Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2025 12:25 Snæfríður og Snorri eru sundfólk ársins 2025 Myndir: Sundsamband Íslands Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Snorri Dagur Einarsson eru sundfólk ársins 2025. Frá þessu greinir Sundsamband Íslands í fréttatilkynningu til fjölmiðla í dag. Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins. Sund Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins.
Sund Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira