Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 08:02 Nýr kafli tekur nú við hjá Fanndísi Friðriksdóttur nú þegar hún hefur lagt fótboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril Vísir/Sigurjón Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með. Farsæll fótboltaferill Fanndísar líður nú undir lok og kveður hún sviðið sem þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar með 278 leiki, 129 mörk og fjölmarga Íslands- og bikarmeistaratitla með liðum Breiðabliks og Vals. Eitt hundrað og tíu sinnum var hún fulltrúi Íslands í landsleikjum og fór nokkrum sinnum á stórmót. „Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð og er klökk því ég hef fengið svo mikið af fallegum skilaboðum. Bara eins og ég segi í færslunni minni, það eru ekki titlarnir sem sitja eftir heldur fólkið. Það lætur í sér heyra á svona stundu, þakkar manni fyrir og hrósar, það er gaman og ég er búin að fella nokkur tár yfir mörgum skilaboðum.“ Gerði greinilega eitthvað rétt Ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hafði blundað í henni. „Hvenær er rétti tímapunkturinn að hætta? Manni langar eiginlega aldrei að hætta þessu. En svo var það búið að læðast að mér að þetta gæti verið ágætis tímapunktur. Ég fór í gott frí eftir tímabilið, hugsaði þetta fram og til baka, ræddi við mitt fólk og komst alltaf að þessari niðurstöðu. Núna finnst mér ég tilbúin í að tilkynna þetta og er bara gríðarlega sátt með að vera búin að segja frá þessu loksins.“ Frá leik Breiðabliks og Vals. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals hér umkringd leikmönnum BreiðabliksVísir/HAG Hvaða þætti ertu að vega og meta þegar að þú ert að hugsa um að leggja skóna á hilluna? „Það er alls konar. Maður pælir í líkamlega þættinum sem og tímanum sem maður er að eyða í þetta, er hann þess virði? Núna er maður komin með börn og þá skiptir máli hvaða lið maður er með í höndunum. Ég náttúrulega fæ þá tilkynningu frá Val að ég fengi ekki áframhaldandi samning þar. Þá skoðaði ég hvað kom upp, það voru alls konar skemmtilegir möguleikar á borðinu. Ég er allavegana endalaust þakklát fyrir að það var enn þá heyrt í manni. Ég gerði greinilega eitthvað rétt í sumar og mér líður þannig.“ „Ég hef lagt allt í þetta“ Nú hefur hún tekið ákvörðunina, stendur við hana og er sátt. „Ég gerði allt sem að mig langaði að gera. Ég stóð alltaf föst á mínu, var alltaf ég sjálf og mikið í núinu, þannig er ég bara sem manneskja. Ég gerði þetta ekki nema af því að það var gaman. Þetta var alltaf skemmtilegt. Auðvitað var þetta erfitt og alls konar en þetta var bara umfram allt skemmtilegt, ógeðslega skemmtilegt.“ Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM 2017 gegn SvissVísir/Getty Í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum þar sem að Fanndís greindi frá ákvörðun sinni skrifaði hún að hún tæki frelsinu fagnandi. Hvað átti hún við með því? „Þetta er skuldbinding. Ég hef lagt allt í þetta, í hvaða liði sem ég hef verið í, sleppt öllu og sé ekki eftir neinu. Ég meina það bara þannig að það verður skrýtið að hafa ekki skuldbindinguna. Ég á eftir að sakna þess að vera ekki að fara á fótboltaæfingu en það er líka ákveðið frelsi í því að þurfa ekki að vera einhvers staðar seinni partinn. Frelsið að geta farið í sumarfrí, allt sem því fylgir að hafa ekki þessa skuldbindingu. Ég á samt örugglega eftir að sakna þessarar skuldbindingar líka, þetta verður alls konar. Ef ég ætti að velja eitthvað eitt orð yfir minn feril þá væri það bara orðið „skemmtilegt.“ Ég reyndi bara að hafa gaman, alltaf, því mér finnst gaman að hafa gaman. Það er bara fólkið sem maður kynntist sem stendur upp úr og situr eftir hjá manni eftir þetta allt saman.“ View this post on Instagram A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) Fór þetta á gleðinni Fanndís átti sér aldrei stóra drauma tengda fótboltanum sem krakki. Fótboltinn heillaði hana hins vegar og innan íþróttarinnar á hún óumdeilanlega heima. „Hlutirnir gerðust bara af því að ég hafði gaman að þessu, lagði mig fram af því að þetta var skemmtilegt og mér fannst gaman að vinna. Þannig gerðust hlutirnir fyrir mig, ekki af því að ég var með svo háleit markmið eða eitthvað svoleiðis. Það hentaði mér ekki. Ég fór þetta meira á gleðinni. Ég fann hvað það gaf mér mikið þegar að það gekk vel, fann að ég var búin að leggja á mig vinnuna og uppskar alls konar. Það einkennir mig og minn feril.“ Besta deild kvenna Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Farsæll fótboltaferill Fanndísar líður nú undir lok og kveður hún sviðið sem þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar með 278 leiki, 129 mörk og fjölmarga Íslands- og bikarmeistaratitla með liðum Breiðabliks og Vals. Eitt hundrað og tíu sinnum var hún fulltrúi Íslands í landsleikjum og fór nokkrum sinnum á stórmót. „Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð og er klökk því ég hef fengið svo mikið af fallegum skilaboðum. Bara eins og ég segi í færslunni minni, það eru ekki titlarnir sem sitja eftir heldur fólkið. Það lætur í sér heyra á svona stundu, þakkar manni fyrir og hrósar, það er gaman og ég er búin að fella nokkur tár yfir mörgum skilaboðum.“ Gerði greinilega eitthvað rétt Ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hafði blundað í henni. „Hvenær er rétti tímapunkturinn að hætta? Manni langar eiginlega aldrei að hætta þessu. En svo var það búið að læðast að mér að þetta gæti verið ágætis tímapunktur. Ég fór í gott frí eftir tímabilið, hugsaði þetta fram og til baka, ræddi við mitt fólk og komst alltaf að þessari niðurstöðu. Núna finnst mér ég tilbúin í að tilkynna þetta og er bara gríðarlega sátt með að vera búin að segja frá þessu loksins.“ Frá leik Breiðabliks og Vals. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals hér umkringd leikmönnum BreiðabliksVísir/HAG Hvaða þætti ertu að vega og meta þegar að þú ert að hugsa um að leggja skóna á hilluna? „Það er alls konar. Maður pælir í líkamlega þættinum sem og tímanum sem maður er að eyða í þetta, er hann þess virði? Núna er maður komin með börn og þá skiptir máli hvaða lið maður er með í höndunum. Ég náttúrulega fæ þá tilkynningu frá Val að ég fengi ekki áframhaldandi samning þar. Þá skoðaði ég hvað kom upp, það voru alls konar skemmtilegir möguleikar á borðinu. Ég er allavegana endalaust þakklát fyrir að það var enn þá heyrt í manni. Ég gerði greinilega eitthvað rétt í sumar og mér líður þannig.“ „Ég hef lagt allt í þetta“ Nú hefur hún tekið ákvörðunina, stendur við hana og er sátt. „Ég gerði allt sem að mig langaði að gera. Ég stóð alltaf föst á mínu, var alltaf ég sjálf og mikið í núinu, þannig er ég bara sem manneskja. Ég gerði þetta ekki nema af því að það var gaman. Þetta var alltaf skemmtilegt. Auðvitað var þetta erfitt og alls konar en þetta var bara umfram allt skemmtilegt, ógeðslega skemmtilegt.“ Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM 2017 gegn SvissVísir/Getty Í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum þar sem að Fanndís greindi frá ákvörðun sinni skrifaði hún að hún tæki frelsinu fagnandi. Hvað átti hún við með því? „Þetta er skuldbinding. Ég hef lagt allt í þetta, í hvaða liði sem ég hef verið í, sleppt öllu og sé ekki eftir neinu. Ég meina það bara þannig að það verður skrýtið að hafa ekki skuldbindinguna. Ég á eftir að sakna þess að vera ekki að fara á fótboltaæfingu en það er líka ákveðið frelsi í því að þurfa ekki að vera einhvers staðar seinni partinn. Frelsið að geta farið í sumarfrí, allt sem því fylgir að hafa ekki þessa skuldbindingu. Ég á samt örugglega eftir að sakna þessarar skuldbindingar líka, þetta verður alls konar. Ef ég ætti að velja eitthvað eitt orð yfir minn feril þá væri það bara orðið „skemmtilegt.“ Ég reyndi bara að hafa gaman, alltaf, því mér finnst gaman að hafa gaman. Það er bara fólkið sem maður kynntist sem stendur upp úr og situr eftir hjá manni eftir þetta allt saman.“ View this post on Instagram A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) Fór þetta á gleðinni Fanndís átti sér aldrei stóra drauma tengda fótboltanum sem krakki. Fótboltinn heillaði hana hins vegar og innan íþróttarinnar á hún óumdeilanlega heima. „Hlutirnir gerðust bara af því að ég hafði gaman að þessu, lagði mig fram af því að þetta var skemmtilegt og mér fannst gaman að vinna. Þannig gerðust hlutirnir fyrir mig, ekki af því að ég var með svo háleit markmið eða eitthvað svoleiðis. Það hentaði mér ekki. Ég fór þetta meira á gleðinni. Ég fann hvað það gaf mér mikið þegar að það gekk vel, fann að ég var búin að leggja á mig vinnuna og uppskar alls konar. Það einkennir mig og minn feril.“
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira