„Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 21:33 Einar Baldvin Baldvinsson einbeittur á svip. Vísir/Jón Gautur Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður hjá Aftureldingu, átti stórleik þegar Afturelding sigraði KA með sex marka mun norður á Akureyri í fjórtándu umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 22-28. Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu. Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu.
Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira