Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 10:31 Cristiano Ronaldo yfirgaf Manchester United með miklum leiðindum og nú gæti Mohamed Salah verið á útleið hjá Liverpool. Getty/Naomi Baker/Carl Recine Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. Þegar knattspyrnustjóri hans var undir gríðarlegri pressu þá kaus þessi 33 ára gamli leikmaður að búa til fyrirsagnir með orðum sínum utan vallar frekar en gjörðum sínum inni á honum. Enginn frábær leikmaður mun nokkurn tíma vilja viðurkenna það, en þegar þeir byrja að skapa meiri fréttir með því sem þeir segja en því sem þeir hafa gert er það skýr vísbending um að íþróttaleg geta þeirra sé á niðurleið og að þeir ráði ekki við að vera ekki lengur aðalmaðurinn. Allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið Viðtal Salah við fréttamenn eftir leikinn um helgina, eftir að hafa verið ónotaður varamaður í 3-3 jafntefli Liverpool gegn Leeds United á laugardag, var sjálfselskt og allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið. Með því að segja að honum hefði verið „kastað undir rútuna“ af félaginu og bæta við að „einhver vilji að ég fái alla sökina,“ beitti Salah sömu aðferð og Cristiano Ronaldo þegar sprengifimt viðtal hans við Piers Morgan í nóvember 2022 gerði brottför hans frá Manchester United óumflýjanlega. Ronaldo talað um svik og slitið samband Ronaldo sagðist „finna fyrir svikum“ af hálfu United og talaði um slitið samband við þáverandi stjóra, Erik ten Hag. Salah gæti hafa verið að lesa úr sama handriti þegar hann lét gremju sína í ljós á Elland Road, og orð hans gætu enn leitt til sömu niðurstöðu og hjá Ronaldo: skjótra félagaskipta yfir í sádí-arabísku úrvalsdeildina og skaddaðrar arfleifðar hjá félaginu þar sem hann varð goðsögn. Salah hafði verið varamaður í þriðja leiknum í röð og egypski landsliðsmaðurinn gerði það ljóst að hann væri sár og meiddur yfir niðurlægingunni. Langt undir hans besta Frammistaða Salah á þessu tímabili hefur bara verið svo langt undir hans besta, aðeins fimm mörk í 19 leikjum, að Slot hafði gefið honum meira en nægan tíma til að komast upp úr formdýfu sinni áður en hann tók þá djarfhuga ákvörðun að setja stjörnuleikmann sinn á bekkinn. Staðan er einföld; hefði Salah verið nálægt sínu besta á þessu tímabili hefði hann ekki misst sæti sitt í liðinu. En sá veruleiki hefur ekki enn sokkið inn. Fyrri afrek hans hafa tryggt honum goðsagnakennda stöðu hjá Liverpool, en nýleg frammistaða hans hefur í raun veitt honum réttinn til að fá sömu meðferð og allir aðrir. Hann sætti sig ekki við það og það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir Liverpool á meðan Slot er knattspyrnustjóri. Alveg eins og Ronaldo yfirgaf Old Trafford með leiðindum fyrir þremur árum er sama niðurstaða nánast gulltryggð hjá Salah. Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Sjá meira
Þegar knattspyrnustjóri hans var undir gríðarlegri pressu þá kaus þessi 33 ára gamli leikmaður að búa til fyrirsagnir með orðum sínum utan vallar frekar en gjörðum sínum inni á honum. Enginn frábær leikmaður mun nokkurn tíma vilja viðurkenna það, en þegar þeir byrja að skapa meiri fréttir með því sem þeir segja en því sem þeir hafa gert er það skýr vísbending um að íþróttaleg geta þeirra sé á niðurleið og að þeir ráði ekki við að vera ekki lengur aðalmaðurinn. Allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið Viðtal Salah við fréttamenn eftir leikinn um helgina, eftir að hafa verið ónotaður varamaður í 3-3 jafntefli Liverpool gegn Leeds United á laugardag, var sjálfselskt og allt annað en hannað til hagsbóta fyrir liðið. Með því að segja að honum hefði verið „kastað undir rútuna“ af félaginu og bæta við að „einhver vilji að ég fái alla sökina,“ beitti Salah sömu aðferð og Cristiano Ronaldo þegar sprengifimt viðtal hans við Piers Morgan í nóvember 2022 gerði brottför hans frá Manchester United óumflýjanlega. Ronaldo talað um svik og slitið samband Ronaldo sagðist „finna fyrir svikum“ af hálfu United og talaði um slitið samband við þáverandi stjóra, Erik ten Hag. Salah gæti hafa verið að lesa úr sama handriti þegar hann lét gremju sína í ljós á Elland Road, og orð hans gætu enn leitt til sömu niðurstöðu og hjá Ronaldo: skjótra félagaskipta yfir í sádí-arabísku úrvalsdeildina og skaddaðrar arfleifðar hjá félaginu þar sem hann varð goðsögn. Salah hafði verið varamaður í þriðja leiknum í röð og egypski landsliðsmaðurinn gerði það ljóst að hann væri sár og meiddur yfir niðurlægingunni. Langt undir hans besta Frammistaða Salah á þessu tímabili hefur bara verið svo langt undir hans besta, aðeins fimm mörk í 19 leikjum, að Slot hafði gefið honum meira en nægan tíma til að komast upp úr formdýfu sinni áður en hann tók þá djarfhuga ákvörðun að setja stjörnuleikmann sinn á bekkinn. Staðan er einföld; hefði Salah verið nálægt sínu besta á þessu tímabili hefði hann ekki misst sæti sitt í liðinu. En sá veruleiki hefur ekki enn sokkið inn. Fyrri afrek hans hafa tryggt honum goðsagnakennda stöðu hjá Liverpool, en nýleg frammistaða hans hefur í raun veitt honum réttinn til að fá sömu meðferð og allir aðrir. Hann sætti sig ekki við það og það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir Liverpool á meðan Slot er knattspyrnustjóri. Alveg eins og Ronaldo yfirgaf Old Trafford með leiðindum fyrir þremur árum er sama niðurstaða nánast gulltryggð hjá Salah.
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Sjá meira