Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 07:32 Lionel Messi og Ángel Di María með heimsbikarinn sem Argentínumenn unnu fyrir þremur árum síðan. Getty/Gustavo Pagano Argentínska lögreglan gerði áhlaup á skrifstofur knattspyrnusambandsins og nokkurra argentínskra fótboltafélaga í gær. Aðgerðin var liður í yfirstandandi spillingarrannsókn. Fréttastofan AFP greinir frá lögregluáhlaupinu á þriðjudag. Argentínskir fjölmiðlar fjalla einnig um aðgerðina sem sögð er tengjast peningaþvættismáli. Að sögn argentínska dagblaðsins Olé mun alríkisdómarinn sem stýrir rannsókn málsins hafa fyrirskipað fjölda áhlaupa á ýmis knattspyrnufélög og sjálft knattspyrnusambandið. Banfield, San Lorenzo, Racing og Independiente eru sögð vera meðal þeirra félaga sem fengu rannsóknarlögreglumenn í heimsókn. „Hingað til hafa 25 til 30 áhlaup verið gerð hjá félögum og á einkaheimilum,“ segir heimildarmaður AFP. Viðkomandi staðfestir einnig aðgerðina gegn höfuðstöðvum sambandsins. Rannsakendur eru sagðir leita að bókhaldsupplýsingum sem tengjast fjármálafyrirtækinu Sur Finanzas, sem styrkir nokkur félög. Fyrirtækið er grunað um lögbrot. Í síðasta mánuði lögðu skattyfirvöld fram kvörtun á hendur fyrirtækinu og sökuðu það um að koma sér undan skatti af 550 milljónum dollara í argentínskum pesóum. Það jafngildir rúmlega sjötíu milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur gert fjölda viðskiptasamninga innan argentínska knattspyrnuheimsins og framkvæmdastjórinn Ariel Vallejo er sagður í nánum tengslum við Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins. Á síðasta ári var Sur Finanzas opinber styrktaraðili argentínsku knattspyrnudeildarinnar og landsliðsins. Argentína Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Fréttastofan AFP greinir frá lögregluáhlaupinu á þriðjudag. Argentínskir fjölmiðlar fjalla einnig um aðgerðina sem sögð er tengjast peningaþvættismáli. Að sögn argentínska dagblaðsins Olé mun alríkisdómarinn sem stýrir rannsókn málsins hafa fyrirskipað fjölda áhlaupa á ýmis knattspyrnufélög og sjálft knattspyrnusambandið. Banfield, San Lorenzo, Racing og Independiente eru sögð vera meðal þeirra félaga sem fengu rannsóknarlögreglumenn í heimsókn. „Hingað til hafa 25 til 30 áhlaup verið gerð hjá félögum og á einkaheimilum,“ segir heimildarmaður AFP. Viðkomandi staðfestir einnig aðgerðina gegn höfuðstöðvum sambandsins. Rannsakendur eru sagðir leita að bókhaldsupplýsingum sem tengjast fjármálafyrirtækinu Sur Finanzas, sem styrkir nokkur félög. Fyrirtækið er grunað um lögbrot. Í síðasta mánuði lögðu skattyfirvöld fram kvörtun á hendur fyrirtækinu og sökuðu það um að koma sér undan skatti af 550 milljónum dollara í argentínskum pesóum. Það jafngildir rúmlega sjötíu milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur gert fjölda viðskiptasamninga innan argentínska knattspyrnuheimsins og framkvæmdastjórinn Ariel Vallejo er sagður í nánum tengslum við Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins. Á síðasta ári var Sur Finanzas opinber styrktaraðili argentínsku knattspyrnudeildarinnar og landsliðsins.
Argentína Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira