Áföllin hafi mótað sig Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 15:54 Katrín Jakobsdóttir snemma árs 2022 á blaðamannafundi tengdum Covid-19. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira