Ofsótt af milljarðamæringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 08:32 Skilaboðin höfðu alvarleg áhrif á Marie Höbinger sem var einfaldlega að reyna að spila eins vel og hún gat í íþrótt og liði sem hún elskar. Getty/Andrea Southam Maður hefur játað sig sekan um að hafa setið um Marie Höbinger, miðjumann Liverpool, eftir að hafa sent henni ítrekuð skilaboð og mætt á einn af leikjum hennar. Í yfirlýsingu á vefsíðu bresku saksóknaraþjónustunnar kom fram að hinn 42 ára gamli Mangal Dalal hafi játað að hafa sent leikmanninum skilaboð í gegnum Instagram á tímabilinu 27. janúar 2025 til 16. febrúar 2025. Nokkrir breskir fjölmiðlar greina frá þessu og segja að þar sé á ferðinni athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Mangal Dalal. Skilaboðunum var lýst sem „oft kynferðislega grófum“ og innihéldu símanúmer hans og póstnúmer. Hann bað hana einnig um að heimsækja sig og gaf í skyn að hann myndi mæta á leiki hennar. Dalal ferðaðist síðan til að sjá 4-0 tap Liverpool á útivelli gegn Manchester City þann 16. febrúar 2025. Vallarstarfsmaður kom auga á hann og lét öryggisfulltrúa vita. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Dalal játaði að hafa setið um hana þegar lögreglan yfirheyrði hann en sagðist vera „andlega veikur“. Saksóknaraþjónustan ákærði Dalal fyrir að sitja um hana og dómur yfir honum verður kveðinn upp þann 20. janúar 2026. Yfirsaksóknarinn Sarah McInerney sagði að Dalal hafa notað hana til að „tjá fantasíur sínar“. Hún bætti við: „Skilaboð hans voru áköf, stöðug og algjörlega óviðeigandi. Þau höfðu alvarleg áhrif á leikmanninn sem var einfaldlega að reyna að spila eins vel og hún gat í íþrótt og liði sem hún elskar.“ „Hegðun Dalals var glæpsamleg og verður ekki liðin í réttlátu og jöfnu samfélagi. Við viljum þakka fröken Hobinger og Liverpool FC fyrir hjálp þeirra við að koma Dalal fyrir rétt.“ Í skýrslu saksóknaraþjónustunnar kom fram að Höbinger hefði haft áhyggjur og tilkynnt skilaboðin frá Dalal til Liverpool. Eins og greint var frá í Mirror leiddi þetta til þess að austurríska landsliðskonan réð sér „öryggisfulltrúa“ sem lífvörð til að fylgja sér til og frá leikjum Liverpool vegna áhyggna um öryggi sitt. Öryggisfulltrúinn bar kennsl á Dalal sem manninn sem hafði sent Hobinger skilaboðin áður en lögreglan var kölluð til. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Í yfirlýsingu á vefsíðu bresku saksóknaraþjónustunnar kom fram að hinn 42 ára gamli Mangal Dalal hafi játað að hafa sent leikmanninum skilaboð í gegnum Instagram á tímabilinu 27. janúar 2025 til 16. febrúar 2025. Nokkrir breskir fjölmiðlar greina frá þessu og segja að þar sé á ferðinni athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Mangal Dalal. Skilaboðunum var lýst sem „oft kynferðislega grófum“ og innihéldu símanúmer hans og póstnúmer. Hann bað hana einnig um að heimsækja sig og gaf í skyn að hann myndi mæta á leiki hennar. Dalal ferðaðist síðan til að sjá 4-0 tap Liverpool á útivelli gegn Manchester City þann 16. febrúar 2025. Vallarstarfsmaður kom auga á hann og lét öryggisfulltrúa vita. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Dalal játaði að hafa setið um hana þegar lögreglan yfirheyrði hann en sagðist vera „andlega veikur“. Saksóknaraþjónustan ákærði Dalal fyrir að sitja um hana og dómur yfir honum verður kveðinn upp þann 20. janúar 2026. Yfirsaksóknarinn Sarah McInerney sagði að Dalal hafa notað hana til að „tjá fantasíur sínar“. Hún bætti við: „Skilaboð hans voru áköf, stöðug og algjörlega óviðeigandi. Þau höfðu alvarleg áhrif á leikmanninn sem var einfaldlega að reyna að spila eins vel og hún gat í íþrótt og liði sem hún elskar.“ „Hegðun Dalals var glæpsamleg og verður ekki liðin í réttlátu og jöfnu samfélagi. Við viljum þakka fröken Hobinger og Liverpool FC fyrir hjálp þeirra við að koma Dalal fyrir rétt.“ Í skýrslu saksóknaraþjónustunnar kom fram að Höbinger hefði haft áhyggjur og tilkynnt skilaboðin frá Dalal til Liverpool. Eins og greint var frá í Mirror leiddi þetta til þess að austurríska landsliðskonan réð sér „öryggisfulltrúa“ sem lífvörð til að fylgja sér til og frá leikjum Liverpool vegna áhyggna um öryggi sitt. Öryggisfulltrúinn bar kennsl á Dalal sem manninn sem hafði sent Hobinger skilaboðin áður en lögreglan var kölluð til.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira