Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Valur Páll Eiríksson skrifar 6. desember 2025 21:46 Mohamed Salah tjáði sig um stöðu sína hjá Liverpool í kvöld. Getty/Stu Forster Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. Salah sat á bekknum í kvöld og kom ekki við sögu þegar Liverpool kastaði frá sér 2-0 forystu og fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma eftir að hafa komist 3-2 yfir. Salah segist hafa verið gerður að blóraböggli í ljósi slaks gengis Liverpool að undanförnu og að „einhver hjá félaginu vill ekki hafa mig hérna“. Þá útilokar Egyptinn ekki brottför í janúar. „Þetta er þriðja skiptið í röð á bekknum. Ég held það sé í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði hann við blaðamenn eftir leik á Elland Road í kvöld. „Ég er mjög, mjög vonsvikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag undanfarin ár og sérstaklega á síðasta tímabili. Nú sit ég á bekknum og ég veit ekki hvers vegna,“ segir Salah. Fleygt undir rútuna „Það er eins og félagið hafi kastað mér undir rútuna. Það er þannig sem mér líður. Ég held það sé skýrt að einhver vilji kenna mér um þetta allt. Mér var lofað allskyns hlutum í sumar, nú þegar ég hef verið á bekknum í þrjá leiki, get ég ekki sagt að staðið sé við þau loforð.“ „Ég hef sagt oft áður að ég eigi gott samband við þjálfarann. En allt í einu eigum við ekkert samband lengur. Ég veit ekki hvers vegna, en það lítur þannig út fyrir mér að einhver vilji ekki hafa mig hjá klúbbnum,“ segir Salah. Gefur undir fótinn að hann fari í janúar Salah segist hafa vitað að hann myndi ekki byrja og hvatti fjölskyldu sína frekar til að koma á næsta leik liðsins í von um að byrja hann. Eftir leikinn við Brighton næstu helgi er hann haldinn á Afríkukeppnina með egypska landsliðinu. „Ég mun alltaf styðja þetta lið. Börnin mín munu alltaf styðja það. Ég elska þetta félag svo mikið. Ég hringdi í móður mína í gær og sagði henni að koma á leikinn við Brighton (næsta leik 13. desember) Ég veit ekki hvort ég mun spila eða ekki en ég mun njóta þess,“ segir Salah. „Í hausnum á mér mun ég njóta þessa leiks vegna þess að ég veit ekki hvað gerist næst. Ég verð á Anfield til að kveðja stuðningsmenn og fara svo á Afríkukeppnina,“ segir Salah sem gefur því undir fótinn að hann yfirgefi félagið eftir Afríkukeppnina þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Salah fer til móts við egypska hópinn þann 15. Desember og Afríkukeppnin hefst viku síðar. Liverpool mætir Inter á San Siro í Mílanó í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn áður en kemur að leiknum við Brighton á laugardaginn næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Salah sat á bekknum í kvöld og kom ekki við sögu þegar Liverpool kastaði frá sér 2-0 forystu og fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma eftir að hafa komist 3-2 yfir. Salah segist hafa verið gerður að blóraböggli í ljósi slaks gengis Liverpool að undanförnu og að „einhver hjá félaginu vill ekki hafa mig hérna“. Þá útilokar Egyptinn ekki brottför í janúar. „Þetta er þriðja skiptið í röð á bekknum. Ég held það sé í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði hann við blaðamenn eftir leik á Elland Road í kvöld. „Ég er mjög, mjög vonsvikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag undanfarin ár og sérstaklega á síðasta tímabili. Nú sit ég á bekknum og ég veit ekki hvers vegna,“ segir Salah. Fleygt undir rútuna „Það er eins og félagið hafi kastað mér undir rútuna. Það er þannig sem mér líður. Ég held það sé skýrt að einhver vilji kenna mér um þetta allt. Mér var lofað allskyns hlutum í sumar, nú þegar ég hef verið á bekknum í þrjá leiki, get ég ekki sagt að staðið sé við þau loforð.“ „Ég hef sagt oft áður að ég eigi gott samband við þjálfarann. En allt í einu eigum við ekkert samband lengur. Ég veit ekki hvers vegna, en það lítur þannig út fyrir mér að einhver vilji ekki hafa mig hjá klúbbnum,“ segir Salah. Gefur undir fótinn að hann fari í janúar Salah segist hafa vitað að hann myndi ekki byrja og hvatti fjölskyldu sína frekar til að koma á næsta leik liðsins í von um að byrja hann. Eftir leikinn við Brighton næstu helgi er hann haldinn á Afríkukeppnina með egypska landsliðinu. „Ég mun alltaf styðja þetta lið. Börnin mín munu alltaf styðja það. Ég elska þetta félag svo mikið. Ég hringdi í móður mína í gær og sagði henni að koma á leikinn við Brighton (næsta leik 13. desember) Ég veit ekki hvort ég mun spila eða ekki en ég mun njóta þess,“ segir Salah. „Í hausnum á mér mun ég njóta þessa leiks vegna þess að ég veit ekki hvað gerist næst. Ég verð á Anfield til að kveðja stuðningsmenn og fara svo á Afríkukeppnina,“ segir Salah sem gefur því undir fótinn að hann yfirgefi félagið eftir Afríkukeppnina þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Salah fer til móts við egypska hópinn þann 15. Desember og Afríkukeppnin hefst viku síðar. Liverpool mætir Inter á San Siro í Mílanó í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn áður en kemur að leiknum við Brighton á laugardaginn næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira