Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 18:15 Gunnar lýsir hornhimnunni sem rúðugleri augans. Getty Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa. „Þetta er ein af þeim verstu sýningum sem hægt er að fá í auga eða hornhimnu, eins og við köllum það sem sýkingin leggst á. Ástæðan fyrir því að við vildum fara af stað með þessa vinnu er það að þetta er mjög sjaldgæf augnsýking sem að fer oft undir radar-inn þegar hún er fyrst að láta á sér kræla og er oft misgreind sem önnur vandamál,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir í Reykjavík síðdegis. Fyrst var fjallað um rannsóknina í Læknablaðinu en þar kemur fram að helstu einkennin séu roði í auða, aðskotahlutstilfinning, ljósfælni og miklir verkir. Níu einstaklingar voru greindir hér á landi með amöbusýkingu í hornhimnu frá 1996 til 2021. Þrátt fyrir að tíðnin sé lág tengjast um níutíu prósent þeirra notkun á snertilinsum. Gunnar hvetur þá sem nota linsur að stytta sér ekki leið í umhirðu snertilinsna. Til að mynda komi upp tilfelli þar sem fólk endurnýtir einnota linsur, sofi með þær eða fari með linsur í sund, gufu eða heitan pott. „Það er kannski dæmigert að linsuvökvinn sé búinn og þá grípi maður í kranavatnið, sem að við höldum og vitum að er ágætt hjá okkur. En þegar maður ætlar að blanda því við linsu sem maður setur síðan í auga þá geta þessar amöbur leynst í kranavatninu. Þeim líður ákaflega vel í volgu linsuboxi með linsu og enn betur þegar þær komast í auga,“ segir hann. „Hornhimnan er eins og rúðuglerið okkar og við viljum hafa rúðuglerið alveg kristaltært og fínt til þess að njóta útsýnis. Það sama er í auganu, þegar hornhimnan er upp á sitt allra besta þá er hún kristaltær og fín. En þegar það kemur sýking í hana, þá skilur sýkingin eftir sig bandvef eða örvefsmyndun og þá er hún orðin eins og rispað gler.“ Gunnar segir að um leið og áðurnefnd birtast eigi að leggja strax frá linsurnar og leita sér aðstoðar. Vísindi Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Þetta er ein af þeim verstu sýningum sem hægt er að fá í auga eða hornhimnu, eins og við köllum það sem sýkingin leggst á. Ástæðan fyrir því að við vildum fara af stað með þessa vinnu er það að þetta er mjög sjaldgæf augnsýking sem að fer oft undir radar-inn þegar hún er fyrst að láta á sér kræla og er oft misgreind sem önnur vandamál,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir í Reykjavík síðdegis. Fyrst var fjallað um rannsóknina í Læknablaðinu en þar kemur fram að helstu einkennin séu roði í auða, aðskotahlutstilfinning, ljósfælni og miklir verkir. Níu einstaklingar voru greindir hér á landi með amöbusýkingu í hornhimnu frá 1996 til 2021. Þrátt fyrir að tíðnin sé lág tengjast um níutíu prósent þeirra notkun á snertilinsum. Gunnar hvetur þá sem nota linsur að stytta sér ekki leið í umhirðu snertilinsna. Til að mynda komi upp tilfelli þar sem fólk endurnýtir einnota linsur, sofi með þær eða fari með linsur í sund, gufu eða heitan pott. „Það er kannski dæmigert að linsuvökvinn sé búinn og þá grípi maður í kranavatnið, sem að við höldum og vitum að er ágætt hjá okkur. En þegar maður ætlar að blanda því við linsu sem maður setur síðan í auga þá geta þessar amöbur leynst í kranavatninu. Þeim líður ákaflega vel í volgu linsuboxi með linsu og enn betur þegar þær komast í auga,“ segir hann. „Hornhimnan er eins og rúðuglerið okkar og við viljum hafa rúðuglerið alveg kristaltært og fínt til þess að njóta útsýnis. Það sama er í auganu, þegar hornhimnan er upp á sitt allra besta þá er hún kristaltær og fín. En þegar það kemur sýking í hana, þá skilur sýkingin eftir sig bandvef eða örvefsmyndun og þá er hún orðin eins og rispað gler.“ Gunnar segir að um leið og áðurnefnd birtast eigi að leggja strax frá linsurnar og leita sér aðstoðar.
Vísindi Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira