Rabbíni drepinn í árásinni Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. desember 2025 11:53 Ellefu voru drepnir í árásinni auk annars árásarmannsins. AP Photo/Mark Baker Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Lögregla kunni deili á árásarmanninum Á blaðamannafundi lögregluyfirvalda segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk, en árásinni hafi verið sérstaklega beint að gyðingasamfélaginu í Sydney. Annar árásarmaðurinn sé látinn og hinn sé alvarlega slasaður í haldi lögreglunnar. Minnst tveir lögreglumenn eru einnig alvarlega slasaðir, og voru í skurðaðgerð á sjúkrahúsi þegar blaðamannafundurinn stóð yfir. Minnst 29 hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mynd af öðrum árásarmanninum sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mal Lanyon lögregustjóri í Nýju Suður Wales segir að lögreglan hafi þekkt til eins árásarmannsins, en hún hafi vitað mjög lítið um hann. „Það þýðir ekki að það hafi legið fyrir að af honum stæði einhver ógn. Ef við hefðum haft einhverja vitneskju um það, að það væri yfirstandandi hætta vegna þessarar hátíðar eða annað slíkt, hefðum við að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstafanir.“ „Þetta er skelfilega sorglegur atburður, og það er ekki tímabært að fara benda fingrum. Ítarleg rannsókn verður gerð á þessu öllu saman,“ segir Mal Lanyon. Fundu sprengjur í bíl og sögur af þriðja byssumanni Á blaðamannafundinum kom fram að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir öflugum skotvopnum, en einnig hafi heimatilbúin sprengja fundist í bíl látna árásarmannsins. „Skömmu eftir skotárásina fundu lögreglumenn bíl í Campbell Parade hjá Bondi ströndinni, og fundu það sem við höldum að séu nokkrar heimatilbúnar sprengjur,“ segir Mal Lanyon. Búið er að aftengja sprengjuna og fjarlægja af vettvangi. Umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu: Yfirvöld segja að fyrir liggi að árásarmennirnir hafi verið minnst tveir, en mögulega hafi fleiri verið að verki. Leit standi enn yfir að hugsanlegum samverkamönnum. Aðalrabbíninn í sýnagógunni í Sydney segir að hann hafi heyrt frá fólki á svæðinu að byssumennirnir hafi verið þrír. „Það sem ég heyrði frá fólki sem var á svæðinu, þá sá hann tólf manns deyja. Einn þeirra var góður vinur minn og samstarfsfélagi, rabbíni Eli Schlanger, maður sem var fullur ljóss, orku og gaf samfélaginu okkar mikið.“ „Þeir byrjuðu að skjóta þegar verið var að kveikja á Menorah.“ Lögregluyfirvöld segja að umfangsmikil leit standi enn yfir á svæðinu, þannig að ef þrír árásarmenn hafi verið að verki muni sá þriðji finnast.
Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Lögregla kunni deili á árásarmanninum Á blaðamannafundi lögregluyfirvalda segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk, en árásinni hafi verið sérstaklega beint að gyðingasamfélaginu í Sydney. Annar árásarmaðurinn sé látinn og hinn sé alvarlega slasaður í haldi lögreglunnar. Minnst tveir lögreglumenn eru einnig alvarlega slasaðir, og voru í skurðaðgerð á sjúkrahúsi þegar blaðamannafundurinn stóð yfir. Minnst 29 hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mynd af öðrum árásarmanninum sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mal Lanyon lögregustjóri í Nýju Suður Wales segir að lögreglan hafi þekkt til eins árásarmannsins, en hún hafi vitað mjög lítið um hann. „Það þýðir ekki að það hafi legið fyrir að af honum stæði einhver ógn. Ef við hefðum haft einhverja vitneskju um það, að það væri yfirstandandi hætta vegna þessarar hátíðar eða annað slíkt, hefðum við að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstafanir.“ „Þetta er skelfilega sorglegur atburður, og það er ekki tímabært að fara benda fingrum. Ítarleg rannsókn verður gerð á þessu öllu saman,“ segir Mal Lanyon. Fundu sprengjur í bíl og sögur af þriðja byssumanni Á blaðamannafundinum kom fram að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir öflugum skotvopnum, en einnig hafi heimatilbúin sprengja fundist í bíl látna árásarmannsins. „Skömmu eftir skotárásina fundu lögreglumenn bíl í Campbell Parade hjá Bondi ströndinni, og fundu það sem við höldum að séu nokkrar heimatilbúnar sprengjur,“ segir Mal Lanyon. Búið er að aftengja sprengjuna og fjarlægja af vettvangi. Umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu: Yfirvöld segja að fyrir liggi að árásarmennirnir hafi verið minnst tveir, en mögulega hafi fleiri verið að verki. Leit standi enn yfir að hugsanlegum samverkamönnum. Aðalrabbíninn í sýnagógunni í Sydney segir að hann hafi heyrt frá fólki á svæðinu að byssumennirnir hafi verið þrír. „Það sem ég heyrði frá fólki sem var á svæðinu, þá sá hann tólf manns deyja. Einn þeirra var góður vinur minn og samstarfsfélagi, rabbíni Eli Schlanger, maður sem var fullur ljóss, orku og gaf samfélaginu okkar mikið.“ „Þeir byrjuðu að skjóta þegar verið var að kveikja á Menorah.“ Lögregluyfirvöld segja að umfangsmikil leit standi enn yfir á svæðinu, þannig að ef þrír árásarmenn hafi verið að verki muni sá þriðji finnast.
Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira