Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 13:51 Stuðningsmenn Liverpool eru flestir ósáttir við framgang Salah í gær. Útlit er fyrir að það komi að kveðjustund fyrr en síðar. Samsett/Vísir/Getty Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Íþróttadeild Vísis hafði samband við íslenska stuðningsmenn Liverpool og fékk mat þeirra á stöðunni. Rétt að setja hann á bekkinn en þrír leikir yfirdrifið Björg Arna Elfarsdóttir, formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi.Aðsend Björg Arna Elfarsdóttir er formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi og segir stöðuna erfiða. „Ég hugsa þetta þannig að það eigi enginn neina stöðu og þú þarft að berjast fyrir að halda þinni stöðu hvað sem þú heitir. Ég fagnaði því þegar Salah var bekkjaður af því hann var hreinlega óþekkjanlegur inná vellinum,“ „En að bekkja hann í þrjá leiki í röð er galið. Ég er ansi hrædd um að hann fari í janúar því miður því við þurfum eldri og reyndari leikmenn til að koma þessum nýju inn í liðið. Eitthvað sem er að ganga hægt þetta tímabilið,“ segir Björg. Búið að rífa sleikjóinn af ofdekruðum krakka Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR og lýsandi á Sýn Sport, segir hegðun Salah einfaldlega barnalega. „Þetta er ekki gott. Hann virkar á mig eins og ofdekraður krakki sem er búið að rífa sleikjóinn af. Hann er goðsögn. En hann er með 64 milljónir á viku, 3,4 milljarða í árslaun. Það er ástæðan fyrir því að það er verið að taka á þessu. Hann hefur ekki getað neitt,“ segir Kristinn og bætir við: Kristinn Kjærnested líkir Salah við ofdekrað barn.Stöð 2 Sport „Slot er að reyna að sýna leikmönnum fram á það að enginn sé óhultur. Salah hefur getað haft þetta eins og hann vildi í gegnum tíðina og verið frábært og allt það. En hann er búinn að vera virkilega lélegur. Svo kom hann inn á í vikunni og gat ekki neitt. Hann kemst ekki framhjá leikmönnum lengur. Ég er virkilega fúll út í Salah,“ segir Kristinn sem mun mögulega sjá síðasta leik Salah á Anfield næstu helgi. „Maður veit ekki allt. Kannski er búið að ákveða að selja hann í janúar. Hann gaf í skyn að hans næsti leikur yrði hans síðasti. Ég ætla að vera þar næstu helgi svo kannski sér maður síðasta leikinn hjá Salah.“ Stjórnendurnir séu búnir að ákveða að selja hann Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er mikill stuðningsmaður Liverpool og líst ekki vel á stöðuna. Fyrir honum virðist sem svo að hæstráðendur hjá félaginu hafi ákveðið að selja Salah í janúar. Guðlaugur Þór Þórðarson lítur á sem svo að stjórn Liverpool hafi ákveðið að selja Salah í janúar.Vísir/Anton Brink „Er sammála Danny Murphy að hann á ekki að tala með þesssum hætti. En það sem mér finnst líklegt er að stjórnendur félagsins hafi ákveðið að selja hann í janúar. Meta það sem svo að standi ekki undir þessum samningi,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Ólíklegt að allt sé klappað og klárt en aðilar, þar með talið Salah, að búa sig undir vistaskipti til Sádí-Arabíu. Slot þar með gert að hafa hann á bekknum til að gefa skilaboð. Þeir meta það örugglega sem svo að úr því sem komið er sé best að fara í meiri endurnýjun og hugsa til framtíðar.“ Eins og meiddur Leiknismaður á láni Leikarinn Starkaður Pétursson er á því að bæði Salah og Arne Slot þurfi að víkja hjá félaginu. Salah hafi spilað eins og meiddur Leiknismaður á láni það sem af er vetri. „Ekki beint í fyrsta skipti sem maður er kominn í eitthvað ástar/haturs samband við Salah þegar kemur að honum og hans stóru yfirlýsingum. Gæinn virðist líta á sjálfan sig sem stærri en klúbburinn, sem er eins og höggormur í paradís þegar kemur að Liverpool,“ Starkaður Pétursson er mikill Púlari. Hann segir Salah eins og höggorm í paradís.Berglind Rögnvaldsdóttir „Það er skiljanlegt að vera svekktur yfir því að vera bekkjaður þegar þú ert búinn að vera einn sá besti í áraraðir, en þegar þú ert að spila eins og meiddur Leiknismaður á láni þá er það ekkert annað en eðlilegt,“ „Ég elska auðvitað manninn eins og allir aðrir Poolarar, en það er orðin svo mikil Coutinho-lykt af þessu: selja hann á góðum prís á réttum tíma ef það er ekki vilji til að gera meira fyrir félagið,“ segir Starkaður og bætir við að Slot megi hreinlega fara einnig. „Já og svona fyrst ég er byrjaður á rantinu, burtu séð frá stöðunni í deildinni þá er bara réttlætanlegt að leyfa Slot að fara líka fyrir það eitt hvernig hann er að nýta Chiesa.“ Hafa hann utan hóps næstu helgi Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis og sérfræðingur í Doc Zone á Sýn, skilur ekkert í því að Salah geri félaginu, sem er í nógu slæmri stöðu fyrir, það að gera þá stöðu enn verri. Ragnar Bragi segir stöðuna sorglega.vísir/arnar „Sorgleg staða í alla staði. Að hann skuli hafa ákveðið að fara þessa leið. Þetta er einnig nánast fyrsta viðtalið hans í vetur og það snýst bara um hann sjálfan. Með þessu er hann að gera slæma stöðu enn verri sem maður botnar ekkert í,“ segir Ragnar sem kallar eftir því að Salah spili ekki næstu helgi. „Sýnist á öllu að hann verði að fara núna eða sé að reyna ýta því í gegn. Slot verður líka að vera stór næstu helgi og setja hann utan hóps.“ Hræddur um að Slot njóti engrar virðingar Blaðamaðurinn Hallgrímur Indriðason hefur áhyggjur af því að framkoma Salah sé til marks um vanvirðingu gagnvart Slot, sem gæti þá verið til staðar hjá öðrum leikmönnum liðsins. Erfiðir dagar séu fram undan. „Þetta er mjög slæmt á ýmsan hátt. Það að Salah kjósi að fara með þetta í fjölmiðla í stað þess að gera út um þetta beint við Slot er alls ekki til fyrirmyndar og alls ekki leið sem hefur almennt verið farin hjá Liverpool í gegnum árin. Hann verður eins og aðrir að líta í eigin barm vegna gengis liðsins og axla sína ábyrgð á því. Þetta bendir ekki til þess að honum finnist hann bera neina ábyrgð á genginu,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur Indriðason hefur áhyggjur af því að Salah njóti stuðnings leikmanna og þeir hafi misst alla virðingu fyrir Slot. „En á hinn bóginn hefði Salah líklega aldrei farið í þetta viðtal ef hann bæri virðingu fyrir Slot sem stjóra. Og ef Slot er búinn að missa virðingu hans er ég hræddur um að því sé þannig farið með fleiri leikmenn.“ „Þetta er því alveg svakalega vond staða og það þarf að leysa úr henni á einhvern hátt. En það verður erfitt fyrir Slot að gera það ef hann hefur ekki virðingu og stuðning leikmannanna. Það eru því erfiðir dagar fram undan og ljóst að eitthvað stórt á eftir að gerast. Vonandi verður það bara til gæfu fyrir Liverpool til lengri tíma,“ segir Hallgrímur. Takk fyrir allt Mósi minn Leikarinn Kolbeinn Sveinsson einfaldlega kveður Salah og þakkar honum við vel unnin störf. Eitthvað þurfi að gera til að rétta slæman anda af í Bítlaborginni. Kolbeinn Sveinsson kallar eftir hróshring og keilu hjá þungu Liverpool liði.Arnar Freyr hjá Eldeyfilms „Takk fyrir allt Mósi minn en sæti í byrjunarliði er ekki einhver þakkarvottur sem maður fær fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Held að menn hefðu gott af smá hópefli og jafnvel svona eins og einum hróshring. Keila og knús? Við vinnum þetta samt í vor, YNWA,“ segir Kolbeinn. Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Íþróttadeild Vísis hafði samband við íslenska stuðningsmenn Liverpool og fékk mat þeirra á stöðunni. Rétt að setja hann á bekkinn en þrír leikir yfirdrifið Björg Arna Elfarsdóttir, formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi.Aðsend Björg Arna Elfarsdóttir er formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi og segir stöðuna erfiða. „Ég hugsa þetta þannig að það eigi enginn neina stöðu og þú þarft að berjast fyrir að halda þinni stöðu hvað sem þú heitir. Ég fagnaði því þegar Salah var bekkjaður af því hann var hreinlega óþekkjanlegur inná vellinum,“ „En að bekkja hann í þrjá leiki í röð er galið. Ég er ansi hrædd um að hann fari í janúar því miður því við þurfum eldri og reyndari leikmenn til að koma þessum nýju inn í liðið. Eitthvað sem er að ganga hægt þetta tímabilið,“ segir Björg. Búið að rífa sleikjóinn af ofdekruðum krakka Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR og lýsandi á Sýn Sport, segir hegðun Salah einfaldlega barnalega. „Þetta er ekki gott. Hann virkar á mig eins og ofdekraður krakki sem er búið að rífa sleikjóinn af. Hann er goðsögn. En hann er með 64 milljónir á viku, 3,4 milljarða í árslaun. Það er ástæðan fyrir því að það er verið að taka á þessu. Hann hefur ekki getað neitt,“ segir Kristinn og bætir við: Kristinn Kjærnested líkir Salah við ofdekrað barn.Stöð 2 Sport „Slot er að reyna að sýna leikmönnum fram á það að enginn sé óhultur. Salah hefur getað haft þetta eins og hann vildi í gegnum tíðina og verið frábært og allt það. En hann er búinn að vera virkilega lélegur. Svo kom hann inn á í vikunni og gat ekki neitt. Hann kemst ekki framhjá leikmönnum lengur. Ég er virkilega fúll út í Salah,“ segir Kristinn sem mun mögulega sjá síðasta leik Salah á Anfield næstu helgi. „Maður veit ekki allt. Kannski er búið að ákveða að selja hann í janúar. Hann gaf í skyn að hans næsti leikur yrði hans síðasti. Ég ætla að vera þar næstu helgi svo kannski sér maður síðasta leikinn hjá Salah.“ Stjórnendurnir séu búnir að ákveða að selja hann Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er mikill stuðningsmaður Liverpool og líst ekki vel á stöðuna. Fyrir honum virðist sem svo að hæstráðendur hjá félaginu hafi ákveðið að selja Salah í janúar. Guðlaugur Þór Þórðarson lítur á sem svo að stjórn Liverpool hafi ákveðið að selja Salah í janúar.Vísir/Anton Brink „Er sammála Danny Murphy að hann á ekki að tala með þesssum hætti. En það sem mér finnst líklegt er að stjórnendur félagsins hafi ákveðið að selja hann í janúar. Meta það sem svo að standi ekki undir þessum samningi,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Ólíklegt að allt sé klappað og klárt en aðilar, þar með talið Salah, að búa sig undir vistaskipti til Sádí-Arabíu. Slot þar með gert að hafa hann á bekknum til að gefa skilaboð. Þeir meta það örugglega sem svo að úr því sem komið er sé best að fara í meiri endurnýjun og hugsa til framtíðar.“ Eins og meiddur Leiknismaður á láni Leikarinn Starkaður Pétursson er á því að bæði Salah og Arne Slot þurfi að víkja hjá félaginu. Salah hafi spilað eins og meiddur Leiknismaður á láni það sem af er vetri. „Ekki beint í fyrsta skipti sem maður er kominn í eitthvað ástar/haturs samband við Salah þegar kemur að honum og hans stóru yfirlýsingum. Gæinn virðist líta á sjálfan sig sem stærri en klúbburinn, sem er eins og höggormur í paradís þegar kemur að Liverpool,“ Starkaður Pétursson er mikill Púlari. Hann segir Salah eins og höggorm í paradís.Berglind Rögnvaldsdóttir „Það er skiljanlegt að vera svekktur yfir því að vera bekkjaður þegar þú ert búinn að vera einn sá besti í áraraðir, en þegar þú ert að spila eins og meiddur Leiknismaður á láni þá er það ekkert annað en eðlilegt,“ „Ég elska auðvitað manninn eins og allir aðrir Poolarar, en það er orðin svo mikil Coutinho-lykt af þessu: selja hann á góðum prís á réttum tíma ef það er ekki vilji til að gera meira fyrir félagið,“ segir Starkaður og bætir við að Slot megi hreinlega fara einnig. „Já og svona fyrst ég er byrjaður á rantinu, burtu séð frá stöðunni í deildinni þá er bara réttlætanlegt að leyfa Slot að fara líka fyrir það eitt hvernig hann er að nýta Chiesa.“ Hafa hann utan hóps næstu helgi Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis og sérfræðingur í Doc Zone á Sýn, skilur ekkert í því að Salah geri félaginu, sem er í nógu slæmri stöðu fyrir, það að gera þá stöðu enn verri. Ragnar Bragi segir stöðuna sorglega.vísir/arnar „Sorgleg staða í alla staði. Að hann skuli hafa ákveðið að fara þessa leið. Þetta er einnig nánast fyrsta viðtalið hans í vetur og það snýst bara um hann sjálfan. Með þessu er hann að gera slæma stöðu enn verri sem maður botnar ekkert í,“ segir Ragnar sem kallar eftir því að Salah spili ekki næstu helgi. „Sýnist á öllu að hann verði að fara núna eða sé að reyna ýta því í gegn. Slot verður líka að vera stór næstu helgi og setja hann utan hóps.“ Hræddur um að Slot njóti engrar virðingar Blaðamaðurinn Hallgrímur Indriðason hefur áhyggjur af því að framkoma Salah sé til marks um vanvirðingu gagnvart Slot, sem gæti þá verið til staðar hjá öðrum leikmönnum liðsins. Erfiðir dagar séu fram undan. „Þetta er mjög slæmt á ýmsan hátt. Það að Salah kjósi að fara með þetta í fjölmiðla í stað þess að gera út um þetta beint við Slot er alls ekki til fyrirmyndar og alls ekki leið sem hefur almennt verið farin hjá Liverpool í gegnum árin. Hann verður eins og aðrir að líta í eigin barm vegna gengis liðsins og axla sína ábyrgð á því. Þetta bendir ekki til þess að honum finnist hann bera neina ábyrgð á genginu,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur Indriðason hefur áhyggjur af því að Salah njóti stuðnings leikmanna og þeir hafi misst alla virðingu fyrir Slot. „En á hinn bóginn hefði Salah líklega aldrei farið í þetta viðtal ef hann bæri virðingu fyrir Slot sem stjóra. Og ef Slot er búinn að missa virðingu hans er ég hræddur um að því sé þannig farið með fleiri leikmenn.“ „Þetta er því alveg svakalega vond staða og það þarf að leysa úr henni á einhvern hátt. En það verður erfitt fyrir Slot að gera það ef hann hefur ekki virðingu og stuðning leikmannanna. Það eru því erfiðir dagar fram undan og ljóst að eitthvað stórt á eftir að gerast. Vonandi verður það bara til gæfu fyrir Liverpool til lengri tíma,“ segir Hallgrímur. Takk fyrir allt Mósi minn Leikarinn Kolbeinn Sveinsson einfaldlega kveður Salah og þakkar honum við vel unnin störf. Eitthvað þurfi að gera til að rétta slæman anda af í Bítlaborginni. Kolbeinn Sveinsson kallar eftir hróshring og keilu hjá þungu Liverpool liði.Arnar Freyr hjá Eldeyfilms „Takk fyrir allt Mósi minn en sæti í byrjunarliði er ekki einhver þakkarvottur sem maður fær fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Held að menn hefðu gott af smá hópefli og jafnvel svona eins og einum hróshring. Keila og knús? Við vinnum þetta samt í vor, YNWA,“ segir Kolbeinn.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira