Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2025 10:59 Hluti starfsmanna Louvre í verkfalli í morgun. AP/Michel Euler Stór hluti starfsmanna Louvre-safnsins, þess vinsælasta í heiminum, fór í almennt verkfall í dag en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa lýst ástandinu í safninu sem krísu og hefur starfsfólk ítrekað kvartað undan ónægum öryggisráðstöfunum, of mörgum gestum og erfiðum starfsskilyrðum. Um fjögur hundruð starfsmenn safnsins, sem eru í tveimur verkalýðsfélögum, samþykktu einróma á fundi að hefja verkfallið. Um 2.200 manns vinna hjá safninu og tilheyra þeir mörgum verkalýðsfélögum en forsvarsmenn þeirra tveggja sem hófu verkfall í morgun segja aðgerðirnar njóta mikils stuðnings og eiga von á fleirum í verkfall, samkvæmt frétt Le Monde. Vonsviknum ferðamönnum var snúið við í massavís í morgun en milljónir manna koma frá öllum hornum heimsins á ári hverju til að heimsækja safnið. Le Monde hefur eftir ferðamönnum í brúðkaupsferð frá Suður-Kóreu að helsta ástæðan fyrir því að þau fóru til Parísar hafi verið að heimsækja Louvre. Þau voru leið yfir því að komast ekki á safnið í morgun. Nýlega var framið rán um hábjartan dag í safninu og komust þjófarnir meðal annars undan með hluta af krúnudjásnum Napóleons. Í opinberri rannsókn kom fram að öryggisbúnaður eins og myndavélar og annað væri kominn til áranna, stjórnstöðvar hefðu ekki verið nægilega mannaðar og að slæm samhæfing hafi leitt til þess að lögregluþjónar voru fyrst sendir á rangan stað. Í frétt France24 segir að margt fleira hafi komið upp á í safninu að undanförnu og að líðan starfsmanna hafi versnað töluvert. Í sumar gerðu þeir til að mynda skyndiverkfall sem hafði mikil áhrif á starfsemi á safninu. Gestir þurftu frá að hverfa þegar þeir vildu skoða sig um í Louvre.AP/Michel Euler Táknmynd ástandsins í ferðaþjónustu Um þrjátíu þúsund manns sækja safnið heim á hverjum degi og berja munina þar inni augum. Aðstæður á Louvre hafa orðið eins konar táknmynd fyrir of mikla fjölgun ferðamanna í París. Þetta fólk þarf að bíða í gífurlega löngum röðum og hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga sagt að innviðir á safninu, eins og salerni og mataraðstaða, anni engan veginn öllum þessum fjölda. Þá hafi ástand hallarinnar sem hýsir safnið versnað til muna og þörf sé á meira viðhaldi. Til marks um það þurfti að loka hluta safnsins fyrr á árinu, þar sem gólfbitar voru orðnir lélegir og þá skemmdust munir nýverið þegar vatnsleki varð á safninu. Yfirarkitekt safnsins viðurkenndi fyrir framan þingmenn á dögunum að safnhúsið væri í slæmu ásigkomulagi. Frakkland Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gangvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Sjá meira
Um fjögur hundruð starfsmenn safnsins, sem eru í tveimur verkalýðsfélögum, samþykktu einróma á fundi að hefja verkfallið. Um 2.200 manns vinna hjá safninu og tilheyra þeir mörgum verkalýðsfélögum en forsvarsmenn þeirra tveggja sem hófu verkfall í morgun segja aðgerðirnar njóta mikils stuðnings og eiga von á fleirum í verkfall, samkvæmt frétt Le Monde. Vonsviknum ferðamönnum var snúið við í massavís í morgun en milljónir manna koma frá öllum hornum heimsins á ári hverju til að heimsækja safnið. Le Monde hefur eftir ferðamönnum í brúðkaupsferð frá Suður-Kóreu að helsta ástæðan fyrir því að þau fóru til Parísar hafi verið að heimsækja Louvre. Þau voru leið yfir því að komast ekki á safnið í morgun. Nýlega var framið rán um hábjartan dag í safninu og komust þjófarnir meðal annars undan með hluta af krúnudjásnum Napóleons. Í opinberri rannsókn kom fram að öryggisbúnaður eins og myndavélar og annað væri kominn til áranna, stjórnstöðvar hefðu ekki verið nægilega mannaðar og að slæm samhæfing hafi leitt til þess að lögregluþjónar voru fyrst sendir á rangan stað. Í frétt France24 segir að margt fleira hafi komið upp á í safninu að undanförnu og að líðan starfsmanna hafi versnað töluvert. Í sumar gerðu þeir til að mynda skyndiverkfall sem hafði mikil áhrif á starfsemi á safninu. Gestir þurftu frá að hverfa þegar þeir vildu skoða sig um í Louvre.AP/Michel Euler Táknmynd ástandsins í ferðaþjónustu Um þrjátíu þúsund manns sækja safnið heim á hverjum degi og berja munina þar inni augum. Aðstæður á Louvre hafa orðið eins konar táknmynd fyrir of mikla fjölgun ferðamanna í París. Þetta fólk þarf að bíða í gífurlega löngum röðum og hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga sagt að innviðir á safninu, eins og salerni og mataraðstaða, anni engan veginn öllum þessum fjölda. Þá hafi ástand hallarinnar sem hýsir safnið versnað til muna og þörf sé á meira viðhaldi. Til marks um það þurfti að loka hluta safnsins fyrr á árinu, þar sem gólfbitar voru orðnir lélegir og þá skemmdust munir nýverið þegar vatnsleki varð á safninu. Yfirarkitekt safnsins viðurkenndi fyrir framan þingmenn á dögunum að safnhúsið væri í slæmu ásigkomulagi.
Frakkland Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gangvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Sjá meira