Þau eru tilnefnd sem maður ársins Boði Logason skrifar 15. desember 2025 16:00 Hægt er að greiða atkvæði í kosningunni um mann ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis neðst í greininni. Úrslitin verða kunngjörð í Reykjavík árdegis á gamlársdag. Vísir/Grafík Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um tvö þúsund tilnefningar bárust Vísi fyrr í mánuðinum og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Hægt er að greiða atkvæði neðst í greininni. Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Vísir/Bylgjan Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, gekk þvert yfir landið frá Goðafossi að Gróttuvita á Seltjarnarnesi með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta-samtökunum. Sjónvarpsfrétt úr Kvöldfréttum Sýnar: Tólf daga göngu yfir hálendið lokið Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona.Vísir/Bjarni Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona varð í ár fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Sjá frétt á Vísi: Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður.Vísir/Sigurjón Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur leitað að týndum börnum síðustu ellefu ár. Í ár steig hann fram í viðtali á Sýn og sagði aldrei hafi verið meira að gera í málaflokknum. Sjá frétt á Vísi: Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Hafþór Freyr Jóhannsson, Austfirðingur.Úr einkasafni Hafþór Freyr Jóhannsson, ellefu ára drengur frá Nesskaupsstað, bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukknun þegar hún féll í sjóinn við bryggjuna í bænum. Hann kastaði sér á eftir henni og synti með hana upp að stiganum á bryggjunni. Hann hafði nokkrum mánuðum áður farið á skyndihjálparnámskeið. Sjá frétt á Vísi: Ellefu ára bjargaði systur sinni frá drukknun Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir er að ljúka sínu fyrsta heila ári sem forsætisráðherra. Kannanir hafa sýnt að hún sé sá ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur mests trausts hjá almenningi. Sjá frétt Vísis: Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Laufey Lín, tónlistarkona.Getty Laufey Lín tónlistarkona hélt áfram að sigra heiminn og var meðal annars tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir nýjustu breiðskífu sína. Þá seldi hún upp á tónleika í Kórnum sem haldnir verða á næsta ári. Sjá frétt á Vísi: Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona.Vísir/Arnar Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, vakti athygli fyrir þátttöku sína í Frelsisflotanum, alþjóðlegum skipaflota sem sigldi með hjálpargögn sem ætluð voru íbúum á Gaza-svæðinu. Sjá frétt á Vísi: Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir.Vísir/Margrét Helga Mæðurnar þrjár, þær María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, brugðu á það ráð að senda syni sína til Suður-Afríku í meðferð. Meðferðarúrræðin á Íslandi hafi ekki virkað fyrir þá. Sjá frétt á Vísi: Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Snorri Másson, þingmaður.Vísir/Vilhelm Snorri Másson þingmaður kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík á árinu og var meðal annars kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Snorri hefur vakið athygli fyrir skoðanir sínar. Sjá frétt Vísis: Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Steinar Guðmundsson, hjartalæknir.Vísir/Bjarni Steinar Guðmundsson hjartalæknir hefur vakið athygli fyrir að bjóða upp á vökvagjöf sem svar við POTS-sjúkdómnum. Sjá frétt Vísis: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kosningunni er lokið. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Reykjavík árdegis á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan 10 á Bylgjunni. Fréttir ársins 2025 Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Um tvö þúsund tilnefningar bárust Vísi fyrr í mánuðinum og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Hægt er að greiða atkvæði neðst í greininni. Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Vísir/Bylgjan Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, gekk þvert yfir landið frá Goðafossi að Gróttuvita á Seltjarnarnesi með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta-samtökunum. Sjónvarpsfrétt úr Kvöldfréttum Sýnar: Tólf daga göngu yfir hálendið lokið Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona.Vísir/Bjarni Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona varð í ár fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Sjá frétt á Vísi: Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður.Vísir/Sigurjón Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur leitað að týndum börnum síðustu ellefu ár. Í ár steig hann fram í viðtali á Sýn og sagði aldrei hafi verið meira að gera í málaflokknum. Sjá frétt á Vísi: Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Hafþór Freyr Jóhannsson, Austfirðingur.Úr einkasafni Hafþór Freyr Jóhannsson, ellefu ára drengur frá Nesskaupsstað, bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukknun þegar hún féll í sjóinn við bryggjuna í bænum. Hann kastaði sér á eftir henni og synti með hana upp að stiganum á bryggjunni. Hann hafði nokkrum mánuðum áður farið á skyndihjálparnámskeið. Sjá frétt á Vísi: Ellefu ára bjargaði systur sinni frá drukknun Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir er að ljúka sínu fyrsta heila ári sem forsætisráðherra. Kannanir hafa sýnt að hún sé sá ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur mests trausts hjá almenningi. Sjá frétt Vísis: Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Laufey Lín, tónlistarkona.Getty Laufey Lín tónlistarkona hélt áfram að sigra heiminn og var meðal annars tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir nýjustu breiðskífu sína. Þá seldi hún upp á tónleika í Kórnum sem haldnir verða á næsta ári. Sjá frétt á Vísi: Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona.Vísir/Arnar Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, vakti athygli fyrir þátttöku sína í Frelsisflotanum, alþjóðlegum skipaflota sem sigldi með hjálpargögn sem ætluð voru íbúum á Gaza-svæðinu. Sjá frétt á Vísi: Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir.Vísir/Margrét Helga Mæðurnar þrjár, þær María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, brugðu á það ráð að senda syni sína til Suður-Afríku í meðferð. Meðferðarúrræðin á Íslandi hafi ekki virkað fyrir þá. Sjá frétt á Vísi: Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Snorri Másson, þingmaður.Vísir/Vilhelm Snorri Másson þingmaður kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík á árinu og var meðal annars kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Snorri hefur vakið athygli fyrir skoðanir sínar. Sjá frétt Vísis: Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Steinar Guðmundsson, hjartalæknir.Vísir/Bjarni Steinar Guðmundsson hjartalæknir hefur vakið athygli fyrir að bjóða upp á vökvagjöf sem svar við POTS-sjúkdómnum. Sjá frétt Vísis: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kosningunni er lokið. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Reykjavík árdegis á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan 10 á Bylgjunni.
Fréttir ársins 2025 Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira