Lífið

Hanskar Gunna Nels, á­rituð ManU-treyja og Elli Egils á upp­boði

Agnar Már Másson skrifar
Nokkrir munir á uppboðinu í kvöld.
Nokkrir munir á uppboðinu í kvöld. Sýn

Jökull Júlíusson úr hljómsveitinni Kaleo stendur ásamt öðrum fyrir styrktarkvöldi í Hlégarði í Mosfellsbæ fyrir Grænuhlíð í kvöld en Grænahlíð er fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni.

Uppboð verður haldið á einstökum safngripum, meðal annars nýju málverki eftir Ella Egilsson, Manchester United treyju og hönskum Gunnars Nelson svo fátt sé nefnt.

„Það er gaman að gefa til baka,“ sagði Jökulll í viðtali í kvöldfréttum Sýnar.

Meðskipuleggjendurnir Goggi og Hilmar lofuðu miklu stuði en lúðrasveit Mosfellsbæjar spilar einnig nokkur lög á styrktarkvöldinu. 

Þrímenningarnir gáfu tóndæmi sem heyra má á í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.