vann 4-0 á utandeildarliði Wealdstone í enska bikarnum og Benóný Breki Andrésson var sömuleiðis utan hóps Stockport County í leik við Cambridge United. Framlengja þarf þann leik þar sem staðan var markalaus eftir 90 mínútur. Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Andri Lucas byrjaði leikinn og Blackburn leiddi hann 1-0 þökk sé marki félaga hans í framlínunni, Japanans Yuki Ohashi, þegar dró til tíðinda. Mikil rigning hefur verið í Blackburn og var Ewood Park hreinlega orðinn óleikhæfur eftir um 60 mínútna leik. Dómari leiksins stöðvaði hann í um korter til að meta ástand vallarins. For the second time this season, Blackburn Rovers have had a match abandoned at Ewood Park due to a waterlogged pitch. ☔Blackburn were leading Sheffield Wednesday 1-0 - the same scoreline as when it happened against Ipswich Town. pic.twitter.com/p8rqIb4vez— Match of the Day (@BBCMOTD) December 6, 2025 Gert var að grasinu en það dugði skammt. Dómari leiksins gerði tilraun til að láta bolta skoppa á grasinu en hann steindrapst á gegndrepa grasinu. Flöturinn á Ewood Park virðist drena illa þar sem þetta er í annað skipti á leiktíðinni sem flauta þarf leik af vegna bleytu. Það gerðist einnig í leik við Ipswich í lok september. Sá var flautaður af þegar 10 mínútur voru eftir en þurfti hins vegar að spila hann allan aftur. Óljóst er hvernig tekist verður á við leik dagsins - hvort spilaður verði síðasti hálftíminn þegar aðstæður leyfa eða hvort leika þurfi allan leikinn upp á nýtt. Stefán Teitur Þórðarson spilaði fyrstu 60 mínúturnar fyrir Preston sem tók á móti Wrexham á Deepdale. Þeim leik lauk 1-1. Willum Þór Willumsson er enn meiddur og spilaði ekki í 3-1 tapi Birmingham City fyrir Southampton á St. Mary's. Jason Daði Svanþórsson var ekki í leikmannahópi Grimsby sem vann 4-0 á utandeildarliði Wealdstone í enska bikarnum og Benóný Breki Andrésson var sömuleiðis utan hóps Stockport County í leik við Cambridge United. Framlengja þarf þann leik þar sem staðan var markalaus eftir 90 mínútur.
Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira