Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Árni Sæberg skrifar 11. desember 2025 15:49 Leigubílstjórinn var handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur. Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15. Hann hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Mennirnir voru dæmdir í tveggja ára og sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í apríl síðastliðnum. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Dómur héraðsdóms er reifaður ítarlega í fréttinni hér að neðan: Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samningnum slitið tafarlaust Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Dómsmál Kynferðisofbeldi Leigubílar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15. Hann hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Mennirnir voru dæmdir í tveggja ára og sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í apríl síðastliðnum. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Dómur héraðsdóms er reifaður ítarlega í fréttinni hér að neðan: Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samningnum slitið tafarlaust Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Leigubílar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira