Handbolti

Reistad valin best og Katrine Lunde besti mark­vörðurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrin Lunde og norsku stelpurnar fagna sigri í leikslok. Katrin Lunde endaði landsliðsferilinn ekki aðeins með að vinna HM-gull og taka við heimsbikarnum heldur var hún einnig valin besti markvörður keppninnar.
Katrin Lunde og norsku stelpurnar fagna sigri í leikslok. Katrin Lunde endaði landsliðsferilinn ekki aðeins með að vinna HM-gull og taka við heimsbikarnum heldur var hún einnig valin besti markvörður keppninnar. EPA/Iris van den Broek

Eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld var tilkynnt um valið á besta leikmanni mótsins og leikmönnum í úrvalsliðinu.

Norðmenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri á Þýskalandi, 23-20.

Henny Reistad frá Noregi, besta handboltakona ársins 2023 og 2024 hjá IHF, var valin verðmætasti leikmaður keppninnar í annað sinn í röð, eftir að hafa einnig hlotið viðurkenninguna á heimsmeistaramóti kvenna árið 2023. Reistad var einnig markadrottning mótsins.

Fimm þjóðir áttu fulltrúa í úrvalsliðinu, undanúrslitaliðin ásamt Brasilíu sem komust í fjórðungsúrslitin. Noregur og Þýskaland, sem mættust í úrslitaleiknum, eru einu liðin með fleiri en einn leikmann í liðinu.

Markvörður Noregs, Katrine Lunde, var valin í úrvalslið HM í annað sinn, var einnig valin árið 2017, en hún var að spila sinn síðasta landsleik á ferlinum.

Þýskaland átti tvo leikmenn í úrvalsliðinu eða vinstri bakvörðinn Emily Vogel og vinstri hornamanninn Antje Döll á meðan Sarah Bouktit frá Frakklandi var valin besti línumaður keppninnar. Gestgjafarnir Holland sendu einnig hægri skyttuna Dione Housheer í besta lið keppninnar.

Eini leikmaðurinn sem ekki komst í undanúrslitin en komst samt í úrvalsliðið var leikstjórnandinn frá Brasilíu, Bruna de Paula Almeida, sem stóð sig frábærlega í keppninni og skoraði 33 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×