Enski boltinn

„Ég held að þetta hafi ekki verið kveðju­stund“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah hleypur inn á völlinn í fyrri hálfleik á Anfield í dag en honum var skipt inn á völlinn þegar Joe Gomez meiddist snemma leiks. Liverpool vann leikinn 2-0.
Mohamed Salah hleypur inn á völlinn í fyrri hálfleik á Anfield í dag en honum var skipt inn á völlinn þegar Joe Gomez meiddist snemma leiks. Liverpool vann leikinn 2-0. Getty/Liverpool FC

Mohamed Salah kom óvænt inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í 2-0 sigri Liverpool á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. En var þetta síðasti leikur hans? Sérfræðingur breska ríkisútvarpsins og fyrrum knattspyrnuhetja er ekki á því.

„Ég geri ráð fyrir að allir fari frá Anfield með þá tilfinningu á lofti hvað gerist næst með Mo Salah? Ætlar hann að vera áfram eða ætlar hann að fara? En þetta hefur verið góð vika fyrir Slot,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live.

Mo Salah náði ekki að skora þrátt fyrir að fá nokkur góð færi en hann lagði upp seinna markið sem kom með skalla eftir hornspyrnu Salah.

Klippa: Mo Salah þakkar fyrir leikinn

„Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund. Það voru nokkur augnablik þar sem maður hugsaði „var þetta kveðjubending eða ekki“ en það leit bara út fyrir að hann væri að klappa fyrir stuðningsmönnunum eins og hann gerir í hverri viku og eins og margir aðrir leikmenn gerðu,“ sagði Sutton sem fylgdist vel með egypska framherjanum með stuðningsmönnum Liverpool eftir leik.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál þróast. Ef þú ert stuðningsmaður Liverpool viltu halda í bestu leikmennina þína svo þú munt vona að þetta gangi upp,“ sagði Sutton.

„Mo Salah sér kannski eftir því að hafa gert þetta opinbert. En ef þú ert stuðningsmaður Liverpool vonarðu að það náist samkomulag um að Salah verði áfram,“ sagði Sutton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×