Enski boltinn

Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ef einhvern tíma er tilefni til að fagna með hornfánanum.
Ef einhvern tíma er tilefni til að fagna með hornfánanum. Owen Humphreys/PA Images via Getty Images

Þau vantaði ekki mörkin í enska boltanum á Sýn Sport í dag. Mörg hver skrautleg, falleg og dramatísk. Öll má þau sjá að neðan.

Aston Villa 2-1 Arsenal

Emiliano Buendía skoraði dramatískt sigurmark fyrir Aston Villa sem hefur verið á hreint ótrúlegri siglingu og er nú aðeins þremur stigum frá toppliði Arsenal.

Klippa: Aston Villa 2-1 Arsenal

Manchester City 3-0 Sunderland

Rúben Dias með neglu, Josko Gvardiol með alvöru skalla og Phil Foden sömuleiðis með skalla í slá og inn eftir rabona sendingu frá Rayan Cherki. Geggjuð mörk á Etihad-vellinum.

Klippa: Manchester City 3-0 Sunderland

Liverpool 3-3 Leeds United

Algjör vitleysa á Elland Road eftir markalausan fyrri hálfleik. Ekitiké með sín fyrstu mörk síðan í september. Leeds svarar með tveimur, Szoboszlai virðist ætla að tryggja sigurinn þar til Japaninn knái Ao Tanaka jafnar í blálokin.

Klippa: Leeds 3-3 Liverpool

Newcastle United 2-1 Burnley

Hornspyrna? Æi, ég skýt bara. Bruno Guimaraes með geggjað mark og tvö vítamörk til viðbótar á St. James' Park.

Klippa: Newcastle 2-1 Burnley

Everton 3-0 Nottingham Forest

Fýluferð hjá Sean Dyche á gamla heimavöllinn. Thierno Barry og Kieran Dewsbury-Hall á skotskónum fyrir Moyesarann.

Klippa: Everton 3-0 Nottingham Forest

Tottenham 2-0 Brentford

Klippa: Tottenham 2-0 Brentford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×