Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. desember 2025 20:40 Stefán Eiríksson og Herdís Dröfn Fjeldsted. Samsett Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, gagnrýndi veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í skoðanagrein á Vísi sem ber titilinn Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn. Þar færir hún rök fyrir að leiðrétta þurfi „rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um fjármögnun ríkisfjölmiðilsins“. Herdís segir að rekstrarframlag ríkisins til Rúv hafi hækkað verulega á síðustu árum, eða úr 3,6 milljörðum árið 2016 í 6,45 milljarða árið 2025. Einnig bendir hún á að frá árinu 2016 til 2025 hafi Ríkisútvarpið fengið alls 27 milljarða fyrir auglýsingasölu. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Rúv, og Björn Þór Hermannsson, fjármálastjóri Rúv, svöruðu forstjóranum með skoðanagrein sem ber titilinn Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV. Þar segja þeir að útreikningum Herdísar um fjárlög ríkisins skeiki um hundruð milljóna. Þá hafi Herdís, með því að leggja saman auglýsingatekjurnar, ekki litið til hver þróunin hafi verið síðastliðinn áratug sem sé það sem skipti máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur Rúv. „Það hafa verið breytingar hjá Ríkisútvarpinu eins og hjá öðrum fjölmiðlum. Það er, eins og þarna er rakið, þá hafa til dæmis auglýsingatekjur okkar dregist saman töluvert á síðustu árum og áratug. Það kemur bæði út af þeirri þróun sem er í gangi á auglýsingamarkaði. Við erum nú þegar takmörkuð, við getum ekki bara auglýst hvar sem er eða selt auglýsingar hvar sem er,“ segir Stefán sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann tekur fram að auglýsingarnar séu einungis hluti tekna miðilsins en þau fá einnig greitt útvarpsgjaldið. „Þar hefur ekki verið stöðug aukning, raunar hefur gjaldið ekki þróast í takti við verðlag. Það eina sem hefur komið í veg fyrir mjög mikið tekjufall hjá Ríkisútvarpinu er það að landsmönnum hefur fjölgað allhraustlega á undanförnum árum sem hefur vegið upp á móti þessu. Samandregið þá hafa tekjur Ríkisútvarpsins dregist saman um tíu prósent á síðustu tíu árum,“ segir hann. Markaðshlutdeildin meiri heldur en á Norðurlöndunum Herdís tók einnig fram útreikning Viðskiptaráðs þar sem markaðshlutdeild ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum er borin saman. Þar kemur fram að Rúv sé með mestu markaðshlutdeildina, eða 27 prósent, á meðan ríkisfjölmiðlar Danmerkur koma þar á eftir með sautján prósent. „Þá er RÚV eini norræni ríkismiðillinn sem er með tvöfalt fjármögnunarlíkan, þ.e. vaxandi opinber framlög og í virkri samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði,“ segir hún. Stefán bendir á að í Danmörku séu tveir fjölmiðlar í eigu ríkisins, annars vegar DR sem sé ekki á auglýsingamarkaði og hins vegar TV2 sem er alfarið á auglýsinga og áskriftarmarkaði. „Aðrir fjölmiðlar á Norðurlöndunum eru ekki með sama hætti á auglýsingamarkaði en engu að síður er rétt að hafa það í huga að fyrirkomulag fjármögnunar með þessum blandaða hætti, eins og er hér á landi, er við lýði í hátt í áttatíu prósent ríkja í Evrópu eins og staðan er í dag, og hefur verið í langan tíma.“ Ekki skynsamlegt að taka Rúv af auglýsingamarkaði „Ríkisútvarpið hefur frá upphafi verið á auglýsingamarkaði, eða sem sagt opið fyrir auglýsendur til að koma sínum tilkynningum og upplýsingum á framfæri. Ég held að það sé ekki skynsamleg nálgun að taka Ríkisútvarpið alfarið af auglýsingamarkaði,“ segir Stefán. Hann bendir á að ef litið sé til síðustu tíu ára hefði það verið hagstæðara fyrir Ríkisútvarpið að vera á fjárlögum en rekstur fjölmiðla sé líka tæknilega flókinn. „Þú þarft að fara í fjárfestingu á tæknilega sviðinu með reglulegum hætti. Þá er rekstrarformið sem að Ríkisútvarpið hefur verið í síðan 2007, sem er opinbert hlutafélag, að mörgu leyti heppilegra.“ Staða fjölmiðla hefur verið til umræðu undanfarnar vikur en Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi fyrir tveimur vikum. Til stendur að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Reykjavík síðdegis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, gagnrýndi veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í skoðanagrein á Vísi sem ber titilinn Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn. Þar færir hún rök fyrir að leiðrétta þurfi „rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um fjármögnun ríkisfjölmiðilsins“. Herdís segir að rekstrarframlag ríkisins til Rúv hafi hækkað verulega á síðustu árum, eða úr 3,6 milljörðum árið 2016 í 6,45 milljarða árið 2025. Einnig bendir hún á að frá árinu 2016 til 2025 hafi Ríkisútvarpið fengið alls 27 milljarða fyrir auglýsingasölu. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Rúv, og Björn Þór Hermannsson, fjármálastjóri Rúv, svöruðu forstjóranum með skoðanagrein sem ber titilinn Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV. Þar segja þeir að útreikningum Herdísar um fjárlög ríkisins skeiki um hundruð milljóna. Þá hafi Herdís, með því að leggja saman auglýsingatekjurnar, ekki litið til hver þróunin hafi verið síðastliðinn áratug sem sé það sem skipti máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur Rúv. „Það hafa verið breytingar hjá Ríkisútvarpinu eins og hjá öðrum fjölmiðlum. Það er, eins og þarna er rakið, þá hafa til dæmis auglýsingatekjur okkar dregist saman töluvert á síðustu árum og áratug. Það kemur bæði út af þeirri þróun sem er í gangi á auglýsingamarkaði. Við erum nú þegar takmörkuð, við getum ekki bara auglýst hvar sem er eða selt auglýsingar hvar sem er,“ segir Stefán sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann tekur fram að auglýsingarnar séu einungis hluti tekna miðilsins en þau fá einnig greitt útvarpsgjaldið. „Þar hefur ekki verið stöðug aukning, raunar hefur gjaldið ekki þróast í takti við verðlag. Það eina sem hefur komið í veg fyrir mjög mikið tekjufall hjá Ríkisútvarpinu er það að landsmönnum hefur fjölgað allhraustlega á undanförnum árum sem hefur vegið upp á móti þessu. Samandregið þá hafa tekjur Ríkisútvarpsins dregist saman um tíu prósent á síðustu tíu árum,“ segir hann. Markaðshlutdeildin meiri heldur en á Norðurlöndunum Herdís tók einnig fram útreikning Viðskiptaráðs þar sem markaðshlutdeild ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum er borin saman. Þar kemur fram að Rúv sé með mestu markaðshlutdeildina, eða 27 prósent, á meðan ríkisfjölmiðlar Danmerkur koma þar á eftir með sautján prósent. „Þá er RÚV eini norræni ríkismiðillinn sem er með tvöfalt fjármögnunarlíkan, þ.e. vaxandi opinber framlög og í virkri samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði,“ segir hún. Stefán bendir á að í Danmörku séu tveir fjölmiðlar í eigu ríkisins, annars vegar DR sem sé ekki á auglýsingamarkaði og hins vegar TV2 sem er alfarið á auglýsinga og áskriftarmarkaði. „Aðrir fjölmiðlar á Norðurlöndunum eru ekki með sama hætti á auglýsingamarkaði en engu að síður er rétt að hafa það í huga að fyrirkomulag fjármögnunar með þessum blandaða hætti, eins og er hér á landi, er við lýði í hátt í áttatíu prósent ríkja í Evrópu eins og staðan er í dag, og hefur verið í langan tíma.“ Ekki skynsamlegt að taka Rúv af auglýsingamarkaði „Ríkisútvarpið hefur frá upphafi verið á auglýsingamarkaði, eða sem sagt opið fyrir auglýsendur til að koma sínum tilkynningum og upplýsingum á framfæri. Ég held að það sé ekki skynsamleg nálgun að taka Ríkisútvarpið alfarið af auglýsingamarkaði,“ segir Stefán. Hann bendir á að ef litið sé til síðustu tíu ára hefði það verið hagstæðara fyrir Ríkisútvarpið að vera á fjárlögum en rekstur fjölmiðla sé líka tæknilega flókinn. „Þú þarft að fara í fjárfestingu á tæknilega sviðinu með reglulegum hætti. Þá er rekstrarformið sem að Ríkisútvarpið hefur verið í síðan 2007, sem er opinbert hlutafélag, að mörgu leyti heppilegra.“ Staða fjölmiðla hefur verið til umræðu undanfarnar vikur en Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi fyrir tveimur vikum. Til stendur að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Reykjavík síðdegis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira