Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 21:22 Jordan Henderson fagnar hér markinu sínu í dag fyrir Brentford á móti Leeds United. Getty/David Horton Jordan Henderson, miðjumaður Brentford, heiðraði fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Diogo Jota, eftir að hafa skorað langþráð mark í 1-1 jafntefli gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski miðjumaðurinn spilaði 77 leiki með Jota, sem lést í bílslysi 28 ára gamall í júlí, ásamt bróður sínum Andre Silva. Henderson endurskapaði þekkt fagnaðarlæti portúgalska framherjans þegar hann settist niður og þóttist spila tölvuleik. Þannig fagnaði hann sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember 2021. Það mark kom í þægilegum 4-1 sigri Liverpool í Derby-slag gegn nágrönnunum Everton þegar Jota var einnig meðal markaskorara Liverpool. „Það var afmæli hans nýlega,“ sagði Henderson, 35 ára, við Sky Sports. A touching tribute for Diogo Jota from Jordan Henderson after scoring his first goal for Brentford 🎮❤️ pic.twitter.com/qpoeDVXgEc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 14, 2025 „Við munum aldrei gleyma honum. Við munum alltaf minnast hans. Ég get aðeins ímyndað mér hvað strákarnir hjá Liverpool eru að ganga í gegnum. Hann var góður vinur og, eins og ég sagði, ég skora ekki mörg mörk svo ég ákvað að tileinka það honum,“ sagði Henderson. Fyrrverandi fyrirliði Liverpool var grátandi þegar hann lagði blóm til heiðurs Jota fyrir utan Anfield daginn eftir andlát hans. Henderson fór frá Liverpool til að ganga til liðs við Al-Ettifaq, sem er í saudíarabísku atvinnumannadeildinni, í júlí 2023, áður en hann fór til Ajax í janúar 2024. Hann samþykkti að rifta samningi sínum við hollenska félagið fyrr en áætlað var síðasta sumar og sneri aftur í enska boltann með Brentford. 35 ára og 180 daga gamall í dag og með því varð Henderson elsti markaskorari Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Jordan Henderson dedicates his first Brentford goal to Diogo Jota ❤️ https://t.co/AtZnejcNjO pic.twitter.com/3VwK0TYJdA— Premier League (@premierleague) December 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Sjá meira
Enski miðjumaðurinn spilaði 77 leiki með Jota, sem lést í bílslysi 28 ára gamall í júlí, ásamt bróður sínum Andre Silva. Henderson endurskapaði þekkt fagnaðarlæti portúgalska framherjans þegar hann settist niður og þóttist spila tölvuleik. Þannig fagnaði hann sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember 2021. Það mark kom í þægilegum 4-1 sigri Liverpool í Derby-slag gegn nágrönnunum Everton þegar Jota var einnig meðal markaskorara Liverpool. „Það var afmæli hans nýlega,“ sagði Henderson, 35 ára, við Sky Sports. A touching tribute for Diogo Jota from Jordan Henderson after scoring his first goal for Brentford 🎮❤️ pic.twitter.com/qpoeDVXgEc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 14, 2025 „Við munum aldrei gleyma honum. Við munum alltaf minnast hans. Ég get aðeins ímyndað mér hvað strákarnir hjá Liverpool eru að ganga í gegnum. Hann var góður vinur og, eins og ég sagði, ég skora ekki mörg mörk svo ég ákvað að tileinka það honum,“ sagði Henderson. Fyrrverandi fyrirliði Liverpool var grátandi þegar hann lagði blóm til heiðurs Jota fyrir utan Anfield daginn eftir andlát hans. Henderson fór frá Liverpool til að ganga til liðs við Al-Ettifaq, sem er í saudíarabísku atvinnumannadeildinni, í júlí 2023, áður en hann fór til Ajax í janúar 2024. Hann samþykkti að rifta samningi sínum við hollenska félagið fyrr en áætlað var síðasta sumar og sneri aftur í enska boltann með Brentford. 35 ára og 180 daga gamall í dag og með því varð Henderson elsti markaskorari Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Jordan Henderson dedicates his first Brentford goal to Diogo Jota ❤️ https://t.co/AtZnejcNjO pic.twitter.com/3VwK0TYJdA— Premier League (@premierleague) December 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Sjá meira