Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 09:02 Gianni Infantino, forseti FIFA, með heimsbikarinn. Getty/Hector Vivas Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur. Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira