„Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 22:21 Andri Snær Stefánsson fékk ekki að fagna sigri í kvöld og raunar vantaði talsvert upp á það. VÍSIR/VILHELM Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var eðlilega ekki sáttur með leik síns liðs sem tapaði 22-28 gegn Aftureldingu á heimavelli í kvöld. KA skoraði ekki fyrr en eftir 13 mínútur í síðari hálfleik sem hleypti gestunum átta mörkum yfir og leikurinn í raun langt kominn þar með. Andri fór yfir þennan kafla í upphafi viðtalsins. „Við lentum bara á vegg sóknarlega, það var erfitt að finna réttu stöðurnar og við vorum alltof hægir og hikandi í okkar aðgerðum og leikurinn fer illa á þeim kafla, það er bara þannig, en að sama skapi þá vorum við líka í fyrri hálfleik í basli með sóknina og þar að auki að klúðra færum þannig við vorum bara í basli með að skora í dag.“ KA skoraði 38 mörk í síðasta leik, í 42-38 tapi gegn Haukum og því mikil sveifla á sóknarleiknum á einni viku. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag á vörn en það var hins vegar þannig að við erum of hikandi eins og ég sagði og það er bara eitthvað sem við verðum að taka og vinna í, því sem betur fer er stutt í næsta leik, svona er þetta stundum. Handbolti er stemningsíþrótt en við fundum ekki taktinn sem við vildum og þeir efldust og unnu sanngjarnan sigur.“ KA minnkaði muninn í fjögur mörk eftir að hafa ekki skorað í þrettán mínútur og virtist sóknarleikurinn lagast eftir að Bjarni Ófeigur fór af velli en hann aðeins með eitt mark úr níu skotum. En er Andri sammála því að hann hafi þurft að fara af velli svo aðrir leikmenn myndu sýna frumkvæði? „Já já, það var alveg rétt, við reyndum að finna lausnir allan leikinn. Sóknarlega að skipta mönnum og líka að fara í sjö á sex og það var allskonar sem við vorum að prófa og það er bara þannig að í handbolta þarf maður að þora og sækja á markið og þora að prófa en það bara gekk ekki hjá okkur sem lið í dag og það er bara staðan.“ KA fær aftur heimaleik í næstu umferð, þegar HK kemur í heimsókn á mánudaginn kemur. „Bara sem betur fer er stutt aftur í að við getum gert eitthvað gott fyrir fólkið okkar því að þetta var afleitt, ég segi bara afsakið við okkar flotta fólk sem fjölmennti í dag. Við bætum fyrir þetta á mánudaginn, það er klárt mál“, sagði Andri að lokum. Olís-deild karla KA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
KA skoraði ekki fyrr en eftir 13 mínútur í síðari hálfleik sem hleypti gestunum átta mörkum yfir og leikurinn í raun langt kominn þar með. Andri fór yfir þennan kafla í upphafi viðtalsins. „Við lentum bara á vegg sóknarlega, það var erfitt að finna réttu stöðurnar og við vorum alltof hægir og hikandi í okkar aðgerðum og leikurinn fer illa á þeim kafla, það er bara þannig, en að sama skapi þá vorum við líka í fyrri hálfleik í basli með sóknina og þar að auki að klúðra færum þannig við vorum bara í basli með að skora í dag.“ KA skoraði 38 mörk í síðasta leik, í 42-38 tapi gegn Haukum og því mikil sveifla á sóknarleiknum á einni viku. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag á vörn en það var hins vegar þannig að við erum of hikandi eins og ég sagði og það er bara eitthvað sem við verðum að taka og vinna í, því sem betur fer er stutt í næsta leik, svona er þetta stundum. Handbolti er stemningsíþrótt en við fundum ekki taktinn sem við vildum og þeir efldust og unnu sanngjarnan sigur.“ KA minnkaði muninn í fjögur mörk eftir að hafa ekki skorað í þrettán mínútur og virtist sóknarleikurinn lagast eftir að Bjarni Ófeigur fór af velli en hann aðeins með eitt mark úr níu skotum. En er Andri sammála því að hann hafi þurft að fara af velli svo aðrir leikmenn myndu sýna frumkvæði? „Já já, það var alveg rétt, við reyndum að finna lausnir allan leikinn. Sóknarlega að skipta mönnum og líka að fara í sjö á sex og það var allskonar sem við vorum að prófa og það er bara þannig að í handbolta þarf maður að þora og sækja á markið og þora að prófa en það bara gekk ekki hjá okkur sem lið í dag og það er bara staðan.“ KA fær aftur heimaleik í næstu umferð, þegar HK kemur í heimsókn á mánudaginn kemur. „Bara sem betur fer er stutt aftur í að við getum gert eitthvað gott fyrir fólkið okkar því að þetta var afleitt, ég segi bara afsakið við okkar flotta fólk sem fjölmennti í dag. Við bætum fyrir þetta á mánudaginn, það er klárt mál“, sagði Andri að lokum.
Olís-deild karla KA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira