Handbolti

13 mörk Andra dugðu skammt gegn frá­bærum Hauki

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haukur Þrastarson kom að 16 mörkum í kvöld.
Haukur Þrastarson kom að 16 mörkum í kvöld.

Rhein Neckar Löwen vann öruggan heimasigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslenskir landsliðsmenn drógu vagninn fyrir sín lið.

Haukur Þrastarson er leikmaður Löwen en Andri Már Rúnarsson leikur fyrir Erlangen. Óhætt er að segja að þeir hafi staðið upp úr í leik kvöldsins.

Löwen komst yfir snemma leiks og var skrefi á undan lengst af. Eftir því sem leið á hálfleikinn jók liðið svo muninn.

Haukur skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks, hans fimmta í leiknum, til að veita Löwen 18-14 forystu í hléi. Í fyrri hálfleiknum hafði Andri Már skoraði níu af 14 mörkum Erlangen í fyrri hálfleiknum.

Erlangen tókst ekki að koma spennu í leikinn eftir hlé og Löwen var komið tíu mörkum yfir um síðari hálfleikinn miðjan.

Leiknum lauk 35-27 fyrir Löwen og er liðið eftir sigurinn með 14 stig í níunda sæti deildarinnar. Erlangen er með ellefu stig í tólfta sæti.

Andri Már var lang markahæstur á vellinum í kvöld með 13 mörk, og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Haukur var lengi vel markahæstur Löwen manna en lauk leik með sjö mörk og heilar níu stoðsendingar. Margar þeirra á Jannik Kohlbacher sem var markahæstur Löwenliða með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×