John Cena hættur að glíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 10:11 Þú getur ekki séð John Cena glíma lengur. Rich Freeda/WWE via Getty Images Eftir tæpan aldarfjórðung sem einn frægasti glímukappi heims keppti John Cena sinn síðasta bardaga í nótt. John Cena barðist fyrst í WWE árið 2001 og hefur síðan þá verið eitt þekktasta nafnið í bransanum. Klæddur í sínar gallastuttbuxur hefur hann sautján heimsmeistaratitla. Goðsagnakennt slagorð hans „You Can‘t See Me“ hefur notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda WWE en glímukappinn hefur líka gerst frægur fyrir feril sinn sem leikari og tónlistarmaður. John Cena hits his final “You Can’t See Me” move in the WWE pic.twitter.com/RmZab8CNKc— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) December 14, 2025 „Heilt yfir hefur enginn glímukappi dregið fleiri aðdáendur að WWE viðburðum heldur en John Cena“ sagði Brandon Thurston, eigandi og ritstjóri Wrestlenomics tímaritsins. The GOAT. There will never be another John Cena! 🥹 pic.twitter.com/8dT8jUQjma— WWE (@WWE) December 14, 2025 Störf hans í þágu góðgerðafélaga hafa einnig vakið athygli og þá sérstaklega farsælt samstarf við „Make A Wish“ samtökin, sem uppfylla óskir langveikra barna. Hinn 48 ára gamli Cena tilkynnti í júlí síðastliðnum að síðasti bardagi hans yrði bardaginn sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Hann sagði þá að líkaminn höndlaði álagið ekki lengur og væri að öskra á hann að hætta. „Þú klúðraðir þessu“ Tap varð niðurstaðan í síðasta bardaga Cena og glímukappi að nafni Gunther hlaut heiðurinn sem fylgdi því að fella kónginn. Aðdáendur Cena voru hins vegar alls ekki ánægðir með hvernig hann kvaddi sviðið í síðasta sinn. WWE samtökin hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir að sviðsetja bardaga og ákveða, ekki einungis útkomuna, heldur hvernig nákvæmlega bardaginn skuli þróast og enda. It's over. Gunther taps out John Cena. pic.twitter.com/0O2lTpl3p1— WWE (@WWE) December 14, 2025 Það virtist vera raunin með síðasta bardaga Cena í nótt. Gunther var margoft búinn að læsa hann í glímubragði á gólfinu en alltaf slapp Cena, nema undir lokin þegar hann brosti og bað dómarann um að stöðva bardagann. Áhorfendur vildu meina að þetta hefði engan veginn verið alvöru glímubardagi, sviðsettur að algjörlega öllu leiti frá upphafi til enda. „Helvítis kjaftæði“ og „Þú klúðraðir þessu“ heyrðist hrópað úr stúkunni þegar Triple H, skipuleggjandi bardagakvöldsins, greip í míkrafón og flutti ræðu fyrir Cena eftir bardagann. Þá mátti einnig heyra greinilega „A-E-W“ hróp endurtekin en AEW er helsti keppinautur WWE. WWE FANS ARE CHANTING “A-E-W! A-E-W! A-E-W!” AT TRIPLE H LMFAOOOOOOO OH MY GOD #SNME pic.twitter.com/HFHJV7aSzj— Self Made AO 💫 (@KXNGAO) December 14, 2025 Glíma Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira
John Cena barðist fyrst í WWE árið 2001 og hefur síðan þá verið eitt þekktasta nafnið í bransanum. Klæddur í sínar gallastuttbuxur hefur hann sautján heimsmeistaratitla. Goðsagnakennt slagorð hans „You Can‘t See Me“ hefur notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda WWE en glímukappinn hefur líka gerst frægur fyrir feril sinn sem leikari og tónlistarmaður. John Cena hits his final “You Can’t See Me” move in the WWE pic.twitter.com/RmZab8CNKc— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) December 14, 2025 „Heilt yfir hefur enginn glímukappi dregið fleiri aðdáendur að WWE viðburðum heldur en John Cena“ sagði Brandon Thurston, eigandi og ritstjóri Wrestlenomics tímaritsins. The GOAT. There will never be another John Cena! 🥹 pic.twitter.com/8dT8jUQjma— WWE (@WWE) December 14, 2025 Störf hans í þágu góðgerðafélaga hafa einnig vakið athygli og þá sérstaklega farsælt samstarf við „Make A Wish“ samtökin, sem uppfylla óskir langveikra barna. Hinn 48 ára gamli Cena tilkynnti í júlí síðastliðnum að síðasti bardagi hans yrði bardaginn sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Hann sagði þá að líkaminn höndlaði álagið ekki lengur og væri að öskra á hann að hætta. „Þú klúðraðir þessu“ Tap varð niðurstaðan í síðasta bardaga Cena og glímukappi að nafni Gunther hlaut heiðurinn sem fylgdi því að fella kónginn. Aðdáendur Cena voru hins vegar alls ekki ánægðir með hvernig hann kvaddi sviðið í síðasta sinn. WWE samtökin hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir að sviðsetja bardaga og ákveða, ekki einungis útkomuna, heldur hvernig nákvæmlega bardaginn skuli þróast og enda. It's over. Gunther taps out John Cena. pic.twitter.com/0O2lTpl3p1— WWE (@WWE) December 14, 2025 Það virtist vera raunin með síðasta bardaga Cena í nótt. Gunther var margoft búinn að læsa hann í glímubragði á gólfinu en alltaf slapp Cena, nema undir lokin þegar hann brosti og bað dómarann um að stöðva bardagann. Áhorfendur vildu meina að þetta hefði engan veginn verið alvöru glímubardagi, sviðsettur að algjörlega öllu leiti frá upphafi til enda. „Helvítis kjaftæði“ og „Þú klúðraðir þessu“ heyrðist hrópað úr stúkunni þegar Triple H, skipuleggjandi bardagakvöldsins, greip í míkrafón og flutti ræðu fyrir Cena eftir bardagann. Þá mátti einnig heyra greinilega „A-E-W“ hróp endurtekin en AEW er helsti keppinautur WWE. WWE FANS ARE CHANTING “A-E-W! A-E-W! A-E-W!” AT TRIPLE H LMFAOOOOOOO OH MY GOD #SNME pic.twitter.com/HFHJV7aSzj— Self Made AO 💫 (@KXNGAO) December 14, 2025
Glíma Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira