Innlent

Sanna segir frá nýju fram­boði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu í dag, en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi góða gesti til sín og ræðir við þá um samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrst koma Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og ræða helstu mál í þinglok og fara yfir árangur ríkisstjórnarinnar á þessu ári.

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, svarar svo fyrir gagnrýni á nýja samgönguáætlun, forgang í jarðgangnagerð og fleira sem hans málaflokki tengist.

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka Iðnaðarins, fer yfir EES samninginn og mikilvægi hans fyrir Ísland, en auk formennsku í SI gegnir Árni stöðu yfirlögfræðings Marels.

Er óhætt að skipta EES samningnum út líkt og heyrst hefur, gæti annarskonar fríverslunarsamningar dugað íslenskum útflutningi jafn vel eins og heyrst hefur á undanförnum dögum?

Að lokum mæta Sanna Magdalena Mörtudóttir og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúar, og ræða sviptingar í borgarmálunum. Fylgið er á fleygiferð, Sanna hefur tilkynnt um nýtt framboð, en Sjálfstæðisflokkurinn rís hvað hæst í skoðanakönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×