Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Albert Guðmundsson í leik með ítalska félaginu Fiorentina en það gengur illa hjá liðinu þess misserin. Getty/Image Photo Agency Íslenski landsliðsmaðurinn var í umræðunni um helgina eftir enn ein vonbrigðin hjá Fiorentina í Seríu A. Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport fjallar um svar Alberts Guðmundssonar við færslu þar sem hann skrifar um umtalaða vítaspyrnu sem Rolando Mandragora tók fyrir Fiorentona gegn Sassuolo um helgina. Albert var sakaður um það að þora ekki að taka vítaspyrnuna og það af engum öðrum en þjálfara sínum. Harðorð ummæli álitsgjafans og fyrrverandi knattspyrnumannsins Emanuele Giaccherini um Albert féllu líka á DAZN: „Hann treysti sér ekki til að taka vítaspyrnuna, þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir Fiorentina. Þér er borgað fyrir að taka ábyrgð,“ sagði Giaccherini um Albert og vítið. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ég hef aldrei og mun aldrei neita að taka vítaspyrnu, ég hef alltaf tekið vítaspyrnur fyrir félagið án vandræða. Í gær tók annar leikmaður boltann og vildi taka spyrnuna og ég er ekki þannig manneskja að ég fari að rífast við liðsfélaga minn fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert við færslu DAZN. Blaðamaður Gazzetta dello Sport telur þó að Albert hafi verið að skjóta á annan en þennan umrædda álitgjafa. „Í raun er hið óbeina svar leikmannsins þó fyrst og fremst skot á þjálfara sinn, Paolo Vanoli, sem sagði í lok leiksins í gær: ‚Vítaskyttan var Guðmundsson en hann vildi ekki taka spyrnuna, sá næsti var Mandragora og Kean, sem framherji sem hefur ekki skorað á þessu tímabili, vildi taka hana en það er ekki vandamálið',“ segir í færslu ítalska stórblaðsins. „Orðaskipti Mandragora og Kean um hver ætti að taka vítaspyrnuna í gær féllu heldur ekki í kramið hjá félaginu og sérstaklega í lok leiksins undirstrikaði yfirmaður íþróttamála, Roberto Goretti, alvarleika atviksins: ‚Þetta er eitthvað sem mér líkar ekki og þetta er ekki einu sinni í fyrsta skipti sem við gerum þetta, þannig að mér líkar það tvöfalt verr',“ segir í færslu Gazzetta dello Sport. Ítalski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport fjallar um svar Alberts Guðmundssonar við færslu þar sem hann skrifar um umtalaða vítaspyrnu sem Rolando Mandragora tók fyrir Fiorentona gegn Sassuolo um helgina. Albert var sakaður um það að þora ekki að taka vítaspyrnuna og það af engum öðrum en þjálfara sínum. Harðorð ummæli álitsgjafans og fyrrverandi knattspyrnumannsins Emanuele Giaccherini um Albert féllu líka á DAZN: „Hann treysti sér ekki til að taka vítaspyrnuna, þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir Fiorentina. Þér er borgað fyrir að taka ábyrgð,“ sagði Giaccherini um Albert og vítið. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ég hef aldrei og mun aldrei neita að taka vítaspyrnu, ég hef alltaf tekið vítaspyrnur fyrir félagið án vandræða. Í gær tók annar leikmaður boltann og vildi taka spyrnuna og ég er ekki þannig manneskja að ég fari að rífast við liðsfélaga minn fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert við færslu DAZN. Blaðamaður Gazzetta dello Sport telur þó að Albert hafi verið að skjóta á annan en þennan umrædda álitgjafa. „Í raun er hið óbeina svar leikmannsins þó fyrst og fremst skot á þjálfara sinn, Paolo Vanoli, sem sagði í lok leiksins í gær: ‚Vítaskyttan var Guðmundsson en hann vildi ekki taka spyrnuna, sá næsti var Mandragora og Kean, sem framherji sem hefur ekki skorað á þessu tímabili, vildi taka hana en það er ekki vandamálið',“ segir í færslu ítalska stórblaðsins. „Orðaskipti Mandragora og Kean um hver ætti að taka vítaspyrnuna í gær féllu heldur ekki í kramið hjá félaginu og sérstaklega í lok leiksins undirstrikaði yfirmaður íþróttamála, Roberto Goretti, alvarleika atviksins: ‚Þetta er eitthvað sem mér líkar ekki og þetta er ekki einu sinni í fyrsta skipti sem við gerum þetta, þannig að mér líkar það tvöfalt verr',“ segir í færslu Gazzetta dello Sport.
Ítalski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira