„Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2025 21:28 Saumó hefur verið starfandi í sjö ár. Vísir/Sigurjón Síðastliðin sjö ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar starfrækt saumaklúbb fyrir innflytjendakonur þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra. Smári Jökull kíkti í heimsókn í Breiðholtskirkju þar sem konurnar voru í óða önn að baka piparkökur og undirbúa sölumarkað. Saumó - tau með tilgang er félagsskapur innflytjendakvenna sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið utan um síðustu sjö árin. Markmiðið er fyrst og fremst að brjóta niður félagslega einangrun og auka virkni kvennanna í samfélaginu. Konurnar í Saumó hittast nokkrum sinnum í viku til að sauma, prjóna og njóta félagsskapar og eins og í dag hittust þær í Breiðholtskirkju til að baka saman piparkökur. Í Breiðholtskirkju var nóg um að vera í piparkökubakstri.Vísir/Sigurjón „Markmiðið er líka að kenna þeim einhverja iðn. Margar bara kunnu ekkert að sauma þegar þær komu og eru orðnar saumadrottningar núna þannig að það er mjög valdeflandi fyrir þær, það er það líka. Við erum að kenna þeim íslensku og aðeins á samfélagið og landið, kynna landið fyrir þeim,“ segir Hildur Loftsdóttir en hún er verkefnastýra Saumó. Umhverfisvænt verkefni Allt efni sem konurnar sauma og prjóna úr fá þær gefins. „Þetta er líka umhverfisvænt. Allt sem við notum er gefið þannig að stundum erum við að sauma úr gömlum fötum og stundum eru þetta heilu strangarnir úr búð sem hafa ekki selst. Þetta er til sölu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar alla daga.“ Hildur er verkefnastýra Saumó - Tau með tilgang.Vísir/Sigurjón „Svo náttúrulega verður markaður á sunnudag í Hjálpræðishernum og það verður mjög gaman. Það verða fleiri vörur þar en eru hér til sýnis. Þetta verður ekki bara markaður,“ segir Hildur en ýmislegt fleira verður í boði. „Kennarinn minn er mjög góð kona“ Sargul Azeez Muhammad er meðal þeirra sem sækir Saumó reglulega. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár og ég er með fjölskyldu. Við erum bara að prjóna, sauma og tala saman og læra íslensku,“ sagði Sargul. Sargul Azeez Muhammad kemur frá Kúrdistan og hrósaði kennara sínum í hástert.Vísir/Sigurjón Þegar fréttastofu bar að garði var hún klædd í glæsilegan þjóðbúning Kúrdistan. „Takk fyrir, takk fyrir. Þetta er úr minni menningu. Það er mjög gaman á Íslandi og kennarinn minn er mjög góð kona,“ bætir Sargul við og bendir á Hildi. „Fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur“ Starfið er brotið upp á ýmsan hátt til dæmis með laufabrauðsgerð. Hildur segir starfið gefa sér afar mikið. „Þetta getur verið mjög erfitt starf tilfinningalega því nú erum við búin að vera með fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur því þeim hefur verið brottvísað. Þannig að þetta getur verið tilfinningalega mjög erfitt en annars er þetta svo ofsalega gefandi.“ Hér má sjá sýnishorn af því sem konurnar hafa búið til.Vísir/Sigurjón Þátttakan hefur verið góð en styrkur sem fékkst frá ríkinu er uppurinn og óljóst hvort meira fáist. „Þegar Guðmundur Ingi var í félagsmálaráðuneytinu þá var hann hrifinn af þessu og gaf okkur góðan styrk í tvö ár. Nú er sá peningur uppurinn og við erum bara að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu, hvort við getum haldið starfinu áfram. Við vonum það af öllu hjarta.“ Innflytjendamál Handverk Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Saumó - tau með tilgang er félagsskapur innflytjendakvenna sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið utan um síðustu sjö árin. Markmiðið er fyrst og fremst að brjóta niður félagslega einangrun og auka virkni kvennanna í samfélaginu. Konurnar í Saumó hittast nokkrum sinnum í viku til að sauma, prjóna og njóta félagsskapar og eins og í dag hittust þær í Breiðholtskirkju til að baka saman piparkökur. Í Breiðholtskirkju var nóg um að vera í piparkökubakstri.Vísir/Sigurjón „Markmiðið er líka að kenna þeim einhverja iðn. Margar bara kunnu ekkert að sauma þegar þær komu og eru orðnar saumadrottningar núna þannig að það er mjög valdeflandi fyrir þær, það er það líka. Við erum að kenna þeim íslensku og aðeins á samfélagið og landið, kynna landið fyrir þeim,“ segir Hildur Loftsdóttir en hún er verkefnastýra Saumó. Umhverfisvænt verkefni Allt efni sem konurnar sauma og prjóna úr fá þær gefins. „Þetta er líka umhverfisvænt. Allt sem við notum er gefið þannig að stundum erum við að sauma úr gömlum fötum og stundum eru þetta heilu strangarnir úr búð sem hafa ekki selst. Þetta er til sölu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar alla daga.“ Hildur er verkefnastýra Saumó - Tau með tilgang.Vísir/Sigurjón „Svo náttúrulega verður markaður á sunnudag í Hjálpræðishernum og það verður mjög gaman. Það verða fleiri vörur þar en eru hér til sýnis. Þetta verður ekki bara markaður,“ segir Hildur en ýmislegt fleira verður í boði. „Kennarinn minn er mjög góð kona“ Sargul Azeez Muhammad er meðal þeirra sem sækir Saumó reglulega. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár og ég er með fjölskyldu. Við erum bara að prjóna, sauma og tala saman og læra íslensku,“ sagði Sargul. Sargul Azeez Muhammad kemur frá Kúrdistan og hrósaði kennara sínum í hástert.Vísir/Sigurjón Þegar fréttastofu bar að garði var hún klædd í glæsilegan þjóðbúning Kúrdistan. „Takk fyrir, takk fyrir. Þetta er úr minni menningu. Það er mjög gaman á Íslandi og kennarinn minn er mjög góð kona,“ bætir Sargul við og bendir á Hildi. „Fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur“ Starfið er brotið upp á ýmsan hátt til dæmis með laufabrauðsgerð. Hildur segir starfið gefa sér afar mikið. „Þetta getur verið mjög erfitt starf tilfinningalega því nú erum við búin að vera með fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur því þeim hefur verið brottvísað. Þannig að þetta getur verið tilfinningalega mjög erfitt en annars er þetta svo ofsalega gefandi.“ Hér má sjá sýnishorn af því sem konurnar hafa búið til.Vísir/Sigurjón Þátttakan hefur verið góð en styrkur sem fékkst frá ríkinu er uppurinn og óljóst hvort meira fáist. „Þegar Guðmundur Ingi var í félagsmálaráðuneytinu þá var hann hrifinn af þessu og gaf okkur góðan styrk í tvö ár. Nú er sá peningur uppurinn og við erum bara að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu, hvort við getum haldið starfinu áfram. Við vonum það af öllu hjarta.“
Innflytjendamál Handverk Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira